Ég bloggaði um þessa rassaæfingu þegar ég tilheyrði M-X-K blogginu.
Þessi æfing er ótrúlega góð og tekur vel á rassvöðvunum. Fyrir mitt leyti tekur þessi æfing meira á en sú sem maður á í raun og veru að gera í tækinu.
Það er voðalega gott að fá Írisi vinkonu með mér í svona ræktarverkefni, enda er hún þrælklár íþróttafræðingur.
Eins og svo oft er mjög mikilvægt að hafa bakið beint.. við viljum ekki sjá hokinn kroppinnbak. Kviðurinn á einnig að vera vel spenntur.
-Gerið æfinguna rólega
-Engar sveiflur
Við vinkonurnar gerðum 3*20, með ca. 25-35 pund.
Það skiptir ofsalega miklu máli að fara varlega, út af baki og öðru… svo gefið ykkur tíma í æfinguna í stað þess að keppast við ekkert.
Enjoy,
xxx
Skrifa Innlegg