fbpx

Lítið líf

Lífið tekur breytingum í haust.. en ef allt gengur vel á lítil stelpa að mæta í heiminn. Ég hlakka alveg ofsalega til og er mjög þakklát fyrir það að geta eignast barn. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri búið að ganga eins og í sögu – það kom mér talsvert á óvart hve erfitt þetta er. Þá á ég við fyrstu mánuðina. Ég þurfti hreinlega að hverfa um tíma. Auðveldast er að líkja þeim dögum við rosalega þynnku dag eftir dag. Ímynd mín og plön af óléttu breyttust á einum degi og ég gat sópað þeim væntingum af borðinu í heilu lagi. En nú er þetta orðið auðveldara og ég hef það töluvert betra.

IMG_0666

Ingveldur Eyjólfsdóttir tók þessa fallegu mynd af mér út á Garðskagavita. Veðrið hefur verið svo fallegt og það hentaði vel að taka mynd þar. Með sólarlagið, hvítan sandinn og vitann í bakgrunn.

karenlind

Must eat í NYC: J.G. MELON

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Jovana Lilja

    9. July 2016

    Svakalega flott mynd.. Innilega til hamingju Karen :)

  2. Guðbjörg

    9. July 2016

    Innilega til hamingju og frábær mynd! Ég þekki þig ekkert en finnst þú alltaf með skemmtilegasta bloggið og koma með svo sniðugar ábendingar, sérstaklega varðandi ýmislegt í USA. Það væri æðislegt að fá að fylgjast með meðgöngunni hjá þér. Sérstaklega væri gaman ef þú gætir fjallað um fleira sniðugt barnadót sem hægt er að fá í USA, sbr. Snuggle Nest um daginn :)

    • Karen Lind

      10. July 2016

      En sæt kveðja, þakka þér kærlega fyrir. Ég skal setja eitthvað inn en verð nú að viðurkenna að ég hef verið ansi róleg í tíðinni yfir þessu og er ekkert sérstaklega vel að mér í barnadótinu :) Ég þurfti að fá lista frá vinkonum mér til aðstoðar og keypti bara hluta af honum. En ég set eitthvað skemmtilegt inn ef það kemur inn á borðið. Bestu kveðjur, KL

  3. Lára

    9. July 2016

    Innilega til hamingju :)

  4. Harpa Ósk W.

    11. July 2016

    Innilega til hamingju! Þessi mynd er dásamleg! Því fleiri myndir sem þú tekur á meðan bumban er til staðar, því betra…! Þetta er svo fljótt að líða og það er algengt að konur taki allt of fáar bumbumyndir, og sjái svo eftir því eftir að meðgöngu líkur :)

    • Karen Lind

      12. July 2016

      Takk fyrir! Og ja mikið rett, eg hef verið mjög löt við þetta og vikurnar liða.. :-(