fbpx

Kastljós í kvöld: Heiða Hannesar

TILKYNNINGAR

Nú væri ég rosalega til í að sem flestir horfðu á Kastljós í kvöld kl. 19.35. Í þættinum verður rætt við Heiðu sem hlaut víðtækan heilaskaða eftir langt hjartastopp sem hún lenti í vegna mikils kalíumskorts. Hann kom til vegna alvarlegrar átröskunar og áralangrar misnotkunar á vatnslosandi lyfjum sem hún notaði til að halda sér grannri. Hvorki hún né fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir alvarleika átröskunarsjúkdómsins sem hún glímdi við frá unga aldri en vegna afleiðinga af honum er Bjarnheiður nú bundin við hjólastól og getur lítið tjáð sig (tekið af FB síðu Kastljóss).

BH

Screen Shot 2015-02-23 at 3.40.21 PM

Verum meðvituð um hve röng skilaboðin eru sem við fáum í gegnum þessa helstu miðla sem við notum. Það eru eflaust fleiri en ég orðnir þreyttir á þessum skilaboðum. Pressan er ekki aðeins að koma frá tískutímaritunum, það nægir að teygja sig í símann og opna Instagram sem dæmi.

Hugum að heilsunni… heilsunnar vegna, orkunnar vegna, langlífsins vegna. Eruði ekki sammála? :)  Umræðan er nauðsynleg og því hvet ég ykkur til að horfa á Kastljós í kvöld.

Kastljós
19.35

Kærar kveðjur,

karenlind

Must do í NYC: The High Line

Skrifa Innlegg