fbpx

Kviðæfing með bjöllu

ÆFING DAGSINSHREYFING

Loksins skelli ég í fyrsta æfingamyndbandið. Það var alltaf á planinu en ég miklaði imovie of mikið fyrir mér. Nú verður þetta bara betra héðan í frá.

Íris Ósk sýnir hér mjög góða kviðæfingu með bjöllu.

IMG_0548

IMG_0552IMG_0553IMG_0554

 Þó myndbandið & myndirnar sýni æfinguna vel vil ég leyfa nokkrum punktum að fylgja með bara svo þetta sé alveg á hreinu:

-Það skiptir máli að gera æfinguna á eðlilegum hraða.
-Fætur og hendur hreyfast samtímis og “samhliða”.
-Mjóbak á alls ekki að lyftast frá gólfi. Um leið og mjóbak fer að lyftast upp er það merki um að þar liggur styrkleikinn. Því er mikilvægt að miða handa- og fótahreyfingar við það að mjóbak snerti alltaf gólfið.
-Einbeitið ykkur að því að halda höfði í réttri stöðu. Ekki láta það hanga niður á dýnuna, né þrýsta því að bringu.
-Hvorki fætur né bjalla eiga að snerta gólf.
-Því sterkari sem kviðurinn er, því lengra komist þið.
-Æfingin er erfið, svo ég mæli með 3×10 eða 3×15 í bland við aðrar kviðæfingar.
-Ég enda yfirleitt lyftingaræfingu á kviðæfingasetti. Þá tek ég þrjár kviðæfingar, og hver æfing er gerð í ákveðinn tíma eða ákveðið mörg skipti.

Vonandi eruð þið alsæl með myndbandið.. Baltasar þarf að fara passa sig :)

karen

Morgunmatur - Grískt jógúrt og kókosvatn

Skrifa Innlegg