Matarlitir er eitthvað sem við ættum að reyna að sniðgangast. Ég rakst á voðalega skemmtilega grein um hvernig má útbúa heimatilbúna matarliti þar sem hollustan fær að ráða ríkjum!
Rauður/bleikur litur – Skerið niður örþunnar sneiðar af rauðrófu og leggið á bökunarpappír. Stillið ofninn á 180° og bakið þar til rauðrófurnar eru orðnar stökkar. Leyfið stökku rauðrófunum að kólna alveg. Þar á eftir eru rauðrófusneiðarnar settar í blender og tættar niður, eða þar til þær eru orðnar að hárfínu dufti.
Appelsínugulur litur – Skerið niður örþunnar gulrótasneiðar og leggið á bökunarpappír. Stillið ofninn á 180° og bakið þar til gulræturnar eru orðnar stökkar. Leyfið stökku gulrótunum að kólna alveg. Þar á eftir eru sneiðarnar settar í blender og tættar niður, eða þar til þær eru orðnar að hárfínu dufti.
Gulur litur – Skerið niður örþunnar sneiðar af valhnotutré og leggið á bökunarpappír. Stillið ofninn á 180° og bakið þar til sneiðarnar eru orðnar stökkar. Leyfið valhnotutrénu að kólna alveg. Þar á eftir eru sneiðarnar settar í blender og tættar niður, eða þar til þær eru orðnar að hárfínu dufti.
Grænn litur – Skolið spínat og leyfið því að þorna. Fjarlægið stilkana og leggið á bökunarpappír. Stillið ofninn á 180° og bakið þar til spínatið er orðið stökkt. Leyfið spínatinu að kólna. Þar á eftir er það sett í blender og tætt niður, eða þar til það er orðið að hárfínu dufti.
Brúnn litur – Notið lífrænt kakóduft eða kakónibba. Ef þið notið kakónibba, þá er einnig hægt að setja þá í blender og tæta þá niður þar til þeir eru orðnir að hárfínu dufti.
Skrifa Innlegg