Ég er tiltölulega nýkomin heim úr Baðstofunni.. mér finnst yndislegt að vera þar, ein með sjálfri mér…
og rölta á milli gufa og slaka á.
Nú er ég mætt heim og ætla að borða eitthvað sem þarmarnir þverneita að melta..
Langaði að deila með ykkur djúpnæringunni frá Organix.. ég keypti hana í Target. Ég nota sjaldnast næringu & því finnst mér mjög gott að nota djúpnæringu af og til. Eins og nafnið gefur til kynna þá er arganolía í næringunni, og hún er mjög góð & skilar sínu. Hún var alls ekki dýr – mig minnir að hún hafi kostað um 7$.
Svo er kornahreinsirinn frá EGF algjört uppáhald. Ég fékk hann gefins á kynningu um daginn og hann er æðislegur.. mér finnst húðin svo mjúk eftir á, enda er hann olíukenndur.. og kornin í honum eru hæfilega stór og rispa ekki.
Svo kaupi ég mér alltaf sjampó í Marshalls.. og alveg nokkra dunka til að birgja mig upp. Best þykir mér að kaupa sjampó og næringu með pumpu.. á myndinni er stór dunkur af TIGI sjampói frá BedHead – hann kostaði ekki nema 8$ í Marshalls.
Skrifa Innlegg