fbpx

Konukot

PERSÓNULEGT

Ég á leið í Konukot í dag eða á morgun. Ég hringdi í Kristínu forstöðumann Konukots og fékk smá ráð um hvað þeim vantar sárlega. Ég hvet ykkur að kíkja í skápana og gera hið sama ef þið eigið eftirfarandi hluti sem þið megið missa:

-Handklæði
-Sápur
-Snyrtivörur
-Sjampó og hárnæringu
-Ilmvötn (það er mjög vinsælt)
-Eyrnatappa
-Föt
-Matur
-Svitaeyði

-Tannbursta
-Hreinsivörur f. andlit
-Rakvélar

IMG_0489

Ég vildi að ég ætti leið til Bandaríkjanna á næstunni.. tannburstar, rakvélar, handklæði og bodyspray væru efst á innkaupalistanum. Flestar konurnar sem koma í Konukot setja á sig ilmvatn áður en þær fara út í daginn. Í dag er bara til eitt ilmvatn & því mikil þörf fyrir ilmvatni. Ég læt frá mér þrjú notuð ilmvötn sem ég nota ekki.

Kristín talaði einnig um að það væri ekki endilega mesta þörfin fyrir hlýjum fatnaði. Mörgum þeirra langar til að vera fínar, svo ef þið eigið skart, fín föt eða skó þá er það kærkomið líka.

Ég á svo rosalega mikið af dóti í geymslunni – loksins finn ég fyrir hvatningu til að fara í gegnum hana almennilega.

Konukot er opið frá 17:00-11:00 næsta dag. Lesið meira hér.

karen

Ellefu ára gamalt opal

Skrifa Innlegg

47 Skilaboð

  1. Soffia Gardarsdottir

    4. November 2013

    Takk fyrir þetta!

    Ég á alls konar body sprey og dóterí sem maður prufar 1-2 og svo ekkert meira.
    Frábært að vita að svona hlutir geta komið öðrum til gagns.

    Skemmtilegt bloggið þitt :)

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Já, ég vissi ekki af þessu fyrr en ein flugfreyja benti mér á þetta. Hún tók alltaf með sér snyrtivörurnar af hótelinu í stoppunum, og safnaði í einn stóran poka og gaf. Þær í Konukoti voru yfir sig hrifnar! :-)

      Takk f. kommentið! xx

  2. Brynja Lind Sævarsdóttir

    4. November 2013

    Frábært bloggið þitt Karen Lind og takk fyrir þessa frábæru hugmynd :) kem þessum skilaboðum áleiðis til allra kvenna sem ég þekki og mun fara sjálf í Konukot næst þegar ég kem til Íslands.

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Frábært & takk fyrir að skilja eftir orð til mín :-)

  3. Dagný Skarphéðinsdóttir

    4. November 2013

    Frábært. Ég ætla að fara í gegn hjá mér. Við skulum endilega reyna að hjálpa sem flestar :)

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Nákvæmlega :-) That’s the spirit :) haha.

  4. berglind ó.

    4. November 2013

    Frábært Karen þú ert svo dásamlega falleg sál. Ég er einmitt að taka til hjá mér í dag!!

  5. Reykjavík Fashion Journal

    4. November 2013

    Vá þetta er snilld! Ég þarf klárlega að fara í gegnum dótið mitt í kvöld – ég á t.d. nokkur stykki af ilmvötnum :);)

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Ég get einmitt ímyndað mér að þú eigir slatta til að gefa :-)

  6. Hafdís

    4. November 2013

    vá! Takk fyrir þessa ábendingu. Ætla að fara vel í gegnum dótið heima þegar ég fer til íslands. TAKK.

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Æði! Frábært að þetta nái til fólks.. bjóst ekki við svona viðbrögðum!

  7. Heiða Birna

    4. November 2013

    Yndisleg ertu elsku Karen mín!

  8. Júlía Skagfjörð

    4. November 2013

    Þú ert yndisleg Karen ! Fer heldur betur í gegnum dótið mitt í kvöld :)

  9. Hulda Fríða Reynisdóttir Berndsen

    4. November 2013

    Gott framtak ég kem til ykkar með eitthvað sem getur komið sér vel hjá þeim í Konukoti :)

  10. Anonymous

    4. November 2013

    Frábær hvatning. Æðislegt.

  11. Ester

    4. November 2013

    Vel gert! ❤️

  12. Kara

    4. November 2013

    Takk Karen Lind!

  13. Þorgerður

    4. November 2013

    Var ekki lengi að taka saman föt og snyrtivörur eftir að ég sá þetta. Þær voru í skýjunum þegar ég fór með þetta til þeirra áðan.

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Ég fór áðan og þær sögðu mér að það væri bara traffík í Konukot! En gaman.. ég trúi þessu varla :-)

  14. Svana

    4. November 2013

    Vá þetta hefði mér aldrei dottið í hug! Á sko aldeilis nóg af svona dóterí sem rykfellur bara hjá mér!

  15. Linda

    4. November 2013

    Frábært framtak hjá þér tekk fyrir að minna okkur á konurnar í konukoti

  16. Rut R.

    4. November 2013

    Æðislegur póstur hjá þér.
    ég á sko nóg til af allskonar.. ætla að senda á þau mail og ath hvort og þá hvert megi senda fyrir okkur útá landi sem eigum eitthvað til að gefa :)

    kv. Rut R.

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Endilega! Þú mátt deila svarinu með mér ef þú nennir :-)

  17. Ingibjörg

    4. November 2013

    Fór þangað áðan með föt, snyrtivörur, skó og skartgripi, tók enga stund að taka þetta saman og fara með þangað. Miðað við viðbrögðin hérna við blogginu þá held ég að þeim eigi ekki eftir að skorta mikið :) Frábært framtak!

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Guð, en frábært!

      Í sakleysi mínu bloggaði ég um þetta í morgun… bjóst aldrei við þessum viðbrögðum… þetta er alveg yndislegt og ég er bara klökk.

  18. María Olsen

    4. November 2013

    Þú ert hreint og beint yndisleg manneskja <3

  19. Greta

    4. November 2013

    Frábær hugmynd! Ekki hafði mér dottið þetta í hug.
    Er semsagt bara í lagi að mæta með pokann á opnunartíma?

    • Karen Lind

      4. November 2013

      Já, ég fór með þetta um 18 leytið í dag. Þá eru þær þarna og taka á móti pokunum – held að það sé best að koma á opnunartíma, heyrðist það svona á Kristínu.

  20. Kristín Adda

    4. November 2013

    Frábært framtak Karen ! vona að fleiri taki sig til og geri slíkt hið sama :)

  21. Gerður

    4. November 2013

    Takk fyrir fallega ábendingu Karen !

  22. Guðrún

    4. November 2013

    Frábært !! Ætla sko klárlega að gefa dót sem er að rykfalla bara upp í skáp :D

  23. Lilja Ö

    4. November 2013

    Þú er yndi elsku vinkona :) Ég ætla að gera það sama

  24. Sylvía Rut

    4. November 2013

    Frábært hjá þér! Ég ætla að gera þetta líka :)

  25. Anonymous

    4. November 2013

    Glæsilegt framtak :)

  26. Yrsa Úlfarsdóttir

    5. November 2013

    Frábært framtak! Mun klárlega fara í gegnum dótið mitt og gefa það sem maður er ekki að nota :)

  27. Katla

    5. November 2013

    Vá hvað þetta er yndisleg færsla og frábært að sjá viðbrögðin. Veistu hvort það séu til einhverjir aðrir staðir þar sem hægt er að gefa karlaföt og snyrtivörur?

    • Karen Lind

      5. November 2013

      Ég ætla að kafa í málið – læt ykkur vita í dag/morgun. How’s that for a deal? :)

  28. Anna Helga

    5. November 2013

    Vá hvað það er gott að vita af þessu. Ég er alltaf að fá ilmvötn eða body lotion frá ömmum mínum í afmælis og jólagjöf en ég hef ekki hjarta í mér að segja þeim að ég vilji það ekki. Núna get ég komið þeim í gagnið og haft góða samvisku um leið :)

  29. Sandra Dögg

    5. November 2013

    Frábært hvað margar eru búnar að fara! Ég hef gefið mat í konukot þegar ég tek til í frystinum á haustin. Bý svo vel að fá mikið af kjöti þarsem pabbi minn er bóndi svo ég lauma oft smá hakki og súpukjöti o.fl til þeirra á haustin. Hefur ekki dottið í hug þetta með snyrtivörurnar!

  30. Hjördís

    5. November 2013

    Frábært framtak. Endilega að láta vita ef þið vitið um fleiri staði sem taka við samskonar hlutum þar sem það er örugglega mikið að gera í Konukoti núna :) Kannski þær geti alveg tekið endlaust við ? Væri alveg til í að láta hafa :)

  31. Marta

    7. November 2013

    Til Samhjálpar Hlaðgerðarkot) Sumir sem koma þangað í meðferð eiga jafnvel ekkert nema fötin sem þeir eru í. Snyrti og hreinlætisvörur eru nauðsyn þeim sem vill endurheimta sjálfsvirðinguna á leið sinni til betra lífs. Takk allar fyrir að gera konunum í Konukot lífið bærilegra. <3

  32. Jovana Schally

    7. November 2013

    Frábær hugmynd, ég er búin að vera að hugsa hvernig ég get notað jólafríið mitt til þess að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda, kannski gætum við komið einhverju af stað! Það hefði verið gaman að fá meiri upplýsingar um Konukotið, það sem ekki allir vita hvað það er! En, æðislet framtak og ég mun svo sannarlega leggja mitt af mörkunum!

    • Karen Lind

      7. November 2013

      Já, ég bjóst bara alls ekki við þessum viðtökum. Hefði ég vitað þetta fyrirfram hefði ég gert ítarlegri færslu – ekki spurning :)

      Ef þú ert með skemmtilegar hugmyndir, hafðu þá endilega samband við mig – karenlind@trendnet.is :)

  33. karen ingibergsd

    15. November 2013

    Ég mun fara í gegnum snyrtidótið mitt í kvöld.. á helling sem ég nota ekket og er nánast ekkert notað.. einnig á ég eitthvað að fínni fötum sem ég hef ætlað að selja, en ekki komist í það.. mun eflaust bara fara með það líka :)