Ef þig langar að fara í verslunarmiðstöð með einhvers konar dýragarði, vatnsleikjagarði, átta hundruð búðum og einhverju fleira mæli ég með heimsókn til Edmonton í Kanada. Ég hef aldrei séð annað eins. Við stöllurnar komumst ekki yfir herlegheitin, enda aldrei markmiðið að fara að versla, og eiginlega enginn áhugi fyrir því. Mig rétt langaði að fara í Target, Winners og eina barnabúð.
Greyið selurinn. Hvert er réttlætið í þessu?
OXO ílátin eru alltaf til í Bed, Bath and Beyond. Mig langar ennþá í þessi með ryðfríu stállokunum. Það kemur að því.. :-)
Ég reyni alltaf að eiga Aunt Jemima pönnukökuhráefni og sýróp í skápunum. Gerist ekki betra!
Keypti sitt lítið af hverju.. varaliturinn er frá Maybelline og hann er æðislegur (#410 Blissfull Cherry). Eins held ég mikið upp á þennan sanseraða kinnalit, hann kemur sérstaklega vel út yfir sumartímann. Ég keypti einnig ferskjulitaðan kinnalit frá Sonia Kashuk og prófaði hann í gær, hann fær hæstu einkunn. Real Techniques burstinn er fyrir mömmu. Þessir burstar eru æðislegir og ég mæli með þeim alla leið.
Íste frá Teavana. Þeir selja lífrænt te sem inniheldur engin rotvarnarefni og þess háttar. Mikið var þetta gott!
Himneskt. Ég keypti Earl Grey te handa mömmu.. hún er yfir sig hrifin af tei.
.. og svo keypti ég tvo hálfpotta sem líta út eins og mjólkurfernur. Þær eru úr gleri eins og sést á myndinni.
Nú er kl. að verða 7.30 og ég er hugsanlega að íhuga það að drífa mig út að hlaupa eitt létt skokk. En þegar ég segi hugsanlega að íhuga er ekkert voðalega líklegt að ég fari :-)
Hafið það gott.. og njótið lífsins. Loksins finnst mér ég geta notið þess til fulls (því þessi blessaða ritgerð er BÚIN). Bara góð tilfinning og ekkert nema það.
Skrifa Innlegg