fbpx

Dior Reflected sólgleraugun

FYLGIHLUTIR

Dior Reflected sólgleraugun hafa verið ansi ofarlega á mínum lista í sumar, nema aldrei rakst ég á þau… og í þau skipti sem ég spurðist fyrir um þau voru þau uppseld. Þau rjúka víst út eins og heitar lummur. Ég sá þau fyrst hjá bloggaranum Julie Sarinana eða Sincerely Jules. Ég fylgi henni á instagram og hún er ansi dugleg að auglýsa þau.

Núna er hinsvegar kominn septembermánuður og ég sé ekki alveg tilganginn að kaupa sólgleraugu fyrir veturinn. Ég bíð þar til næsta sumars og ef ég er ennþá jafn agalega spennt hugsa ég mig um. Úlpukaup eru í forgangi þennan veturinn.

 Screen Shot 2015-09-01 at 3.35.54 PM
Dior So Real týpan er líka flott.

Ein flottustu sólgleraugun að mínu mati… fást hér.

karenlind

Eternal optimist frá Essie

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  1. September 2015

  Ohh þessi eru svo fín!! Ég mátaði þau loksins um daginn og mun líklega deila þeim á blogginu hjá mér bráðlega … þeas ef ég hætti ekki að hugsa um þau eins og hefur verið hingað til.

  Fara flestum sem er kostur … En pínu dýr!

  LOVE

  • Karen Lind

   1. September 2015

   Haha – ætli ég endi ekki með að kaupa mér þau líka… ég get alveg notað þau í sterku vetrarsólinni :)