fbpx

17. 03

PERSÓNULEGT

Fínn dagur í dag.. og veðrið varð betra með hverri mínútunni sem leið. Deginum og kvöldinu eyddi ég með vini mínum. Til að stytta mér leið heim keyrði ég í gegnum Heiðmörk og þar sem veðrið var svo fallegt og stillt ákvað ég að leggja bílnum og taka stuttan göngutúr. Ég þurfti á öllu því súrefni að halda enda búin að sitja í bílnum fyrir utan heimili hans í langan tíma að spjalla um lífið og tilveruna.

10003341_10203343427048641_746254091_n

Snapchat mynd á línuna.. rautt nef og ískaldir fingur..

Þið verðið svo að bíða eftir mér – ég kem “aftur” 2. maí, en þá skila ég mastersritgerðinni! Auðvitað blogga ég eftir bestu getu, en ég hef öðrum hnöppum að hneppa þar til þá og get lítið einbeitt mér að öðru þessa stundina. Það útskýrir vel hve óvirk ég hef verið undanfarið.

karenlind

Ódýrasta fæðubótarvefsíðan

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. xxx

    18. March 2014

    Guð hvað ég kalla þig góða að þora að labba ein í myrkrinu haha! :)

    Gangi þér ótrúlega vel með ritgerðina – sendi þér góða strauma! :)