Mér finnst ekkert sniðugra en að gefa eina stór gjöf saman í babyshower. Þá er hægt að kaupa stærri og veglegri gjafir, sem nýtast mun betur heldur en eitthvað úr öllum áttum. Um daginn gáfum við, stór hópur, vinkonu okkar nokkrar vel valdar gjafir úr Petit.is barnafataversluninni. Við lögðum í púkk og ég sá um að velja. Það var svo margt fallegt í boði að það var ekki erfitt að klára peninginn en ég reyndi að kaupa það sem mig langaði hvað mest í. Það má segja að vinkona mín hafi aldeilis dottið í lukkupottinn með þessa gjöf.
Petit opnaði nýja verslun í Ármúla og ég verð að segja að sjón er sögu ríkari. Ótrúlega vel heppnuð verslun sem er með sinn einstaka brag á öllu!
Hér er það sem við keyptum:
Barnaleikmotta í gráu – mér finnst þessi litur henta ótrúlega vel, ég er til að mynda með Snædísar inni í eldhúsi og hún fellur vel í umhverfið.
Brjóstagjafaljós. Algjör nauðsyn! Ég notaði sjálf LED kerti en hefði viljað eiga ljós.. af þessu ljósi kemur hlý birta sem rétt lýsir upp dimmt svæði og er því ómissandi hluti af brjóstagjöfinni á næturnar.
Veggskreyting: Bangsahöfuð á vegg. Það er til fjölbreytt úrval af þessum æðislegu böngsum.
Þett stafaljósabox þekkja eflaust margir.. :)
Ótrúlega fallegur órói yfir rúmið frá Kongens Slojd.
Fyrsta bók barnsins sem ég notaði óspart og svo matarstell frá Design Letters.
Veifur í dásamlega fallegum litum! Ég er með svona í Snædísar herbergi… ótrúlega flott!
Musli ullarföt og Joha draumahúfa sem öll kríli verða að eiga :)
Algjört draumahandklæði frá Musli með hettu. Það er ótrúlega þykkt og mjúkt.
Skrifa Innlegg