fbpx

Jólakjóll og sokkar ♡

BARNAVÖRUR

Snædís verður aldeilis fín á jólunum.. en ég hef verið að leita af fallegum hnésíðum sokkum á hana án árangurs, en auðvitað sér Linnea fyrir þessum nauðsynjavörum. Linnea setti saman jóladress á Snædísi, en ég treysti henni algjörlega fyrir því. Ég féll fyrir fyrsta kjólnum sem hún sýndi mér en hann er pastelbleikur með örlitlum gylltum detailum. Efnið er þrusu gott en ég finn á mér að þessi kjóll rjúki út. Snædís verður í pastelbleikum sokkum sem ná upp að hnjám & með gyllta stóra slaufu, en Linnea sagði basically “go big or go home“… og ég bara hlýddi. Ég hlakka svo til að setja hana í þetta fallega jóladress.

Ég fór aldeilis ekki tómhent heim, en peysan og buxurnar frá Kongens Slojd eru heavenly.. svei mér þá, maður er að eignast barn á réttum tíma. Það er svo ótrúlega mikið af fallegum barnafötum og vörum í boði að mér finnst úrvalið endalaust.

Kjóll 1 Snædísar jólakjóll
Kjóll 2 (ekki á mynd en hann er eins og Snædísar jólakjóll en án kraga)
Hnésíðir sokkar frá Cóndor
Slaufa frá Milledeux

Peysa frá Kongens Slojd
Buxur frá Kongens Slojd

Takk kærlega fyrir mig Linnea og Lena. Þessi búð er svo ótrúlega falleg að hún er mjög hættuleg fyrir foreldra. Ekki nóg með það að fötin eru æði, þá langar manni líka að decorate-a herbergið hjá barninu upp á nýtt… sem sagt stórhættuleg búð… (“.)


Stofan: Koníakslituð pulla

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Unz

    17. December 2017

    Sorry er bara of ant um litla tungumálið okkar til að leiðrétta ekki. Það er ekki talað um hnésíða sokka því þeir togast upp á leggina. Kjólar og pils eru hnésíðir því sídd á við um eitthvað sem hangir að ofan, eins og t.d pils, dúka og gluggatjöld. Réttara er að tala um hnéháa sokka. En gott að vita hvar þannig fást. :)

    • Karen Lind

      18. December 2017

      Roger!

      Takk fyrir leiðrettinguna.. og algjörlega rétt. Ég var greinilega utan við mig því það er alveg út úr kú að skrifa hnésíðir :-)