fbpx

… lífið

PERSÓNULEGT

Við litla fjölskyldan fórum í smá sumarfrí til Barcelona um miðjan ágústmánuð. Við vorum í viku en sökum ótrúlega óhentugs brottfarartíma frá hvorum áfangastað voru þetta eiginlega fimm dagar. Enn og aftur staðfestir fríið fyrir mér hve mikilvægt það er að ferðast og sjá heiminn. Snædís þroskaðist um 15 ár og varð þar með 16 ára eftir þessa stuttu viku.

Við vorum í Sitges en valið stóð milli þess að vera þar eða í Barcelona. Allan daginn myndi ég aftur velja Sitges fyrir sumarfrí, en Barcelona fyrir helgarferð með Davíð eða vinum.

Ég pakkaði svo ótrúlega litlu fyrir Snædísi, enda var planið að fara til Barcelona og versla á hana. Þann 15. ágúst fórum við til Barcelona, algjörlega glórulaus um hvað myndi taka á móti okkur. Tóm borg. Allt lokað.. já já, auðvitað var þjóðhátíðardagur. Hversu mikið ég?

Jæja, allt í lagi þá.. þá verður Snædís bara í sömu flíkunum og ég þríf þau í vasknum. Svo var planið að fara að morgni 17. ágúst aftur niður í borg en við sváfum aðeins of lengi og hættum því við. Gæfan fylgdi okkur þann daginn, en eins og flestir vita varð Barcelona borg fyrir hryðjuverkaárás síðar um daginn.

Allt í góðu.. við verðum bara í þessum tveimur dressum sem við tókum með.

En talandi um rútínu. Snædís hefur verið ótrúlega mikið draumabarn frá fæðingu. Ekkert vesen. Aldrei grátur. Sefur vel. Dundar sér sjálf og þarf nánast ekki að láta halda á sér. Ég vil enga glansmynd af barninu en hún er búin að vera of auðveld… TIL ÞESSA!

Hún var svo dekruð í ferðinni, svaf á milli okkar og fleira, að hún breyttist í smá “svín” þegar hún kom heim. Skríðandi á eftir mér um allt kallandi “mamma” með vælutón.. og eina sem hún vildi var að ég héldi á sér. Öll rútína farin en ég fór strax í að “af-sumarfría” barnið og þetta er svona að komast í lag.

Annars tókum við svo fáar myndir enda önnum kafin við annað. Snædís nennir alveg myndatökum en Davíð er bara “Karen, ertu að grínast, ég er búin að taka 15 myndir.. þetta er komið gott” – og þar með er ég þannig séð hætt að nenna að rukka um myndatöku (“.).

Óskalistinn: 600 blaðsíðna Beyoncé "Tablebook"

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    28. August 2017

    Ég kolféll fyrir Sitges þegar ég var þar í sumar!x Snædís er algjör dúlla!!! x

  2. Elísabet Gunnars

    30. August 2017

    Hahaha – segðu Davíð að myndir séu minningar og að hann verði ánægður seinna meir að gefa sér smá tíma í slíkt ;)