Hrefna Dan

DRESS

DAGSINSDRESSINSTAGRAMNYTJAMARKAÐUR

Ég birti mynd af mér á Instagram @hrefnadan í dag og fékk í kjölfarið nokkrar fyrirspurnir um kápuna sem ég er í og ákvað þess vegna að setja inn myndir hérna á blogginu af dressi dagsins.

Myndina birti ég reyndar ekki á Instagram til að undirstrika dressið, heldur til að hvetja fólk til að taka til í fataskápunum sínum og leyfa etv. öðrum að njóta góðs af tiltektinni!

Ég fór með þrjá poka í gám Rauða krossins – það þarf jú engin að eiga föt sem hafa hangið inni í skáp í meira en ár ónotuð og rykfallin.

img_4279

img_4276kápa – Vintage / skyrta – Búkolla / buxur – Vila / skór – Kaupfélagið / sokkabuxur – Oroblu

Fínu kápuna fékk ég að gjöf frá fyrrverandi samstarfskonu minni, hún ætlaði einmitt að láta hana fara í gám eftir skápatiltekt en hugsaði til mín og mikið var ég glöð. Eins og ég sagði áður, gefum ónotuðum flíkum nýtt líf.. það gleður.

Einn, tveir og taka til!

HDan

 

ÁVEXTIR SEM GLEÐJA AUGUN

INNBLÁSTURMATUR

Ég byrjaði á því fyrir að verða tveimur árum síðan að gera eitthvað annað og meira við ávextina sem ég bauð stelpunum mínum upp á og þá tók eftir því að þær voru duglegri að borða ef ég ef setti þá upp á myndrænan hátt.

Í skólanum þeirra eru afmælishátíðir tvisvar á ári þar sem börnin koma með eitthvað að heiman í skólann og ég er mjög hlynnt því og finnst þetta skemmtileg nálgun en oftast svigna þessi veisluborð í skólanum undan kökum, kexi, snakki og öðru slíku. Ekki misskilja mig ég er alls ekki á móti því að börn fái slíkar veitingar og ég sendi þær alveg líka með kökur og slíkt á veisluborðið en upp á síðkastið hef ég sent þær með ávexti. Þær voru ekkert alltof hrifnar af hugmyndinni fyrst, voru ekki vissar hvort einhver vildi ávexti þegar kökur og kex væri í boði en raunin var önnur – ávextirnir voru með því fyrsta sem kláraðist í hvert skipti! Við mæðgur föndruðum með ávextina til að heilla augun um leið og bragðlaukana og það virkaði.

Stelpurnar taka virkan þátt í gerð ávaxtalistaverkanna og hafa ekkert minna gaman af en ég, þær koma með hugmyndir og ég fer á netið og leita mér að innblæstri.

Hérna koma nokkrar útfærslur okkar mæðgna að ávaxtalistaverki…

 

avextir

Kanína

img_2415

img_2424

Blómvöndur

img_3542

Jólatré

img_3321

Jólasveinn – hérna settum við grænmeti með, sem er auðvitað alls ekki verra

 

Við fjölskyldan eigum að sjá um eftirréttina á gamlársdag í matarboði tengdafjölskyldunnar minnar og við ætlum að bjóða upp á tvenns konar rétti – súkkulaðimús fyrir þá eldri og ávaxtalistaverk fyrir yngri kynslóðina. Við erum núna á fullu að leita að hugmyndum, því okkur langar að gera eitthvað sem við höfum ekki gert áður.

Mæli með –

 

HDan

JÓLIN

INSTAGRAMJÓLPERSÓNULEGT

Gleðilega hátíð elsku þið xx

Mikið vona ég að þið séuð búin að hafa það ótrúlega ljúft og gott með ykkar nánustu, borða yfir ykkur, njóta augnabliksins og kósa ykkur. Það er allavega nákvæmlega það sem ég er búin að gera og vel af því!

 

img_3985

Love is all around

img_3935

Tinna lék engil Drottins í Jólaguðspjallinu í skólanum

img_3981

Sælla er að gefa en þiggja..

img_4052

Tinna fagnaði 8 ára afmæli á Þorláksmessu

img_4023

Jólablómin

img_4093

Árlega Þorláksmessuröltið um miðbæinn

img_4105

Aðfangadagsmorgun skartaði sínu fegursta

img_4151

Náttfatajólin okkar fjölskyldunnar voru mega kósý.. ég skartaði þessum fallega náttfatasamfesting sem ég sagði ykkur frá HÉR

img_4164

Úti að leika á Jóladag

Instagram stories – ég er virkari þar en á Snapchat!

img_4192

Jólafjölla.. fólk mismikið að nenna þessari myndatöku!!

img_4213

Kaffi, trufflur og bókin sem var á mínum óskalista fyrir jólin.. jólasveinninn þekkir sína

 Þessar myndir eru allar af Instagram, ykkur er velkomið að fylgja mér þar @hrefnadan

 

HDan

UPPÁHALDS JÓLANAMMIÐ

JÓLSÆTINDIUPPSKRIFTIR

Ég gerði Karamellukornflexnammi með lakkrísbitum fyrir jólin í fyrra og ákvað þá að þetta yrði hluti af gotteríinu á jólunum okkar og gert fyrir hver jól. Sú ákvörðun var góð, mega góð.. því þessir nammibitar eru bara eitthvað annað.

photo-13-12-2016-19-45-07

Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt (eins og sú sem birti uppskriftina talar um) á ansi vel við og það er einmitt raunin hér, ég sit allavega hérna við tölvuna og er þegar búin með fjóra bita (sex!) og gæti vel klárað boxið en læt það auðvitað ekki eftir mér. Uppskrift þessi kemur frá henni Berglindi sem heldur úti blogginu GulurRauðurGrænn&Salt. Blogg sem ég hef mikið dálæti á og hef fundið margar góðar uppskriftir á þegar ég er að malla eitthvað í eldhúsinu.

photo-13-12-2016-19-42-54

Ég skellti í þetta í vikunni og leyfði fólki að fylgjast með ferlinu á snapchat (hrefnadan), viðbrögðin létu ekki á sér standa og uppskriftin fékk ótrúlega mörg screenshot. Þetta nammi er líka eitthvað sem allir geta gert, ferlið er mjög einfalt og þægilegt og alls ekki tímafrekt.

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Krem

400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

Meira HÉR…ég mæli með því að prófa!

HDan

LEÐURJAKKI IS THE NEW ÚLPA!

DRESSNYTJAMARKAÐURTÍSKA

Það er vel við hæfi í þessum hlýja desembermánuði að nota léttar yfirhafnir, hitastigið býður allavega ekki upp á mjög hlýjar úlpur. Ég fagna þessum tölum á hitamælinum en verð þó að viðurkenna að ég væri alveg til í smá frost og snjó í kringum 20. des… ef þú lest þetta kæri verðurguð þá langar mig í hvít jól! Þá get ég líka farið að nota þessa meira.

Yfirhafnasjúka ég nýt þess í botn að nota allar léttu yfirhafnirnar áður en fer að kólna aftur, úrvalið af þeim er töluvert meira í mínum skápum.

photo-07-12-2016-12-54-46

Þessi jakki er í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri!

En talandi um yfirhafnir – mig langaði að sýna ykkur myndir af kápu sem ég keypti mér í nytjamarkaðnum Búkollu um síðustu helgi, ég var með Trendnet snappið (trendnetis) síðastliðin sunnudag og þá sýndi ég ykkur sem fylgið okkur þar kápuna og sagði ykkur örlítið frá þessuM frábæru kaupum. En málið er að fyrir þessa mega fallegu kápu borgaði ég litlar 250 kr. Sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona yfirhöfn!

photo-04-12-2016-15-05-54

photo-04-12-2016-12-52-28

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til Búkollu þá er þetta nytjamarkaður sem er staðsettur hérna á Akranesi og þar er allskonar til sölu – föt, skór, fylgihlutir, undirföt, húsgögn, húsbúnaður, bækur og já svo mætti lengi telja. Þar sem þetta er nytjamarkaður þá eru hlutirnir notaðir, en mismikið þó.. ég keypti til dæmis einu sinni mjög nýlega 66° norður úlpu á 250 kr. Mörg af mínum allra bestu kaupum hef ég gert í Búkollu og það fyrir nokkra hundrað kalla.

Ég mæli með ferð á Akranes – kíkja við í Búkollu og á Antíkmarkaðinn á Heiðarbraut sem ég gaf ykkur innsýn í á snappinu… þar er hægt að gera mega góð kaup!

 

HDan