Ég fór aftur í Adidas um daginn og fékk að taka nokkrar myndir af nýju Stellu McCartney línunni og fleira sem ég deili jafnvel með ykkur á næstu dögum. Núna var ég með myndavélina meðferðis og myndirnar því töluvert betri en síðast. Ég bauðst til að taka myndirnar til að birta á blogginu þar sem markaðsstjóri Adidas var heldur betur raunsarlegur við mig fyrr í vetur og því fannst mér sjálfsagt að smella í nokkrar myndir í þakkarskyni.
Þessar æfingaflíkur eru svo rosalega vandaðar og hreint út sagt fallegar að ég varð óð.. sérstaklega í kóngabláu skóna og kóngabláu sanseruðu æfingatöskuna.
Æfingabuxur með skemmtilegum mesh detailum á mjöðmum og kálfum.
Gular æfingabuxur með bleikum detailum á utanverðum lærum.
Æfingabolur.
xxx
Gráar æfingabuxur. Svona buxur hef ég aldrei séð áður en ég mátaði þær og mig dauðlangar í þær. Opni hringurinn á ökklasvæðinu kemur vel út.
Hlírabolur með opnu baki í svipuðum stíl og buxurnar hér að ofan. Ég mátaði hann líka en fannst ég aðeins of hvít fyrir gráleitt efni. Hann væri aftur á móti flottur í sumar.
Efnið í þessum bol er “something else“..
… og stuttbuxur fyrir þær sem þora :-)
Jú sælar. Þessir hitta alveg í mark hjá mér, látlausir og í einum af mínum uppáhaldslitum!
… og til að ganga endanlega frá mér – já, þessi fallega æfingataska. Ykkur að segja hef ég aldrei átt æfingatösku (allavega ekki síðan ég hætti að æfa sund). Ég hef oftar en ekki mætt með dótið mitt í búðarpoka sem kostar 15 kr. (t.d bónuspoki eða eitthvað álíka). Ég get ekki hætt að hugsa um þessa blessuðu tösku sem flokkast eflaust undir óeðlilega hegðun.
Ó well, best að halda áfram að skrifa og hætta þessum dagdraumum sem poppa upp í hausinn á manni endrum og eins :-)
Skrifa Innlegg