Karen Lind

Í uppáhaldi: Snuggle Nest

BARNAVÖRUR

Ég skrifaði um Snuggle nest þegar ég var ófrísk, en mig dauðlangaði að eignast það fyrir dúlluna mína. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun en þetta “rúm” er stórkostlegt ef ég á að lýsa því einhvern veginn. Það smellpassar í vögguna og því finnst mér vaggann extra kósí fyrir hana. Núna er ég til dæmis með rúmið upp á borðstofuborði á meðan ég skrifa þessa færslu, og hún sefur. Eins er það á milli okkar upp í rúmi á nóttunni. Það fer líka með í heimsókn því það er hægt að brjóta það saman og festa með frönskum rennilás. Það nýtist mér og okkur á svo ótrúlega marga vegu að ég get ekki annað en mælt með því. Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að hafa hana í nestinu því hún getur ómögulega rúllað sér úr því. Þar sem hliðarveggir rúmsins eru úr neti er auðvelt að anda í gegnum þá, það róar mig líka því hún er eins og ormur og er yfirleitt klesst upp við þá. Svo er líka í boði að hafa upphækkun undir höfðinu sem er mikilvæg (ljósmæðurnar töluðu um það). Og það sem er í allra mesta uppáhaldi hjá henni er “White Noise” hljóðið en það er hægt að spila það á fimm mismunandi hljóðstyrkjum ásamt vögguvísu. White noise eða jafnsuð svæfir hana um leið.. það er hálf ótrúlegt.. augun lygnast aftur og hún er dottin í svefn stuttu síðar. Svo er dýnan vatnsheld og auðvelt er að taka allt efni af bæði dýnunni og rúminu og þrífa það.

screen-shot-2016-12-04-at-3-05-26-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-05-34-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-05-45-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-05-57-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-07-07-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-07-15-pm

Svo gáfu eigendur Húsgagnaheimilisins okkur þetta teppi frá SKIP*HOP. Þetta er albesta teppið sem við eigum og það eru nokkrar ástæður fyrir því. Ég væri til í að eiga ca. fjögur svona teppi því ég er hlaupandi út um allt hús að leita af því (brjóstaþokan eða þreytan er að ganga frá mér)… svona án gríns, þá er ég leitandi allan daginn af hlutum þrátt fyrir að heimili mitt sé ekki fullt af dóti.. “hvar er snuðið, hvar er taubleian, hvar er teppið”.. kannist þið við þetta?

En allavega, teppið er mjög létt en hlýtt, það er teygjanlegt og því mjög gott að vefja henni inn í það. Það er þunnt og fyrirferðalítið..  Æ, þetta er svona sama tilfinning og þegar maður á uppáhalds bol sem er úr góðu efni.

Húsgagnaheimilið er troðfullt af vörum fyrir börn.. ég fékk líka skiptiborðið okkar þar sem er líka mjög praktísk lausn því ég vildi alls ekki vera með sér skiptiborð. Sýni ykkur það betur síðar :)

Húsgagnaheimilið á Facebook
Husgogn.is

karenlind1

Munum dagbókin 2017

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Eva

  5. December 2016

  Sniðugt! Er að skoða Snuggle Nest á netinu núna… hvaða týpu keyptir þú? Er þetta það sem heitir Silver Clouds? x

  • Karen Lind

   5. December 2016

   Hmm.. mitt er allavega grátt með skýjum á :) Þekki ekki heitið á litnum. Það var tvennt í boði minnir mig.

   • Ragnhildur

    6. December 2016

    Er þetta þá XL týpan? :)

    • Karen Lind

     6. December 2016

     Já, ég get samt alveg trúað að hin sé líka góð – gott að hafa op neðst :)