fbpx

Kviðæfing

ÆFING DAGSINSHREYFING

Ég fékk Tinnu Rún Svansdóttur til að sýna okkur eina góða kviðæfingu. Tinna Rún stundar einkaþjálfaranám í ÍAK, en það er eitt ítarlegasta einkaþjálfaranám sem er í boði á Íslandi.

Þessi kviðæfing er mjög einföld en krefjandi. Æfingin er sýnd í þremur hreyfingum og frá þremur sjónarhornum.

IMG_0091

IMG_0098

IMG_0088

IMG_0104

IMG_0105

IMG_0106

IMG_0101

IMG_0102

IMG_0089

-Standið í ca. 2-3m fjarlægð frá tækinu
-Hafið axlarbreidd milli fóta
-Ekki læsa hnjám
-Standið bein í baki
-Hafið hæfilega þyngd sem þið ráðið við. Mikilvægt er að hafa ekki of þungt vegna baksins.
-Verið viss um að halda góðri spennu í kvið til að missa ekki réttstöðu baksins.
-Upphafsstaða æfingar er þegar þið haldið trissunni rétt fyrir neðan brjóst, munið að hafa axlir slakar.
-Réttið hendur beint fram í axlarhæð, og munið að fara ekki fyrir ofan axlarhæð.
-Hver endurtekning ætti að taka um 3 sekúndur, svo það er fínt að telja með.
-Það er misjafnt hve margar endurtekningar henta fólki, en yfirleitt tek ég 3×12, 3×15 eða 3×20.
-Gerið æfinguna fyrir báðar hliðar, því æfingin tekur vel í hliðarnar sem og kviðinn.
-Einnig má sleppa því að draga trissuna að brjósti og halda henni frekar í beinni línu út frá öxlum, eins og sýnt er á mynd 3 í hverju holli. Þá er gott að halda kyrri stöðu í um 10-20 sekúndur. Það tekur líka verulega á.

Njótið vel, þessi kviðæfing er alveg málið!

1384392_10202074626209413_2023819402_n

Champion æfingabuxur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kara

    16. October 2013

    Tinna flotta!