fbpx

Heitustu vetrarskórnir

SKÓR

Ég hef haft augastað á “duck boots” í einhvern tíma en ekki látið verða að því að kaupa mér par. Ég er voðalega hrifin af svona Lumber Jack klæðnaði, þá fyrir bæði kynin.. og þessir skór hnýta það lúkk saman nokkuð vel. Ég átti umræður um þessa skó við vinkonu mína um daginn, en ég var ákveðin í því að kaupa mér þá frá Sperry (eins og sumir vita er ég mikill Sperry aðdáandi). Vinkona mín hélt sko aldeilis ekki, hún benti mér góðfúslega á að L.L. Bean væru aðalmálið og að allt annað væri eftirlíking af þeim hvað varðar útlit og gæði. Hún náði alveg að sannfæra mig, enda vil ég ekki lengur að kaupa mér fatnað sem endist stutt og fer fljótt í ruslið. Það er mikill sparnaður í því að velja klæðin sín vel, og kaupa sér eitthvað fallegt mun sjaldnar. Ekki það, ég er handviss um að Sperry skórnir séu þrusugóðir… enda toppmerki. En það er eitthvað við útlit L.L. Bean skónna sem mér finnst flottara.

 

Hér að ofan má sjá L.L. Bean skóna.

 

Hér að ofan má sjá Sperry skóna.

Miðað við einkunnagjöf notenda er L.L. Bean að skora hærra og því eflaust eitthvað til í því sem vinkona mín sagði. Verðið er líka eilítið hærra en verðmunurinn er ekki það mikill að það skipti öllu máli. Skórnir eru hlýir og vatnsheldir og parast skemmtilega við grófa sokka sem standa jafnvel aðeins upp úr. Ég sé Farmers Market sokka alveg fyrir mér… stóran og mikinn trefil, flott vesti, grófa peysu og gallabuxur sem dæmi.

L.L. Bean Duck Boots
Sperry Duck Boots

karenlind1

Vinadagar Scintilla 12. - 13. september

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

 1. Halldóra

  15. September 2016

  Vá flottir! Fást þeir á Íslandi?

  • Karen Lind

   15. September 2016

   Allavega ekki Sperry eða L.L. Bean.. mögulega aðrar tegundir? Ég er bara ekki viss…