Lífið tekur breytingum í haust.. en ef allt gengur vel á lítil stelpa að mæta í heiminn. Ég hlakka alveg ofsalega til og er mjög þakklát fyrir það að geta eignast barn. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri búið að ganga eins og í sögu – það kom mér talsvert á óvart hve erfitt þetta er. Þá á ég við fyrstu mánuðina. Ég þurfti hreinlega að hverfa um tíma. Auðveldast er að líkja þeim dögum við rosalega þynnku dag eftir dag. Ímynd mín og plön af óléttu breyttust á einum degi og ég gat sópað þeim væntingum af borðinu í heilu lagi. En nú er þetta orðið auðveldara og ég hef það töluvert betra.
Ingveldur Eyjólfsdóttir tók þessa fallegu mynd af mér út á Garðskagavita. Veðrið hefur verið svo fallegt og það hentaði vel að taka mynd þar. Með sólarlagið, hvítan sandinn og vitann í bakgrunn.
Skrifa Innlegg