fbpx

Gott millimál

HOLLUSTA

Maís- og poppkex sem millimál eru eitt af mínum uppáhalds. Ef ég er að borða reglulega og á tveggja tíma fresti þá dugar eitt kex, ég aftur á móti fékk mér tvö núna því ég var glorhungruð.

IMG_1417 IMG_1419 IMG_1421 IMG_1424

-Maískex frá Himneskt (Solla)
-Rautt pestó
-Hummus
-Parmaskinka
-Klettasalat
-Parmesanostur
-Fersur appelsínusafi (tvær appelsínur)

Vissulega mætti skipta út parmaskinkunni fyrir annað en tvær sneiðar af og til gera engum mein. Það verður líka að vera gaman að borða, sérstaklega fyrir mikla matarmanneskju eins og mig. Ef allt er bannað og öllu bölvað í mataræðinu er það að mínu mati ávísun á uppgjöf og enn verri heilsu í kjölfarið.

Orðið megrun er eitthvað sem ég henti í ruslatunnuna fyrir mörgum árum.. og í staðinn hef ég tileinkað mér einkunnarorðin heilsa, langlífi, hamingja, skynsemi, hrein fæða og orka svo eitthvað sé nefnt. Það er engin hamingja sem fylgir megrun – nema í einhvern stuttan tíma..

karen

Salt Eldhús - pastanámskeið

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. María

    11. December 2013

    Hvar færðu svona girnilegan parmesan ost í bitum/sneiðum?

  2. Gerður Guðrún

    11. December 2013

    Ég varð bara svöng á að lesa þessa færslu, alltaf með svo skemmtilegar og sniðugar uppskriftir Karen!!!

  3. Heiða Birna

    12. December 2013

    Girnó!
    Ég er samt í kasti yfir þessum hlussu parmesansneiðum.. Hahaha
    Ég elska parmesan en hann verður að vera rifinn! Þetta er bara fyrir atvinnumenn skoh ;-)

    • Karen Lind

      12. December 2013

      Hahahaha thu thekkir mig og MAT! Passadu thig, eg gaeti bordad thig naest!

      • Heiða Birna

        13. December 2013

        Þið Breki eruð eins! Krúttleg matargöt.. :-)

  4. Íris

    12. December 2013

    Ég mæli líka með prima donna osti fyrir ostamanneskjur. Svört prima donna og parmesan ostur eru uppáhaldsostarnir mínir. Það er hægt að kaupa bláa og rauða prima donnu í matvörubúðum en þá svörtu í ostabúðum.
    Sjá hér http://www.primadonnakaas.com/

    • Karen Lind

      12. December 2013

      Ója eg elska Primadonnu! Það er besti osturinn ad minu mati :-)