Karen Lind

Bonne Bell – Gel bronze

BANDARÍKINFÖRÐUNARVÖRURKATIE MÆLIR MEÐ

Gel bronze frá Bonne Bell er algjör snilld. Ég hef fengið mínar túpur í Walmart og þær hafa kostað í kringum 3$ eða ca. 450 krónur. Gel bronze er það ódýrt að það skiptir varla máli þó þú kaupir túpuna – svo ég mæli með að þið skrifið niður nafnið á vörunni og kaupið ykkur túpu þegar þið farið til Bandaríkjanna. Ég kaupi yfirleitt nokkrar túpur til að birgja mig upp.

Með gelinu nota ég eilítið af púðri til að jafna áferðina út, og svo jafnvel smá kinnalit. Gelinu má líkja við Kanebo Sensai bronzing gel, nema Kanebo gelið er ljósara (viðmið: dekkri tónninn frá Kanebo). Fyrir mitt leyti hentar gelið mér betur þegar ég er með smá lit, t.d yfir sumartímann. Á myndinni hér að neðan er ég með gelið á mér en ég var einmitt tiltölulega nýkomin frá Flórida.

bonn

Húðin verður fín og ljómandi.

bonnnne

Ljósasta gelið – ég hef ekki prófað það en mér sýnist það eiga að gefa smá gljáa eins og high lighter-ar (þið afsakið enskusletturnar, man ekki íslenska orðið sem stendur).

bonnn

Dekksti tónninn. Hann er tilvalinn fyrir konur með dökkan hörundslit.


Bonnee

Miðtónninn. Þennan á ég og hann er sá eini sem ég hef séð í Walmart.

Kostir Bonne Bell gelsins:

-Verulega ódýrt
-Gefur húðinni fallegan ljóma
-Má nota á líkama
-Litur skolast af auðveldlega með vatni
-Auðvelt er að bera gelið á andlitið
-Maður fær smá strandarlúkk, s.s. raunveruleg brúnka

Gallar Bonne bell gelsins:

-Maður þarf að skrúbba hendurnar um leið.. ansi vel! Annars verða fingur dökkir
-Ég mæli ekki með að vera aðeins með gelið og fara út í rigningu. Það skolast of auðveldlega af. Ef púður hylur gelið er það hins vegar allt í lagi.

Gelið fær háa einkunn frá gagnrýnendum, 4 ½ stjörnu af 5 mögulegum. Hér fyrir neðan eru nokkur “reviews”.

“Love!!! I have been using this for years…I used to use bobbie brown, or laura geller,,,,both great produts btw. this is so cheap,and it works, I stock up on this stuff like crazy. It always gives me a great glow…sometimes I will use a blush(trying to use up what I have) this will always be a staple….I have tried many brozers over the years. this one beats them all!!”

“I’ve been using Bonnie Belles Gel Bronze for 10+ years. I actually use it on my legs are arms too even though the bottle is pretty small and most just use it on their face. A little does go a long way though and this stuff is so cheap. I am really pale and this stuff helps me look like I actually go out in the sun once in awhile. The stuff stays on great too and doesn’t get all streaky. It also dries quickly and doesn’t feel greasy. This has to be one of my favorite bronzers ever!”

“Its true. This product is supreme. I love it as an eyeshadow actually- it looks 100% natural. I also like to use it as a blush. The texture is amazing, its so affordable. You won’t get a better product.”

Fæst hér.

karen

Fóta- og rassæfing með Valslides

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Jovana Stefánsdóttir

  23. November 2013

  Frábær ábending veitir ekki af svona kremi a veturnar:)

 2. María

  24. November 2013

  Frábær ábending, tékka á þessu næst þegar ég fer út. Langar líka að segja hvað þessar ábendingar þínar eru mikil snilld, keep them coming :)

  • Karen Lind

   24. November 2013

   Takk fyrir það – ég er með svo mikið sem ég get bloggað um! Svo er ég líka komin með þrjár vinkonur mínar í lið sem eru alveg jafn slæmar og ég – þær munu eiga dálk hjá mér þar sem þær mæla með sínu uppáhaldsdóti! :-)

 3. Halla

  25. November 2013

  Karen hefurðu líka prófað Sensai og mælir frekar með þessu?

  • Karen Lind

   25. November 2013

   Ég hef prófað Sensai já, en Sensai er klárlega betra að því leytinu til að það skolast ekki til í rigningu & ræktinni sem dæmi. Fyrir mitt leyti er skemmtilegt að eiga báðar vörurnar.

   Ég er að mæla með þessu fyrir þær sem eiga leið til USA & langar í svipaða vöru sem er ca 12-15x ódýrari.. Ég nota báðar vörurnar & finnst þær báðar góðar, en eins og ég segi nota ég frekar gel bronzið frá Bonne Bell þegar ég er með smá lit (t.d yfir sumartímann), því það tónar betur við húðina en við föla vetrarhúðlitinn :-) Sensai ljósari tóninn nota ég yfir vetrartímann.

 4. Halla

  26. November 2013

  Ok takk:)