fbpx

Hádegismatur

HEILSUDRYKKIRHOLLUSTA

Sofnuð fyrir miðnætt og vöknuð 7:50 í morgun. Tók inn vítamínin og fékk mér ab-mjólk með Havre-Fras koddum.. Kl. 10 fór ég í 90 mínútna spinningtíma – ég taldi það tæpt að ég gæti meikað allan tímann enda ekki farið í spinning í svona 1 og ½ ár (jú, kannski 3-6x). Spinningformið er langt í frá að vera á þeim kalíber sem það var.. en ég kom sjálfri mér á óvart og kláraði tímann! Ég gat eflaust klárað tímann því undanfarna daga/vikur hef ég borðað léttan, hreinan og hollan mat. Það skiptir gífurlegu máli þegar kemur að hreyfingu. Allavega, ég var hrikalega búin á því þegar 15 mínútur voru eftir, og ákvað þá bara að spinna sitjandi í gegnum eitt lagið í staðinn.. annars hefði ég mögulega endað í gólfinu!

Hungur- og þreytuverkir helltust yfir mig um leið og ég kom heim. Ég útbjó ofsalega góðan smoothie drykk og fékk mér maísköku með.

IMG_3772

IMG_3789IMG_3795

Maískex:
Kotasæla
Hummus 
Avókadó

Smoothie:
200 ml. eplasafi frá Beutelsbacher
1 dl. kókosvatn
Nokkrir frosnir mangóbitar
Nokkur frosin jarðarber
Handfylli af spínat
½ kreist sítróna
½ kreist lime
1 tsk. Fruit & Greens frá NOW

Smoothie-inn var einstaklega ferskur og líka eilítið súr.. þó ekki það súr að ég fengi klígjur! Ég hef aldrei notað eplasafann frá Beutelsbacher áður en það er klárt mál að ég muni að nota hann meira.

Góða helgi öll sömul!

karenlind

MCM bakpokar

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Berglind Hermannsdóttir

  9. February 2014

  Hæhæ!
  Heyrðu mig langaði svo að spyrja þig hvaða hummus þau kaupir eða hvort þú gerir hann sjálf og þá hvernig? :)

  • Karen Lind

   9. February 2014

   Ég hef prófað svo marga… og ég er hrifnust af hummusnum frá “Í einum grænum” en þeir selja hann bæði í Krónunni og Bónus. Svo finnst mér þessir frá Lifandi Markaði líka æði, en þeir eru “spari” enda töluvert dýrari :) Ég var samt að fá töfrasprota og langar að fara gera mína eigin!

 2. Harpa

  10. February 2014

  Var að enda við að gera drykkinn!, Mjög góður, verður klárlega uppáhalds núna !, ég átti reyndar ekki fruit and greens frá now, en er eitthvað bragð af því ?:)

  • Karen Lind

   10. February 2014

   Já, það er bragð af því.. nokkurs konar berjabragð :-) Það er virkilega gott og bragðbætir á skemmtilegan máta.