Ég fékk spurningu um raftæki sem keypt eru í Bandaríkjunum og þarfnast straumbreytis. Einfalda svarið er að það er ekkert mál að nota straumbreyti fyrir 110v raftæki – en ég mæli með að þið fáið einstakling sem þekkir vel leiðbeiningar fyrir raftæki, bara til að vera alveg viss. Einnig eru mörg raftækin framleidd bæði fyrir amerískan og evrópskan rafmagnsstuðul, og þá er auðveldlega hægt að láta skipta um kló.
En rúsínan í pylsuendanum er eftir. Ef ykkur langar ofsalega í heimilistæki sem eru gerð fyrir evrópskan rafmagnsstuðul á bandarísku verði (s.s. ódýrt) þá er búð í New York sem selur slíkar vörur. Búðin selur flest öll heimilistæki frá Kitchen Aid, þ.á.m. hrærivélina, brauðristina, blenderinn og fylgihluti. Til að vera viss um að varan sé til þegar þú mætir á svæðið er hægt að senda e-mail á vefpóst búðarinnar. Mikilvægt er að vera skýr og senda fyrirspurnina með fyrirvara. Einnig er hægt að láta senda raftækin til sín.
Nafn búðarinnar: Bondy Export.
Heimasíða: http://www.bondyexport.com
Staðsetning: 40 Canal street.
E-mail: Bondyexport@aol.com
Ég er ekki með verðin 100% á hreinu en þau eru einhvern veginn svona: brauðristin er á ca. 250$, hrærivélin á rúma 400$ og blenderinn á u.þ.b. 210$.
Ég þekki fólk sem hefur verslað við búðina og það mælir 100% með henni. Þegar ég eignast mína KitchenAid vél verður hún úr þessari búð. Endilega deilið þessum pósti til þeirra sem eiga leið til NY, og langar í flott og góð raftæki á viðráðanlegu verði.
Hér er einnig önnur búð í Bandaríkjunum (Illinois) sem selur 220v KitchenAid hrærivélar: 220-electronics
Skrifa Innlegg