fbpx

Cracker Barrel Brunch

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Ég fékk yndislegt heimboð til móðursystur minnar á laugardaginn..

-Egg
-Beikon
-Pönnukökur
-Sýróp frá Cracker Barrell
-Smjörvi
-Nýkreistur appelsínusafi

Nú klóra kannski sumir sér í hausnum og velta vöngum yfir því hvað Cracker Barrel sé. Cracker Barrel er minn uppáhalds morgunverðarstaður í Bandaríkjunum. Það er fleira í boði en þessi týpíski ameríski morgunverður, en ég hef aldrei farið þangað í öðrum tilgangi en að borða rosalega djúsí morgunmat með nýkreistum appelsínusafa.

IMG_3838 IMG_3839 IMG_3843 IMG_3845 IMG_3847 IMG_3848 IMG_3849

Ég fæ vatn í munninn við það að horfa á myndirnar! Þetta var svo gott.. nóg af sýrópi og smjörva.

Yfirleitt er einhver bið áður en vísað er til sætis á Cracker Barrel. Biðin er samt skemmtileg, því biðsalurinn er mjög svo ævintýraleg búð með fallegum og áhugaverðum hlutum. Ég hef aldrei keypt mér neitt enda allt frekar overpriced, en búðin styttir biðina eftir pönnukökunum ógurlegu.

IMG_0192

Tiltölulega nývöknuð og komin í morgunmat á Cracker Barrel með ömmu.

IMG_0190
Hrikalega gott.. jegedddsvvvooosvariða. Svo fylgja litlar sýrópsflöskur með (vinstra megin).. og ég þarf alltaf að biðja um auka flösku.

IMG_0196

Búðin vel skreytt fyrir jólin..

Fyrir áhugasama þá er heimasíða hér -> Cracker Barrel 

Það verða allir að prófa morgunverð á Cracker Barrel.. nema þeir sem eru í megrun, þeir verða að sleppa því – það er nefnilega garantíað að maður fær útblásna vömb og bjúg í kaupbæti eftir heimsóknina.

karenlind

Hádegismatur

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Sara

  11. February 2014

  Váá ég fæ vatn í munninn þetta er svo girnilegt!! Elska amerískar pönnukökur og hvað þá sýrópið en hefur ekki tekist ennþá að finna sambærilega uppskrift af pönnukökum sem eru svipaðar og heldur ekki rétta sýrópið. Lumaru á einhverju leyni uppskrift eða brunch stað sem stenst þessar kröfur? :)

  • Karen Lind

   13. February 2014

   Ég skal leggja höfuðið í bleyti – þekki ekki stað á Íslandi sem selur svona brunch en ég er nú alveg viss um að það sé í boði. Hvað með Vegamót?

   Og varðandi uppskrift, ætla að skoða það!

 2. Júlía

  11. February 2014

  Svoooooo sammála með Cracker Barrel Karen….fæ vatn í munninn við tilhugsunina :-)

 3. Eygló Jensdóttir

  11. February 2014

  Einn besti morgunverðarstaður sem hægt er að hugsa sér. Gamaldags með ruggustólum fyrir utan, allir fara saddir út og þurfa ekki að snerta mat fyrr en næsta dag eða svo, flott hjá þér Karen mín enda uppalin hjá Cracker Barrel, og amma kaupir alltaf eitthvað þá meina ég í búðinni sem er öðruvísi en annars staðar.

  • Karen Lind

   12. February 2014

   Amma krútt.. það er alltaf gaman að fara með þér á Cracker Barrel. Ég held svei mér þá að ég hafi alltaf farið með þér, og engum öðrum. Sakna þín – drífðu þig nú heim frá Floro!

 4. Erla T

  13. February 2014

  Æjjj Karennnn SLEEEF!! :p