Við vinkonurnar fórum til NYC í tvær nætur um miðjan ágúst síðastliðinn.
Berglind hafði heyrt gott af Miss Lily’s staðnum frá vinkonu, svo Berglind tók þá ákvörðun að bóka borð fyrir okkur þrjár.
B & K
Malla
Karabískur kokteill.
Staðurinn er mjög lítill eins og þið sjáið.
Ég fékk mér ótrúlega góðan hamborgara en stelpurnar gæddu sér á kjúklingarétti.
Um það leyti sem við fáum matinn okkar grípur Berglind í lærið á mér og segir “Rihanna er að labba inn!”.
Rihanna stoppar við barinn, beint við hliðina á okkur.. pantar sér kampavín á barnum og er ekkert að flýta sér.. okkur til mikillar gleði. Þarna stóð hún í minna en metersfjarlægð.. og dansaði við karabíska tónlist og skartaði öllu sínu fegursta.
Enginn pældi í henni (nema við).. hún gekk þarna um án lífvarða og hékk í símanum. Mikið var gaman að fá að vera í kringum Rihönnu á svona litlum veitingastað í dágóðan tíma..
.. við svona tilefni er ekki hægt að sleppa því að biðja mynd.
Þess má til gamans geta að Kanye West hélt upp á 36 ára afmæli sitt þar í júní… með Jay-Z, Beyoncé og Nas.
Fyrir áhugasama má skoða heimasíðu staðarins hér.
Skrifa Innlegg