Maís- og poppkex sem millimál eru eitt af mínum uppáhalds. Ef ég er að borða reglulega og á tveggja tíma fresti þá dugar eitt kex, ég aftur á móti fékk mér tvö núna því ég var glorhungruð.
-Maískex frá Himneskt (Solla)
-Rautt pestó
-Hummus
-Parmaskinka
-Klettasalat
-Parmesanostur
-Fersur appelsínusafi (tvær appelsínur)
Vissulega mætti skipta út parmaskinkunni fyrir annað en tvær sneiðar af og til gera engum mein. Það verður líka að vera gaman að borða, sérstaklega fyrir mikla matarmanneskju eins og mig. Ef allt er bannað og öllu bölvað í mataræðinu er það að mínu mati ávísun á uppgjöf og enn verri heilsu í kjölfarið.
Orðið megrun er eitthvað sem ég henti í ruslatunnuna fyrir mörgum árum.. og í staðinn hef ég tileinkað mér einkunnarorðin heilsa, langlífi, hamingja, skynsemi, hrein fæða og orka svo eitthvað sé nefnt. Það er engin hamingja sem fylgir megrun – nema í einhvern stuttan tíma..
Skrifa Innlegg