Nokkrar myndir frá mínum síðustu dögum! Ég geri lítið annað en að læra og hreyfa mig, svo myndaval er fremur ófjölbreytt :)
Ég fór á æfingu í hádeginu og lyfti fætur. Alltaf tekst mér að fá hellur fyrir eyrun á þeim æfingum, en það er m.a. merki um áreynslu svo það er góðs viti. Þessi bleiki bolti er lífið og nær til staða sem foam rúllan nær ekki til. Ég fékk einn svona bolta gefins fyrir um ári síðan á Crossfit-móti en í flutningunum hefur honum tekist að skoppa í burtu og týnast (ég kenni boltanum um, ekki mér). Ég varð að kaupa mér annan, og fékk þennan í Hreysti í Skeifunni á 1495 kr í.
Ljúft.. spínat, egg, festaostur og balsamik edik gljái.
Hughreystandi umbúðir hjá Lifandi Markaði. Öll þessi plastnotkun og plastframleiðsla fer með mig. Annars sá ég að Gula þruman er komin í kælinn í Lifandi Markaði. Mig minnir endilega að það hafi verið lífrænn appelsínusafi, mangó, kókos og eitthvað fleira í henni. Hljómaði vel!
Uppáhalds blandan í smoothie!
… Slender Sticks með nýrri bragðtegund. Ofsalega góð… mörgum finnst þessi bragðtegund vera sú besta!
… ég kaupi yfirleitt þessar ódýru appelsínur til að pressa í safana. Finnst þær bara alveg jafn góðar og hinar :)
Gulrótarsafi og lágkolvetnabananabrauð :)
Ommeletta í umferðinni.
Ég fékk þetta fína Polar Loop úr um daginn. Ég sá þá svart á hvítu hvað viðveran á bókasafninu gerði mér lítinn sem engan greiða. Úrið virkar mjög hvetjandi á mig því ég sé nákvæmlega hvar ég stend hvað varðar markmið dagsins. Stundum hef ég setið of mikið og þar af leiðandi hef ég farið í langar göngur á kvöldin til að ná markmiði dagsins (þá sést goal á skjánum). Eitt kvöldið var ég hoppandi og skoppandi um í rúminu því ég hafði aðeins nokkrar mínútur til stefnu áður en klukkan myndi slá 00:00. Davíð horfði á mig og sagði hreint út “Guð minn góður, það er eitthvað að þér”.. hahaha… Metnaðurinn að drepa mann… eða kannski úrið að drepa mann?
Þessi duftbréf hafa reddað mér frá súrum dögum á bókasafninu… ég vil ekki drekka kaffi eða gosdrykki og því eru Slender Sticks duftbréfin mjög hentug fyrir mig. Ég byrjaði fyrst að drekka kaffi í fyrra, þá 28 ára, og drakk kannski kaffi svona einu sinni í mánuði. Svo tók ég ákvörðun í janúar á þessu ári að ég myndi losa mig við kaffidrykkju fyrir fullt og allt. Þegar maður hefur lítið til að grípa í finnst mér snilld að geta bragðbætt vatnið mitt með Slender Sticks.
.. en annars langar mig að segja ykkur að ég er ekki enn byrjuð í einkaþjálfuninni. Dagskráin í ÍAK skólanum breyttist eilítið og ég byrja í þjálfun hjá Tinnu Rún þann 21. apríl næstkomandi. Núna æfi ég daglega ein, sem mér finnst alveg þrusufínt. Ég verð vonandi komin á gott ról þegar þjálfunin hefst, þetta tekur nefnilega alveg sinn tíma. Ég finn að styrkurinn er allur að koma tilbaka en vöðvaþolið er ekki jafn gott. Einn dagur í einu.. :)
Skrifa Innlegg