.. annar draumavasi frá nytjamarkaði

HEIMILIÐ MITT

Þessi vasi var falinn bakvið stólahrúgu á nytjamarkaði. Bakvið hrúguna situr hann einn upp í stórri hillusamstæðu. Ég nánast hljóp til að ná honum þrátt fyrir að enginn annar hafi verið að eltast við hann. Við erum hreinlega að tala um það að þennan vasa hlýt ég að hafa secret-að til mín. Ég hef verið að leita af vasa með nákvæmlega þessu formi, í túrkíslit en þó með grófri og mislitaðri blágrárri áferð. Hvernig má vera að eitthvað sem ég sá nákvæmlega fyrir mér, með mjög detailuðum hætti.. hafi ratað í hendurnar á mér. Ef ég sæti í sálfræðitíma og myndi kasta þessum pælingum mínum í kennarann yrði mér eflaust hent út.. en mér finnst þetta ótrúleg tilviljun engu að síður.

Er hann ekki einstaklega fagur? Smekkur fólks er greinilega misjafn en ég skil ekki hvernig einhver tímdi að gefa hann til nytjamarkaðar :)

Undur á Íslandi

Skrifa Innlegg