fbpx

Baðstofan á laugardagskvöldi

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Ég er tiltölulega nýkomin heim úr Baðstofunni.. mér finnst yndislegt að vera þar, ein með sjálfri mér…
og rölta á milli gufa og slaka á.

Nú er ég mætt heim og ætla að borða eitthvað sem þarmarnir þverneita að melta..

IMG_1320

IMG_1321

Langaði að deila með ykkur djúpnæringunni frá Organix.. ég keypti hana í Target. Ég nota sjaldnast næringu & því finnst mér mjög gott að nota djúpnæringu af og til. Eins og nafnið gefur til kynna þá er arganolía í næringunni, og hún er mjög góð & skilar sínu. Hún var alls ekki dýr – mig minnir að hún hafi kostað um 7$.

Svo er kornahreinsirinn frá EGF algjört uppáhald. Ég fékk hann gefins á kynningu um daginn og hann er æðislegur.. mér finnst húðin svo mjúk eftir á, enda er hann olíukenndur.. og kornin í honum eru hæfilega stór og rispa ekki.

Svo kaupi ég mér alltaf sjampó í Marshalls.. og alveg nokkra dunka til að birgja mig upp. Best þykir mér að kaupa sjampó og næringu með pumpu.. á myndinni er stór dunkur af TIGI sjampói frá BedHead – hann kostaði ekki nema 8$ í Marshalls.

karen

Stúdentablaðið nóvember 2013

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Rakel

    8. December 2013

    Ég elska og hata bloggin þín sem innihalda kaup í Bandaríkjunum :) :( Ekki hætta þeim samt!

    • Karen Lind

      8. December 2013

      Haha.. vinur minn sagði einmitt við mig um daginn “Vá Karen, það er örugglega mörgum sem finnst þú óþolandi út af þessum -hey ég mæli með þessu en þú getur ekki keypt þér það nema þú farir til Ameríku- bloggum þínum”.. haha… æi þetta er pathetic en fólk vil endilega fá þessi blogg :-)

      Takk f. kommentið :-)

    • Fanney

      8. December 2013

      Organix vörurnar eru komnar til landsins, fást í apótekum, hagkaupum og fleiri búðum :)

  2. Viktoria

    8. December 2013

    Djúpnæringin fæst einmitt í Lyf og heilsu í Kringlunni, en lætur þú hana liggja lengi í Karen?

    • Karen Lind

      8. December 2013

      Noh, sko! Sumt er nú til hér heima…

      Ég fer með hana í gufurnar.. læt hana vera í ca. 30-60 mín. Sef reyndar stundum með hana líka :-) Bara misjafnt! Ég hef ekki einu sinni lesið leiðbeiningarnar.. svo það má vel vera að ég sé að gera einhverja bölvaða vitleysu.

  3. Íris Einarsdóttir

    8. December 2013

    Ég einmitt elska ameríkubloggin þín ;) en ég er náttla úti í LA. Finnst svo gaman að athuga hvort ég sjái ekki eitthvað af því sem þú mældir með þegar ég skrepp útí búð :)

    • Karen Lind

      8. December 2013

      Já! Frábært… svo ætla vinkonur mínar einmitt að vera með dálk hérna líka – þær eru algjörir sérfræðingar með vörur frá BNA! :) Vonandi gengur vel í skólanum!

      • Íris Einarsdóttir

        9. December 2013

        Snilld! Takk fyrir! ;)

  4. Alexandra

    8. December 2013

    organix er líka selt í hagkaupum! :) það er hægt að fá þetta víða hérna heima :)