Tinna Rún sýnir okkur fótaæfingu með Valslides að þessu sinni. Æfingin tekur vel á, þá bæði lærvöðvum sem og rassvöðvum, enda hvorugur fótur í hvíldarstöðu á meðan æfing er framkvæmd og því eru vöðvar spenntir allan tímann. Mikilvægt er að horfa á myndbandið til að sjá hvernig æfingin er – myndirnar útskýra hreyfinguna ekki nægilega vel.
–
Hafið eftirfarandi í huga:
-Fætur eru aldrei í hvíldarstöðu (sjá myndband).
-Verið bein í baki, gætið þess að missa ekki bakstöðu þegar þið farið í framstigsstöðu.
-Ekki missa hné fyrir framan tær. Það er reyndar í lagi að fara eilítið fram fyrir tærnar – farið bara sparlega með það.
-Til að missa ekki rétta líkamsstöðu þarf að spenna kviðvöðva vel.
-Haldið lófum í ca. beinni línu út frá öxlum. Hendur þurfa ekki að vera beinar (sjá myndir).
-Gott er að spenna greipar upp á jafnvægi og óþarfa handahreyfingar.
-Fyrir lengra komna mæli ég með að stoppa í framstigsstöðu í 2-3 sekúndur. Einnig er hægt að stoppa í upphafsstöðu í 2-3 sekúndur.
-Farið eins langt niður og þið ráðið við. Sama á við um hringhreyfinguna, gerið þá hreyfingu sem þið ráðið við. Til að meta hve langt þið komist er alltaf gott að horfa í spegil og skoða líkamsstöðuna. Mikilvægast er að halda henni réttri til að koma í veg fyrir meiðsli og annað slíkt.
-Ef þú átt ekki Valslides má alltaf nota litla pappadiska í staðinn.
Fyrir áhugasama bendi ég á að hægt er að kaupa Valslides hér. Ég keypti mína á amazon á ca. 30$. Ég mun fjalla meira um Valslides á næstunni.
Toppur: Under Armour
Buxur: lululemon athletica
Skór: Nike free training
Takk fyrir þetta Tinna Rún :-)
Skrifa Innlegg