Ég er hálf hrærð yfir viðbrögðunum um Konukot & finnst lygilegt að svo margir hafi lesið færsluna og ákveðið að gera hið sama.
Ég staldraði stutt við í Konukoti um 18 leytið í gær & afhendi þeim smá dót.. það var nóg að gera hjá stúlkunum sem vinna þarna í sjálfboðastarfi. Þær eiga hrós og þakklæti skilið frá okkur hinum. Þær spurðu mig hvort ég hafi átt upptökin að þessu og skelltu upp úr… þær sögðust hafa verið í fullu fangi með að taka á móti vörum í þann klukkutíma sem Konukot hafði verið opið og skildu ekkert í því af hverju allir væru að koma.
Nú verð ég að beina þakklætisorðum ykkar í minn garð – yfir til ykkar. Takk fyrir að taka svona vel í þetta, og gera ykkur ferð þangað. Ég átti líka að skila þakklætiskveðju til ykkar frá Konukoti, þær voru mjög ánægðar.
Er þetta ekki frábært.. það er svo auðvelt að hjálpa til og standa saman. Hlýja og gjafmildi gefur meira en margt annað, ég ætla að gera þetta oftar.
Eigið góðan dag… takk takk takk… og aftur takk..
Skrifa Innlegg