Ég kveð 2013

PERSÓNULEGT

Kæru lesendur..

Örfáar línur frá mér á síðasta degi ársins. Ég hef svo sem lítið að segja, en mig langar bara til að þakka ykkur fyrir að taka vel á móti mér á Trendnet. Mér hefur þótt gaman að fá að deila pælingum mínum með ykkur og oftar en ekki við góðar undirtektir.

Við vinapörin fögnuðum nýju ári saman í fyrra, og slagorð þessara mynda var “NÝTT ÁR, NÝ PÖR”. Ógeðslega fyndið.

46075_4378306779235_1561906102_n
Nýtt ár, ný pör.

542194_4378306379225_320434410_n

Allt komið í eðlilegan farveg hér..

Ég ætla ekki að fara yfir hvern mánuð frá árinu 2013 – ég er að renna út á tíma hérna fyrir framan skjáinn og löngu orðin sein! Samt sit ég hér í náttkjól, með jógateppi ofan á mér og ískaldar tær.. ogh, stundum festist maður bara í sófanum.

Ég verð með fjölskyldunni í kvöld.. það er um að gera að nýta síðustu dagana með þeim áður en þau fara aftur til Reading.

Jæja, með hverju orðinu sem ég rita verð ég meira sein – bless í bili og takk fyrir að lesa!

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

 

Kjólar á 3000kr

Skrifa Innlegg