Karen Lind

Part I: Hurðargöt og sólbekkir

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Þvílík forréttindi að vera kvenmaður í framkvæmdum… Ég kann allavega ekkert af því sem hefur verið þegar gert og ætli ég sé ekki næst tiltæk þegar það á að fara mála vegga. Ég er nú alveg til í að gera allt sem ég get en þetta er svona í grófari kantinum. Það sem hefur verið gert nú þegar er:

Sólbekkir hafa verið fjarlægðir úr öllum gluggum nema svefnherbergjum.
Allt gólfefni hefur verið fjarlægt
40-50 ára gamalt teppi fjarlægt af stiga (þvílíkt vesen).
Innréttingar í eldhúsi og baðherbergi fjarlægðar
Hurðar fjarlægðar
Fræst fyrir hita í gólfi
Hiti lagður í gólf
Ofnar fjarlægðir (nema úr herbergjum).
Búið að fleyta yfir gólf
Hurðargöt stækkuð

Screen Shot 2016-04-08 at 12.14.43 PM

Svona leit þetta út fyrir.

12969352_10209047818254856_1348396964_n12980644_10209047818334858_133163301_n (1)

Hurðargatið stækkað ansi mikið. Við vildum að opin sem liggja þarna hlið við hlið væru jafn stór. Við héldum 20-35 cm bita (man ekki hve mikið) frá lofti til að aðskilja rýmin með einhverjum hætti. Þó er eitt gatið sem verður tekið alveg upp en ég sýni ykkur það þegar að því kemur.

12966671_10209047817974849_2038656369_n (1)
Þarna er gengið inn í svefnherbergisálmuna. Okkur fannst verða að opna það rými. Þetta op er jafn stórt og hin tvö á fyrri myndinni.

12968723_10209047818054851_555403463_n (1)
Þvílík sóðavinna.

12966714_10209047818694867_1879185808_n

Svona lítur þetta út núna.. og mér líður eins og það séu fimm hundruð ár í að þetta verði tilbúið.

12980505_10209047853735743_1391209890_n

Þvílíkur munur. Ég vona að þetta verði jafn flott og ég sé fyrir mér.

12965958_10209047818614865_1095031841_n

Gavuð, ég elska þessi stóru hurðargöt. Reyndar á eftir að taka ofninn niður þarna inni á gangi. Hann fer fljótlega :o) Ég er alltaf aðeins að bæta í listann… fyrst ætluðum við bara að hafa hita í eldhús- og stofugólfi. En svo finnst mér þessir ofnar alveg ofsalega ljótir og á áberandi stað og því bættum við við forstofunni og svefnherbergisálmunni.

Nú erum við að skoða gólfefni. Það skiptir ofsalega miklu máli að fara milli verslana og fá tilboð. Það er svo margt í boði og möguleikarnir endalausir. Sölumennirnir reyna allir að telja manni trú um að sitt sé það besta og fussa og sveia yfir því sem aðrir segja. Þannig ég segi að smá rannsóknarvinna skaðar engan í svona framkvæmdum.

Þetta er staðan… þangað til næst!

karenlind

Nóg að gera framundan

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anonymous

    8. April 2016

    Mikið er ég glöð að þú ákvaðst að deila framkvæmdunum með okkur! Og framska hurðin sem þú talaðir um í síðustu færslu, draumur