Karen Lind

Grammys 2015: Beyoncé

BEYONCÉ

Ég hélt mér vakandi til að verða þrjú í nótt yfir Grammy verðlaununum en þá gafst ég upp. Ég var heldur betur vonsvikin að Beyoncé hafi ekki unnið bestu plötu ársins en viðurkenni þó að hafa ekki hlustað á nema eitt lag af plötu Becks sem heitir Morning Phase, en það var einmitt hann sem hreppti fyrrnefnd verðlaun. Beyoncé vann þó til þriggja Grammy verðlauna, Best R&B Performance, Best R&B Song og að lokum Best Surround Album. Í heildina hefur hún unnið 20 Grammy verðlaun og verið tilnefnd 53 sinnum. Hún situr þá í öðru sæti yfir “Most Grammys won by female artist” en í fyrsta sæti er Alison Krauss með 27 Grammy verðlaun.

Beyoncé flutti einnig lagið “Take My Hand, Precious Lord” sem var í uppáhaldi hjá Martin Luther King. Hún er alltaf jafn glæsileg, og jafnvel enn fallegri með svona látlausa förðun.

Screen Shot 2015-02-09 at 2.11.06 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.24.52 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.25.14 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.25.29 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.25.47 PM

Kjóll: Proenza Schouler
Skór: Balenciaga
Skart: Lorraine Schwartz

Screen Shot 2015-02-09 at 2.32.26 PM

Kjóll: Balmain
Skór: Fendi
Skart: Lorraine Schwartz

Screen Shot 2015-02-09 at 2.32.52 PM

Kjóll: Roberto Cavalli
Skór: Tom Ford
Slá: Amato
Hálsmen: Monique Pean, Messika

karenlind

Hunter Deepsea Backpack

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  9. February 2015

  1. Hún er æði. 2. Hver er Alison Krauss?:O 3. Í hverju er Kim og Kanye? Náttfötum….

 2. Agla

  9. February 2015

  Finnst líka best að Kanye hafi verið á leiðinni upp á svið þegar Beck vann til að taka sama leik og hann tók á Taylor Swift 2009! :)

  Ekki ertu með link á performance-ið hennar ? Youtube hendir öllum linkum út jafnóðum :(

  Svana, náttkjólar og sporty er í tísku!! Hohoho

 3. Lilja Guðný

  10. February 2015

  Okei, lol á það hversu vel Jay Z er rakaður á leggjunum og að hann sé ekki í sokkum. Tapar nokkrum kúlstigum hjá mér þar..