Í langan tíma hef ég leitað að bikerjakka. Helst bikerjakka með rauðu fóðri og belti. Bikerjakki er þannig yfirhöfn að hún verður aldrei tískuslys. Hann gengur alltaf og við flest tilefni. Það má dressa hann upp og niður. En þessi bið varð aðeins lengri en ég bjóst við, ég fann aldrei þennan jakka – þar til í gær. Vinkona mín var í þessum rosalega flotta bikerjakka fyrr um daginn og ég arkaði auðvitað beinustu leið í Kringluna, nánar tiltekið Gallerí Sautján, til að máta. Þess má til gamans geta að Andrea Röfn bloggaði um biker jakka síðastliðið sumar sem ég var mjög hrifin af. Svo komst ég að því í gær að hennar er einmitt frá Pelechecoco svo kíkið endilega á færsluna hennar til að sjá jakkann betur.
Jakkarnir frá Pelechecoco eru úr endurnýttu leðri sem gerir hvern jakka einstakan og frábrugðinn þeim næsta. Ég sá vel hve ólíkir þeir voru því enginn þeirra sem ég mátaði var eins.
Mér finnst ég alveg hafa dottið í lukkupottinn og þessi langa bið alveg þess virði. Jakkinn er á mjög góðu verði og að mínu mati hverrar krónu virði. Svona góðar flíkur endast manni í mörg ár.
Skvísumode OFF þessa dagana. Nú eru það bara stígvél alla daga. Er farin að átta mig á því að stígvélakaup eru eflaust hin bestu og nauðsynlegustu kaup fyrir Íslendinga.
Jakkarnir frá PeleCheCoco eru seldir í Sautján. Þeir koma einnig tvírenndir og án beltis. Verslunarstjórinn sagði mér frá því að þau ættu einnig von á vestum og ýmsu fleira frá merkinu.
Um Pelechecoco:
Copenhagen/London based, Pelechecoco, is a sustainable fashion brand that centres on recycled fabrics. Designer Sophie Schandorff and managing director Dan Vaarskov source a vast array of vintage leather and other fabric treasures from around the globe.
In a world where fashion has become a disposable luxury, where trends come and go faster than ever before, it is our passion at Pelechecoco to recycle as much of these seemingly outdated and long forgotten products and breath new life into them. Old leather jackets, coats, skirts and other items of vintage clothing are sourced, reworked and recycled into attainable, on-trend styles that create forward thinking fashion with respect and care for the planet.
Hér má sjá myndir sem eru teknar af NTC.IS en jakkann er einnig hægt að kaupa af þeirri síðu = sjá hér.
Frábær kaup… og enn betra að hann sé úr endurnýttu leðri.
Skrifa Innlegg