fbpx

Hazy grey

BARNAVÖRUR

Vinkonur mínar gáfu okkur Tripp Trapp stól en við ákváðum að gefa hvor annarri þannig stól með fyrsta barn. Við keyptum ungbarnasætið líka, en það er fyrir 0-6 mánaða börn. Ungbarnasætið hefur nýst mér og okkur svo ótrúlega vel og ég hefði ekki, sko alls ekki, viljað sleppt þeim kaupum. Það léttir á svo miklu.. en aðal kostur þess er að hafa hana í minni hæð. Hún nær að fylgjast með öllu og líður þar af leiðandi vel. Ég gef ungbarnasætinu fullt hús stiga.. en ég mæli frekar með sæti sem er með stuðningspúðum fyrir höfuðið á beislinu (sjá myndir). Með stólnum fylgir stöng (þessi hvíta) sem maður festir á stólinn.. það er hægt að hengja hvaða dót sem er á hana. Vert er að taka það fram að ungbarnasætið fer aðeins við Tripp Trapp stóla sem eru framleiddir eftir júnímánuð árið 2008.

Svo elska ég litinn sem ég valdi… Hazy Grey… en stóllinn er bæsaður í gráum lit. Ég er að vonast til að það sjáist minna á honum en þeim sem eru sprautaðir vegna hreyfingarinnar í viðnum.

Get ekki annað en mælt með þessu sæti alveg fram í fingurgóma. Ég keypti ýmsa aðra fylgihluti með.. en allt keypti ég á mothercare.co.uk og lét senda til fjölskyldumeðlims þegar hann bjó í Englandi. Ég ákvað að kaupa allt úti.. en í dag er verðið orðið nánast svipað hér heima svo það er eflaust ákjósanlegra að versla heima og spara sér vesenið. Þeir eru til í Epal.

Stóll: Hazy Grey
Ungbarnasæti: Í beige lit.
Uglan: Keypt í Kanada
Froskur – naghringur: Frá MAM fyrir fjögurra mánaða

 

Undur og stórmerki..

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Asdís

    19. April 2017

    Á netinu hjá Stokke framleiðanda (trippTrapp) stendur að ungbarnasætið passi í stóla frá árinu 2003. Er buin að skoða þetta mikið sjalf því eg er með stól frá 2006 og ungbarnasæti við :)

    • Karen Lind

      20. April 2017

      Heyrðu ok takk fyrir ábendinguna… ég las á annarri síðu að það væri 2008… ég breyti þessu :)

  2. Kata

    21. April 2017

    Alltaf gaman að sjá færslu frá þér Karen enda ertu uppáhaldsbloggarinn minn hér inná og nú enn meir eftir að þú sjálf varst móðir. Finnst þú svo relatable og ekta!

    • Karen Lind

      22. April 2017

      Æ ég fæ nú bara smá sting í hjartað… takk fyrir falleg orð <3