adidas by Stella McCartney

ÆFINGAFÖTUMFJÖLLUN

Ég fór aftur í Adidas um daginn og fékk að taka nokkrar myndir af nýju Stellu McCartney línunni og fleira sem ég deili jafnvel með ykkur á næstu dögum. Núna var ég með myndavélina meðferðis og myndirnar því töluvert betri en síðast. Ég bauðst til að taka myndirnar til að birta á blogginu þar sem markaðsstjóri Adidas var heldur betur raunsarlegur við mig fyrr í vetur og því fannst mér sjálfsagt að smella í nokkrar myndir í þakkarskyni.

Þessar æfingaflíkur eru svo rosalega vandaðar og hreint út sagt fallegar að ég varð óð.. sérstaklega í kóngabláu skóna og kóngabláu sanseruðu æfingatöskuna.

Æfingabuxur með skemmtilegum mesh detailum á mjöðmum og kálfum.

Gular æfingabuxur með bleikum detailum á utanverðum lærum.

Æfingabolur.

xxx

Gráar æfingabuxur. Svona buxur hef ég aldrei séð áður en ég mátaði þær og mig dauðlangar í þær. Opni hringurinn á ökklasvæðinu kemur vel út.

Hlírabolur með opnu baki í svipuðum stíl og buxurnar hér að ofan. Ég mátaði hann líka en fannst ég aðeins of hvít fyrir gráleitt efni. Hann væri aftur á móti flottur í sumar.

Efnið í þessum bol er “something else“..

… og stuttbuxur fyrir þær sem þora :-)

Jú sælar. Þessir hitta alveg í mark hjá mér, látlausir og í einum af mínum uppáhaldslitum!

IMG_7482 IMG_7483

… og til að ganga endanlega frá mér – já, þessi fallega æfingataska. Ykkur að segja hef ég aldrei átt æfingatösku (allavega ekki síðan ég hætti að æfa sund). Ég hef oftar en ekki mætt með dótið mitt í búðarpoka sem kostar 15 kr. (t.d bónuspoki eða eitthvað álíka). Ég get ekki hætt að hugsa um þessa blessuðu tösku sem flokkast eflaust undir óeðlilega hegðun.

Ó well, best að halda áfram að skrifa og hætta þessum dagdraumum sem poppa upp í hausinn á manni endrum og eins :-)

karenlind

Tory Burch

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Tinnarun

  8. March 2014

  ó þessir skór þeir eru mjög fallegir!

  • Karen Lind

   8. March 2014

   Oh já, ég er að tryllast yfir þessari tösku líka!

 2. Alda

  11. March 2014

  Veistu hvað taskan kostar? Sjuk!

 3. Rut R.

  12. March 2014

  Mikið sem ég skil þig vel með töskuna!!!
  Ég hugsaði um draumatöskuna mína í 2 mánuði, leyfði mér svo að kaupa hana… og þvílík hamingja!!!
  ..Já og þægindi líka :) gott að hafa allt á sínum stað í töskunni :)

  • Karen Lind

   12. March 2014

   Haha.. já, er þetta ekki agalegt. Ég er að hugsa um að kaupa hana í dag – ég er alltaf í ræktinni með allt út um allt og gleymi öllu. Ég er alveg ferleg og ég get alveg réttlætt svona kaup :)