Draumur í stofu

Færslan er unnin í samstarfi við Lumex

Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég eignaðist drauma stofulampann minn en ég keypti hann í Lumex. Ég er enn að ná mér niður – en ég vakna nánast brosandi alla morgna bara út af lampanum. Á morgun eða réttara sagt á Þorláksmessu, 23. desember,  verður hann á tilboði en þá mun hann kosta 269.000kr í stað 299.000kr.

Arco gólflampinn (1962) er dæmi um hina frábæra hönnun þar sem útlit og virkni parast fullkomlega saman. Gólflampinn er svo praktískur og einfaldur en að baki hönnunarinnar liggja flóknar pælingar byggðar á funksjónalisma meðal annars. Hönnunin er ótrúlega rökrétt, en þarna erum við með hangandi stofuljós án snúra sem má færa hvert sem er. Marmarafóturinn þjónar tvennum tilgangi, hann er hluti af útlitinu og svo heldur hann jafnvægi á lampanum. Holan í marmaranum var hugsuð sem handfang, en ef til þess kæmi að fólk þyrfti að færa lampann var mælt með því að fólk setti kústskaft þar í gegn til að auðvelda sér verkið. Frekar furðulegur þessi síðasti punktur.. en allt í lagi :)

Sjáiði hvað hann er fallegur.. ég á ekki til eitt einasta orð. Það þarf ekkert að flækja þetta, heimilið mitt hefur aldrei verið fallegra. Takk fyrir mig Lumex!

 

Jólakjóll og sokkar ♡

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Daníel

    22. December 2017

    Váá!! Hann er fullkominn. Til hamingju!