Karen Lind

Lord & Taylor

KATIE MÆLIR MEÐ

lord taylor 49 logo

Lord & Taylor er falinn fjársjóður sem ég labbaði framhjá í alltof mörg ár. Búðin virðist ekkert spennandi utan frá, bara þessi týpíska stórverslun.. eins og Macy’s og JcPenney.

lord-and-taylor-boston

Hér er mynd af Lord & Taylor í Boston. Hún er staðsett á Boylston street.

lordandtaylormanhattan

Lord & Taylor á Manhattan í Midtown West. Hún er á 424 5th ave, á milli 39. og 38. stræti.

Lord & Taylor er auðvitað í fleiri fylkjum en þetta eru þær sem ég hef farið í. Í Boston gengur maður inn á fyrstu hæð, og við manni blasir boring karlmannsdeild. Þeir sem vita ekki hvað bíður þeirra á fyrstu hæð fara líklegast aftur út.

Ég komst að því í sumar að innst í vinstra horni búðarinnar á fyrstu hæð er heill haugur af veglegum æfingafötum. Ég keypti til dæmis Under Armour bolina þar fyrir gjafaleikinn í október ásamt fleiru, eins og þennan U.A. bol (10$) sem sést á myndinni hér að neðan.

1422432_10202398600868577_2045155133_n

Hér er listi yfir þau merki sem eru m.a. fáanleg í L&T:

Michael Kors (föt, skór, veski, fylgihlutir)
Marc Jacobs (föt, skart, skór, veski, fylgihlutir)
Hunter stígvél
Vince Camuto (skór & veski)
UGG (m.a. æðislegar hanskar fyrir veturinn)
Coach (skart, skór og fleira)
Calvin Klein (ég fann æðislegan íþróttajakka þar)
Kate Spade (skart, töskur)
House of Harlow
FENDI
Sperry (elska Boat shoes frá þeim)
Tom Ford (ilmvötn.. sjúklega góð)
Under Armour (á 1. hæð, keypti t.d. bolina f. gjafaleikinn þar – hellingur til)
NARS (rosalega falleg kerti frá þeim & fleira)
Georg Jensen (f. heimilið – oft á miklum afslætti)
NAMBE (f. heimilið, mjög vandað og fallegt)
Bobbi Brown (snyrtivörur)
Tweezerman (bestu plokkararnir)
Villery & Boch (heimilisvörur)

Listinn er ekki tæmandi… mig langaði bara að vekja athygli á búðinni því hún er eitthvað sem þið megið ekki labba framhjá. Ég hef líka ekki orðið vör við það að Íslendingar viti af búðinni… nema kannski flugfreyjurnar hjá Icelandair.

Ef ykkur langar að fara í þessa búð er gott að gefa sér góðan tíma í það,  því hún er stór og á tveimur til þremur hæðum.

karen

Stíf í öxlum og baki

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Ásta

  13. November 2013

  Ohh…labbaði svooo oft framhjá þessari búð í NY um daginn og datt ekki í hug að fara inn i þessa “gömlukellinga” búð eins og ég hélt að hún væri ;)

 2. Pattra S.

  13. November 2013

  Labbaði einmitt framhjá henni í sumar.. Nina vinkona mín og Bostonbúi sagði að hún væri smá kelló svo að við fórum ekki inn þó að mig langaði!
  Kíkí klárlega næst ;)

  • Karen Lind

   13. November 2013

   Já, ég gerði það sama einmitt í mörg ár!
   Þar til ég fór inn í hana í fyrsta sinn í sumar… ég trúði ekki að ég hafi aldrei vitað af búðinni… I love this store!

 3. Pattra S.

  13. November 2013

  Kíkí hljómar vel en ég meinti auðvitað kíki.

 4. Dísa

  13. November 2013

  Hljómar vel, elska svona falda fjársjóði!
  Ekki væri hægt að fá þig til að gera smá Boston-blogg :)?

  • Karen Lind

   13. November 2013

   Jú ég skal gera smá Boston blogg… :) ég er samt enginn sérfræðingur með borgina en skal gera smá færslu :)

   • Hulda

    14. November 2013

    mátt endilega gera boston blogg er einmitt að fara þangað í næstu viku og hlakka mikið til að fara í lord og taylor :)

   • Björg

    14. November 2013

    Já endilega! Ég er einmitt að fara eftir viku, væri alveg mikið til í að fá blogg :)

 5. Lilja

  13. November 2013

  Ég væri líka til í að sjá Boston blogg :)

 6. Sirrý Svöludóttir

  14. November 2013

  Þessi búð þarf virkilega á rebranding að halda

 7. Þórhildur Eva

  14. November 2013

  Oh ég elskana! Ein af mínum uppáhalds hún er svona drottning í grúbbunni með marshalls, Ross, TJ-maxx og fl ;))

 8. Ásdís

  6. March 2014

  Er eitthvað að frétta af góðu Boston bloggi? :)