Ég á leið í Konukot í dag eða á morgun. Ég hringdi í Kristínu forstöðumann Konukots og fékk smá ráð um hvað þeim vantar sárlega. Ég hvet ykkur að kíkja í skápana og gera hið sama ef þið eigið eftirfarandi hluti sem þið megið missa:
-Handklæði
-Sápur
-Snyrtivörur
-Sjampó og hárnæringu
-Ilmvötn (það er mjög vinsælt)
-Eyrnatappa
-Föt
-Matur
-Svitaeyði
-Tannbursta
-Hreinsivörur f. andlit
-Rakvélar
Ég vildi að ég ætti leið til Bandaríkjanna á næstunni.. tannburstar, rakvélar, handklæði og bodyspray væru efst á innkaupalistanum. Flestar konurnar sem koma í Konukot setja á sig ilmvatn áður en þær fara út í daginn. Í dag er bara til eitt ilmvatn & því mikil þörf fyrir ilmvatni. Ég læt frá mér þrjú notuð ilmvötn sem ég nota ekki.
Kristín talaði einnig um að það væri ekki endilega mesta þörfin fyrir hlýjum fatnaði. Mörgum þeirra langar til að vera fínar, svo ef þið eigið skart, fín föt eða skó þá er það kærkomið líka.
Ég á svo rosalega mikið af dóti í geymslunni – loksins finn ég fyrir hvatningu til að fara í gegnum hana almennilega.
Konukot er opið frá 17:00-11:00 næsta dag. Lesið meira hér.
Skrifa Innlegg