fbpx

Gleðjum lítil hjörtu

TILKYNNINGAR

Ég gaf þrjá sæta pakka undir jólatréð í Smáralind í dag. Ég vona að flestir geri slíkt hið sama.. ég á bágt með að ímynda mér Snædísi ekki fá jólagjöf þegar hún eldist og hefur vit fyrir því. Það er svo ömurleg tilhugsun.. ekkert nema tómarúm og tómahljóð. Það má ekkert barn upplifa & ég vona svo innilega að þið getið gefið eitthvað fallegt undir tréð.

Ég var beðin að vekja athygli á þessu málefni og auðvitað vildi ég það. Það besta sem við gerum er að vera vinaleg. Hjálpsöm. Mér finnst þetta frábær leið til að gefa af sér um jólin.. að gleðja lítið hjarta.

Tekið er á móti gjöfum til 21. desember. Merkimiðar og gjafapappír er ókeypis ef þú kýst að pakka á staðnum. Ef þú tekur þátt í ár, máttu endilega ýta á hjartað hér að neðan.. ♡

Babyshower: Hugmynd að gjöf

Skrifa Innlegg