Föstudagur… eða F L Ö S K U D A G U R eins og sumir vilja meina.
Sjálf verð ég róleg um helgina..
*Vinna
*Spinning & lyftingar
*Hitta vini
*Kökuboð
*Lesa nýju hlaupabókina “ÚT AÐ HLAUPA”
*Fara á Lemon.. lífið er tómlegt án Spicy Chicken
En þessi færsla er tileinkuð öllum þeim sem kjósa að leggja sér alkóhól við munn um helgina sem og aðrar helgar. Það er víst ekki svo óalgeng ákvörðun Íslendinga þegar líða tekur að föstudags- og laugardagskvöldi.
Vinur minn mælti með þessum undra þynnkutöflum í sumar..
BLOWFISH
… what can I say? Þær þrææææælvirka.
Á skalanum 1-10 gef ég þessu 9,5. Ég gef þessu ekki 10 því maður finnur jú alltaf eilítið fyrir syndum gærdagsins, en BLOWFISH er þrusugott þynnkulyf..
… eins og svo oft áður er þetta keypt í USA & því augljóslega ekki hlaupið að því að næla sér í einn pakka… en þið vitið þá allavega af þessu undradóti & getið keypt ykkur í næstu USA-ferð, ef þið eigið leið þangað.
“Blowfish contains a powerful combination of aspirin and caffeine that takes care of your headache and wakes you up. The effervescent formula is gentle on your stomach, and the tablets dissolve into a lemon-flavored drink that helps you rehydrate. Most people say they feel better in about 15 minutes. Blowfish has come out as the top pick in every hangover remedy test we’ve been a part of.“
Lesa má meira hér um BLOWFISH.
Fæst: í öllum helstu dröggum (e. drugstore), t.d CVS, Walgreens, Duane Reade.
Skrifa Innlegg