Skóna fékk Snædís í afmælisgjöf frá ömmu & afa
Snædís fékk þessa æðislegu skó frá versluninni flo.is. Sú sem á verslunina, Kristín Johansen, er móðursystir fóstursystra minna. Þessi fjölskylda veit alveg hvað hún er að gera þegar kemur að tísku, og er Svava Johansen flestum góðkunnug í þeim geira.
Allavega, þessi verslun er svo dásamleg og úrvalið af fallegum & vönduðum skóm er endalaust! Ég þarf að kíkja í heimsókn í verslunina, jafnvel smella nokkrum myndum. Hún er staðsett á Klapparstígi 44.
Skrifa Innlegg