Safarnir frá Beutelsbacher eru mínir allra uppáhalds..
Það eru mörg ár síðan ég hætti að kaupa venjulegan safa. Þessir helstu safar eru yfirleitt fullir af sykri (þá ekki ávaxtasykri) en samt má sjá lof um 100% hreina safa og aðra eins vitleysu. Við sem neytendur, trúum þessu & látum blekkjast. Ég hef sett mér þá reglu að lesa innihaldslýsingar vel og nota mína eigin skynsemi.
Það sem heillar mig hvað mest við Beutelsbacher safana er Demeter gæðavottunarstimpillinn (sést á mynd 2). Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar um demeter stimpilinn:
-Hæsti gæðastimpill á lífrænar vörur
-Demeter er heiti yfir bíó-dýnamíska eða lífeflda ræktun
-Bændur viðhalda jarðvegnum einstaklega vel
-Bændur bæta gæði jarðvegsins til að tryggja áframhaldandi næringu hans
-Jarðvegurinn er einstaklega frjósamur sem skilar sér í betri og næringaríkari vöru.
Margir segja við mig “en hann er svo dýr”. Það er vissulega rétt. Hann er miklu dýrari en þessi týpíski safi sem fólk á líklegast við. En ég get með engu móti líkt þeim söfum saman. Bragðmunurinn er óendanlegur í báðar áttir. Í þau fáu skipti sem ég drekk safa, þá leyfi ég mér að drekka lúxussafa eins og safana frá Beutelsbacher. Mér finnst þeir líka æðislegir í smoothie-a og annað slíkt. Ég á mér nokkra uppáhalds.. byrjum á þessum, hinir koma inn á næstu vikum.
Ég fór á Lífræna Daginn í Ráðhúsinu núna í október, ég þarf að deila myndunum með ykkur frá ráðstefnunni. Ég veit vel að fólk hefur skiptar skoðanir á lífrænum matvælum… en ég trúi því persónulega að lífrænn kostur sé betri en sá ólífræni – fyrir mig.
Nú er helgi framundan.. njótum hennar í botn! Langar stundum svo að geta heilsað öllum sem lesa. Finnst oft hálf skrýtið að vita ekki hver er að kíkja í heimsókn – þannig að ef þið sjáið mig einhvers staðar þá heilsiði bara upp á mig. Mér þætti það gaman!
Skrifa Innlegg