fbpx

Fóta- og rassæfing með Valslides

ÆFING DAGSINS

Tinna Rún sýnir okkur fótaæfingu með Valslides að þessu sinni. Æfingin tekur vel á, þá bæði lærvöðvum sem og rassvöðvum, enda hvorugur fótur í hvíldarstöðu á meðan æfing er framkvæmd og því eru vöðvar spenntir allan tímann. Mikilvægt er að horfa á myndbandið til að sjá hvernig æfingin er – myndirnar útskýra hreyfinguna ekki nægilega vel.

IMG_0722

IMG_0732

IMG_0731

IMG_0733

IMG_0736

IMG_0738

Hafið eftirfarandi í huga:

-Fætur eru aldrei í hvíldarstöðu (sjá myndband).
-Verið bein í baki, gætið þess að missa ekki bakstöðu þegar þið farið í framstigsstöðu.
-Ekki missa hné fyrir framan tær. Það er reyndar í lagi að fara eilítið fram fyrir tærnar – farið bara sparlega með það.
-Til að missa ekki rétta líkamsstöðu þarf að spenna kviðvöðva vel. 
-Haldið lófum í ca. beinni línu út frá öxlum. Hendur þurfa ekki að vera beinar (sjá myndir).
-Gott er að spenna greipar upp á jafnvægi og óþarfa handahreyfingar.
-Fyrir lengra komna mæli ég með að stoppa í framstigsstöðu í 2-3 sekúndur. Einnig er hægt að stoppa í upphafsstöðu í 2-3 sekúndur. 
-Farið eins langt niður og þið ráðið við. Sama á við um hringhreyfinguna, gerið þá hreyfingu sem þið ráðið við. Til að meta hve langt þið komist er alltaf gott að horfa í spegil og skoða líkamsstöðuna. Mikilvægast er að halda henni réttri til að koma í veg fyrir meiðsli og annað slíkt.
-Ef þú átt ekki Valslides má alltaf nota litla pappadiska í staðinn.

Fyrir áhugasama bendi ég á að hægt er að kaupa Valslides hér. Ég keypti mína á amazon á ca. 30$. Ég mun fjalla meira um Valslides á næstunni.

Toppur: Under Armour
Buxur: lululemon athletica
Skór: Nike free training

Takk fyrir þetta Tinna Rún :-)

karen

Very Sexy - Cologne for him

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Karitas

    22. November 2013

    Flott æfing, líka hægt að nota tusku eða hvaða efni sem er :) Gaman að fá hugmyndir að nýjum æfingum og æðislegt að fá myndböndin! Takk fyrir flotta síðu.

  2. Berglind

    22. November 2013

    Buxurnar hennar (eða leggings) eru sjúkt flottar! Geturu sagt mér hvaða merki þær eru? Flott æfing, hlakka til að prófa! :)