fbpx

Jól 2013

PERSÓNULEGT

Kæru lesendur..

Ég vona að allir sem lesi bloggið mitt muni eiga gleðileg jól. Eins að allir eiga fjölskyldu eða vini til að eyða hátíðunum með, án þeirra eru jólin tómleg.

Dýrar og öfgafullar jólagjafir er eitthvað sem ég þekki ekki, sem betur fer. Ég var alin upp við meðalhóf og verð ég foreldrum mínum ævinlega þakklát fyrir það. Það var vissulega erfitt að sjá jafnaldra fá mun dýrari og meiri gjafir en ég, en mamma endurtók sig ár eftir ár “Það skiptir meira máli að vera saman, njóta jólanna og fjölskyldunnar, heldur en að fá dýrar gjafir”. Þetta heyrði ég frá því ég var lítil og ég hef tekið þessi orð með mér inn í lífið. Ef ég verð svo lánsöm að eignast barn, fær það krútt að alast upp við slíkt hið sama.

jol

Árið 2013 var erfiðasta árið mitt til þessa.. bróðir minn flutti erlendis, þá 16 ára. Mér þótti það ofsalega erfitt enda við náin og órjúfanlegur kærleikur á milli okkar. Í maí fengum við fjölskyldan hræðilegt símtal og við tóku þungir og erfiðir dagar, daglegar heimsóknir á gjörgæslu, spítala og að lokum Grensás. Um mitt sumar flytur mamma til bróður míns og það var auðvitað erfitt líka.

En núna eru allir komnir heim.. og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég þarf ekkert meira..

Jólakveðjur til ykkar, ég vona að ykkur líði vel í hjartanu..

xxx

karen

Henda eða halda: 2014

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. LV

  24. December 2013

  Gleðilega hátíð og takk fyrir bloggárið, vona að árið 2014 verði þér betra :)

  -LV

 2. Karen Lind

  24. December 2013

  Sömuleiðis – takk fyrir öll kommentin, það væri bara hálf tómlegt án þín :-)

 3. Sara Björg

  24. December 2013

  Gleðilega hátíð elsku Karen. Vona að þú og þínir hafið það gott og þið njótið stundanna saman :)
  Hlakka til að halda áfram að lesa bloggið þitt á nýju ári!
  Faðmlag og kær kveðja
  Sara Björg

 4. Kristín Valsdóttir

  25. December 2013

  Ó hvað ég er sammála þér með jólagjafirnar. Hjá mörgum er þessi hátíð farin að snúast einungis um gjafirnar og að þær séu nógu flottar og dýrar! Það er svo miklu mikilvægara að njóta þess að vera saman og eiga góðar stundir.
  Í ár ákvað ég að gefa allan þann pening sem ég fékk í staðinn fyrir að þiggja jólagjafir til kvennaathvarfsins, þar fara peningarnir í eitthvað miklu mikilvægara en nýja skó eða eitthvað dót sem mig vantar bara ekki neitt!

  Annars óska ég þér gleðilegra jóla og farsældar og nýju ári, takk fyrir æðislegt blogg og ég hlakka til að fylgjast með á nýju ári!!

  Jólakveðja Kristín :)

 5. Alexandra

  25. December 2013

  Gleðileg jól Karen :) Hjartanlega sammála því sem stendur í þessum pistli! Þú ert greinilega afskaplega vel upp alin :)

 6. Ingveldur

  25. December 2013

  Þú ert yndisleg <3

 7. Jóna

  25. December 2013

  Var einmitt alin upp við mjög hófsamar jólagjafir, og við vorum einmitt að ræða þetta í minni fjölskyldu með þessar hófsömu gjafir hér vs öfgafullar gjafir og í minningunni var það yfirleitt ég sem mætti hamingjusömust og þakklàtust í skólann eftir jólafrí en ekki börnin með dýru gjafirnar.
  Oft er það líla þannig að börnin eru oft ekki að biðja um dýrar gjafir, verðgildir skiptir þau engu màli ef þau eru ànægð með gjafirnar. Yfirleitt eru þetta foreldrarnir sem finnst þeir þurfa að svala einhverru þörf hjà sér með dýrum gjöfum

 8. Heiða Birna

  25. December 2013

  Alveg rétt hjá þér elsku Karen mín!
  Þú ert alltaf með hjartað á réttum stað vinkona..
  Love you <3

 9. berglind ó.

  26. December 2013

  Ég er sammála Heiðu þú ert alltaf með hjartað á réttum stað. Þú kannt svo sannarlega að gleðja fólk með nærveru þinni og endalausum bröndurum. Knús á fjölskylduna þína og njótið jólanna saman! Love u