Góða hirðinn heimsæki ég af og til.. yfirleitt geng ég tómhent út en það kemur fyrir að ég finni einn og einn hlut. Í fyrra sumar keypti ég vasann sem sést á myndinni fyrir klink en mér finnst hann alveg outstanding flottur. Hann er veglegur.. frekar þungur og svo lúkkar hann mjög hrár. Önnur hlið vasans, eða sú sem sést hér að neðan er brúnleit en hin hliðin er örlítið út í grátt.. ég sný honum við öðru hvoru upp á tilbreytinguna.
Kertastjakann keypti ég nýlega í Boston.. í Marshalls. Hann er úr nautshorni en endi þess er skorinn af. Það voru tveir stjakar í hillunni og ég sé svo eftir því að hafa ekki gripið hinn með. Ég ákvað að taka bara annan þeirra þar sem mér fannst hann svo massívur… en æ, ég gat nú alveg splæst í hinn líka… hann kostaði nú bara 12$.
Það er fátt skemmtilegra en að gera flott kjarakaup í búðum sem þessum.. Ég elska Marshalls.. eins og þið vitið :)
Skrifa Innlegg