Karen Lind

Beyoncé og Solange: Ostwald Helgason

BEYONCÉ

Það eru um 6 ár síðan Susanne Ostwald og Ingvar Helgason hófu að hanna föt undir nafninu Ostwald Helgason.. og þar að auki hafa þau verið saman sem par í um 11 ár.

Screen Shot 2014-01-18 at 11.48.15 AM

Það fór jafnvel ekki framhjá mörgum að Beyoncé birti mynd af sér á Instagram þar hún klæðist flíkum frá Ostwald Helgason. Ótrúlega smart verð ég að segja.

Flíkurnar sem Beyoncé klæddist eru ekki inn á heimasíðu tvíeykisins en þó eru til svipaðar flíkur.

Langerma Polobolur: hér.
Síðbuxur: hér.

OH

Solange hefur klæðst flíkum frá Ostwald Helgason oftar en einu sinni. Hér að ofan má sjá hana í bol og pilsi frá þeim á “The Annual ESSENCE Black Women In Music event” í febrúarmánuði á síðasta ári.

Solange söng fyrir gesti á Bottom Lounge tónleikum í Chicago á síðasta ári.. og þar var hún einnig dressuð í Ostwald Helgason frá toppi til táar.

VASQUEZ_ostwald_24

Solange á SS14 sýningu Ostwald Helgason á tískuvikunni í NYC.

Frábær viðurkenning fyrir Ingvar og Susanne.. gangi þeim sem best í framtíðinni!

Instagram Ostwald Helgason
Heimasíða Ostwald Helgason

karen

Sonia Kashuk varasalvar

Skrifa Innlegg