fbpx

Heimsókn

PERSÓNULEGT

Ég fór í mjög óvænta heimsókn í dag. Ég átti leið í Bónus og sá þá Sigrúnu og Bjarna fyrir utan.. Ég þekki þau ekkert prívat og persónulega, en hef alltaf spjallað við þau þegar ég sé þau. Síðast hitti ég þau í Kolaportinu í sumar.

Við skutluðumst út í Olís & þaðan heim til þeirra. Mig langaði svo mikið að kíkja í heimsókn og ég spurði því bara hvort ég mætti ekki kíkja aðeins á þau.. ég var sko meira en velkomin.

Ég var hjá þeim í þrjú korter.. og það var alveg ótrúlega gaman að fá að kynnast þeim og sjá hvernig þau lifa. Þau sögðu mér að uppáhaldslagið þeirra væri “I don’t like your style” með Baraflokknum. Það var búið að ganga illa síðastliðna daga að tengja tölvuna & hátalarana… svo ég reyndi eitthvað að hjálpa þeim og það gekk undir lokin… og svo endaði ég á smá youtube kennslu.

1467353_10202406100696068_2007594692_n

Sigrún sagði mér að hún hafi verið í DV síðasta sumar… en hún var ekkert voðalega sátt með fyrirsögnina því þar stóð “Fólkið sem er á götunni”. Hún hefur ekki búið á götunni í 5 ár og krotaði því yfir “er” í fyrirsögninni og skrifaði “var” í staðinn.

Þau spurðu mig hvort það væri ekki í góðu að þau tækju eina mynd af okkur saman í Webcam – jú jú, ekkert mál.. það var bara gaman.

e933efac9eea58566bff510c06cede86

Sigrún og félagar hennar.. Óli Pétur (í miðjunni) verður jarðsettur á morgun.

Ég get nú ekki sagt annað en að dagurinn hafi komið mér á óvart… Ég sagðist ætla að reyna að redda þeim rúmi því þeirra var brotið – sjáum hvernig það fer :-)

Ef einhver á tvíbreitt rúm þá væri frábært ef sá aðili gæti heyrt í mér = karenlind@trendnet.is

UPPFÆRT: Ég er komin með fjögur rúm! Frábært… takk big time.

karen

Lululemon Athletica

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Hulda M

    14. November 2013

    Vá ert ekkert smá hjartahlý og góð!
    Fleiri mættu taka þig til fyrirmyndar :)

  2. Alexandra

    14. November 2013

    þú ert svo yfirdrifið yndislega elsku karen :) vonandi tekst þér að finna rúm!

  3. Kristrún

    15. November 2013

    Sindri Sindrason ætti að taka þig til fyrirmyndar.

    • Karen Lind

      15. November 2013

      Ha, hvernig þa? Gaman að heyra :-) Áttu ekki annars við fréttamanninn?

      • Kristrún

        15. November 2013

        Haha nei bara smá skot á þættina hans Heimsókn, svolítið annað snið á þeim heimsóknum ;)

        • Karen Lind

          15. November 2013

          Hahahah va misskildi þig, fannst standa ætlar að taka þig til fyrirmyndar… :-)

  4. Anna

    15. November 2013

    Vá hvað þetta er frábært hjá þér!

  5. bryndís

    15. November 2013

    hvernig æxlðist það samt að þú gafst þig á tal við þau ? ( alls ekki að meina þetta á hneikslanlegan hátt) bara spa hvort þú hafir bara byrjað að spjalla því þú sást þáttin eða því þú sást að þau áttu um sárt að binda? Mátt endilega segja meira frá þessu finnst þetta virkilega áhugavert og flott framtak hjá þer !

  6. Halla Björg

    16. November 2013

    Thù ert svo ótrúlega góđ sál elsku Karen. Alveg yndislegt ađ lesa svona færslur eftir thig :)

  7. Hildur Mist

    16. November 2013

    Þú ert flottasti bloggari landsins og með einstaklega fallegt og stórt hjarta. Vá hvað mér finnst þú kúl.
    Keep up the good work :)