fbpx

DENIM OVERALL LOVER!

DRESSINNBLÁSTURTÍSKA

Ég er mjög hrifin af smekkbuxum. Smekkbuxur eru tegund af buxum sem móðir mín og flestar konur af hennar kynslóð létu einungis sjá sig í þegar þær báru barn undir belti. Raunin er þó önnur í dag þar sem þessar buxur eru bara eins og hverjar aðrar buxur sem þú klæðist án þess að vera svo mikið sem að hugsa út í barneignir (ég er hætt!).

Smekkbuxur henta ekki öllum og margar létu aldrei sjá sig í slíkri flík, en sem betur fer er misjafn smekkur manna.

img_5120

img_5119

img_7255

smekkbuxur – Zara

1

2

10

5

6

Eitt sinn þegar ég klæddist smekkbuxum gaf sig á tal við mig karlmaður, hann horfði með vanþóknun á mig og sagði svo: “smekkbuxur eru fyrir smábörn”. Ég svaraði honum að það væri mjög skrítin pæling en hentaði mér mjög vel, þar sem ég væri jú stórt smábarn. Æi sumir sko, þurfa að hafa skoðanir á öllu!

 

HDan

 

 

NÝTT TEPPI & NÝTT HÚS!

HEIMANEW INPERSÓNULEGT

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur lesið síðustu þrjár bloggfærslur frá mér að mig er búið að dreyma um að eignast gróft teppi. Ég var komin það langt með þennan teppadraum að tengdamamma mín og frænka voru farnar að hjálpa mér að leita að uppskriftum og efni í teppið.. sem gekk þó ekki alveg nógu vel.

En viti menn, það borgar sig stundum að blogga um hluti sem manni langar í því eftir þessa tíðu umfjöllun mína um teppin hafði samband við mig kona. Hún sagði mér að hún ræki vefverslun sem ber heitið kreo.is og í þeirri ágætu verslun væri teppi drauma minna til sölu, handunnið úr 100 % ull. Við ræddum aðeins málin og hún sagði mér að Kreó væri vefverslun sem opnaði í nóvember á síðasta ári. Þau eru að þreifa fyrir sér varðandi vöruúrval en finnst mikilvægt að vanda valið vel hverju sinni. Helstu markmið þeirra er að auka vöruúrvalið á Íslandi og að eiga sem ánægjulegust samskipti við viðskiptavini sína – frábær markmið finnst mér!

Ég valdi mér teppi hjá þeim og fyrir valinu varð steingrátt teppi í stærðinni 100×200, sjá HÉR

img_4877

Teppið kemur ótrúlega vel út í stofunni okkar, það verður þó ekki alltaf upp á punt í þessum stól. Helsta hlutverk þess verður að halda á okkur hita í sófanum en það skemmir ekki fyrir hversu fallegt það er og mikið prýði.

img_4880

Já og í sambandi við þessar endalausu heimilisfærslur mínar, ástæðan fyrir þeim er mjög spennandi og skemmileg get ég sagt ykkur. Ég og Palli keyptum okkur einbýlishús í gær. Húsið er hérna á Akranesi, ótrúlega fallegt eldra hús (byggt 1956) á besta stað í bænum og við getum ekki beðið eftir því að flytja inn!

Ég efast sko ekki um að nýja fína teppið eigi eftir að taka sig vel út í nýja húsinu.

 

HDan

HOME INSPO VOL II

HEIMILIHÖNNUNHUGMYNDIRINNBLÁSTURPINTEREST

Ég ákvað að skella hið snarasta í annan póst með skemmtilegum hugmyndum og innblæstri fyrir heimilið. Hausinn á mér er nefnilega uppfullur þessa dagana af allskonar pælingum tengdum heimilinu og mér líður stundum eins og hann sé að springa.. einhver að tengja?

 

1

Frænka mín og tengdamamma eru komnar á fullt að hjálpa mér að verða mér út um efni og hugmyndir að því hvernig best er að útbúa svona gróft teppi.. ég verð að eignast!

2

Það er allt fullkomið við þessa mynd – myndaveggurinn, bleiki sófinn, hundurinn, lampinn og bækurnar á sófaborðinu

4

Omar hillueining frá Ikea er snilld.. hægt að hafa hana í öllum rýmum, ég fékk mér eina slíka sem ég hugsaði inn í eldhús undir skálar, könnur, ristavélina, brauðbrettin og fleira.

5

Hálfmálaður veggur heillar enn.. ég er að spá í að hálfmála vegginn við rúmið inni hjá Viktoríu

6

Sniðugt að mála svona kassa yfir skrifborð barnanna, súmar vel inn vinnuaðstöðuna – ég sé þetta fyrir mér í herberginu hennar Tinnu

7

Mig dreymir bleikan sófa á nóttinni.. Palli fær þó martraðir um bleikan sófa

8

Bréfpokar undir plönturnar er mega fínt og sniðugt – ég hef stundum notað bréfpokana sem ég fæ í Søstrene Grene undir mínar plöntur. Þeir henta mjög vel og það er jú alltaf jákvætt að endurnýta hlutina.

9

Dökkt baðherbergi heillar..

13

Grái liturinn heillar og plöntur líka

10

GET naked.. mig langar í þetta poster á baðherbergisvegginn

12

Aldrei of mikið af plöntum

Eru fleiri með breytingaræði tengt heimilinu þessa dagana?

En að allt öðru – ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér @hrefnadan, þar sem ég er með gjafaleik í samstarfi við Froosh Iceland. Fjórir heppnir þátttakendur geta unnið tvo kassa (12 flöskur í kassa) af Froosh Smoothie drykkjum sem eru 100 % ávextir án allra aukaefna. Hvað er betra eftir jólasukkið?!

HDan

HOME WISHLIST

HEIMAHÖNNUNLANGARÓSKALISTI

Ég setti saman smá óskalista áðan, hluti sem væru ansi fallegt prýði fyrir heimilið okkar og margir sem kæmu að ansi góðum notum. Það þurfa jú allir að eiga handsápu, uppþvottalög, klukku og dagatal.

Ég er búin að safna þessu hlutum í möppu í tölvunni og ykkur að segja þá eru þeir töluvert fleiri en ég varð einhvers staðar að setja stopp og set bara saman í annan óskalista við fyrsta tækifæri!

1

  • Gróft teppi – þarf að plata mömmu til að prjóna svona teppi handa mér (eða læra sjálf að prjóna og láta þetta verða mitt fyrsta verkefni)
  • Royal Copenhagen kaffibollar – fást í Líf & List
  • Stór kaktus – ég kaupi flestar mínar plöntur í Grósku hérna á Akranesi
  • Veggklukka – ansi margar sem koma til greina en þessi að ofan er frá Georg Jensen
  • Motta – svona motta eða einhver mjög svipuð er efst á óskalistanum, þessi að ofan er frá Husky Shag
  • Vittsjö hilla frá Ikea – ég hef haft augastað á þessari í langan tíma, er að reyna að finna stað fyrir hana áður en ég fjárfesti í henni
  • Vaðfuglinn heillar – mig langar í hann í miðstærð svartan
  • Hay J110 stóllinn heillar mig
  • Meraki er uppáhalds merki – ég þarf að fara að endurnýja handsápuna og heimilisilminn, langar að fá mér uppþvottalöginn í leiðinni. Ég kaupi Meraki vörurnar í Gjafavöruversluninni @home hérna á Akranesi
  • Dagatal – ég kaupi árlega nýtt dagatal en hef ekki fjárfest í neinu fyrir þetta ár. Ég er ótrúlega hrifin af svona dagatalsklukku.
  • Svartur vegglampi – ég er að leita að hinum fullkomna svarta vegglampa

Ég setti aldrei saman neinn jólagjafaóskalista svo þessi kemur bara í staðinn fyrir hann, svona óskalisti fyrir árið 2017 – ég verð 35 ára á páskadag svo þetta hjálpar kannski einhverjum nákomnum í gjafaleit!

 

HDan

HOME INSPO

HEIMILIHÖNNUNINNBLÁSTURPINTEREST

Á nýju ári er ég uppfull af hugmyndum sem mig langar að framkvæma og sumar þessara hugmynda snúa að heimilinu okkar. Ég er jú pínu breytingaróð og leiðist alls ekki að flytja til hluti, stóra sem smáa til þess eins að betrumbæta í kringum mig.

Ég hef síðustu daga legið yfir Pinterest og náð mér í helling af flottum hugmyndum og innblæstri.. ég get svo auðveldlega gleymt mér við það að skoða myndir af fallegum heimilum!

Ég er með nokkrar uppáhalds myndir sem ég leyfi að fylgja með, ef ykkur vantar smá innblástur…

1

Mig langar að hálfmála vegg og þá með svörtum lit eða dökk gráum..

2

Gróft teppi er á óskalistanum

3

4

Vantar að komast yfir svona netapoka..

5

Plöntur lífga upp á heimilið

6

Þessi motta er á óskalistanum

7

Ég hefði ekkert á móti þessari vinnuaðstöðu

8

Járnamottan er fallegt skraut.. ég er að spá í að gefa minni nýtt hlutverk á nýju ári!

9

Stór kaktus heillar

10

Ég er hrifin af gráu.. þetta gráa teppi má flytja í sófann minn

Gleðilegt nýtt ár, eltið draumana ykkar og látið hugmyndir verða að veruleika.. árið 2017 er árið okkar allra!

HDan

 

 

DRESS

DAGSINSDRESSINSTAGRAMNYTJAMARKAÐUR

Ég birti mynd af mér á Instagram @hrefnadan í dag og fékk í kjölfarið nokkrar fyrirspurnir um kápuna sem ég er í og ákvað þess vegna að setja inn myndir hérna á blogginu af dressi dagsins.

Myndina birti ég reyndar ekki á Instagram til að undirstrika dressið, heldur til að hvetja fólk til að taka til í fataskápunum sínum og leyfa etv. öðrum að njóta góðs af tiltektinni!

Ég fór með þrjá poka í gám Rauða krossins – það þarf jú engin að eiga föt sem hafa hangið inni í skáp í meira en ár ónotuð og rykfallin.

img_4279

img_4276kápa – Vintage / skyrta – Búkolla / buxur – Vila / skór – Kaupfélagið / sokkabuxur – Oroblu

Fínu kápuna fékk ég að gjöf frá fyrrverandi samstarfskonu minni, hún ætlaði einmitt að láta hana fara í gám eftir skápatiltekt en hugsaði til mín og mikið var ég glöð. Eins og ég sagði áður, gefum ónotuðum flíkum nýtt líf.. það gleður.

Einn, tveir og taka til!

HDan

 

ÁVEXTIR SEM GLEÐJA AUGUN

INNBLÁSTURMATUR

Ég byrjaði á því fyrir að verða tveimur árum síðan að gera eitthvað annað og meira við ávextina sem ég bauð stelpunum mínum upp á og þá tók eftir því að þær voru duglegri að borða ef ég ef setti þá upp á myndrænan hátt.

Í skólanum þeirra eru afmælishátíðir tvisvar á ári þar sem börnin koma með eitthvað að heiman í skólann og ég er mjög hlynnt því og finnst þetta skemmtileg nálgun en oftast svigna þessi veisluborð í skólanum undan kökum, kexi, snakki og öðru slíku. Ekki misskilja mig ég er alls ekki á móti því að börn fái slíkar veitingar og ég sendi þær alveg líka með kökur og slíkt á veisluborðið en upp á síðkastið hef ég sent þær með ávexti. Þær voru ekkert alltof hrifnar af hugmyndinni fyrst, voru ekki vissar hvort einhver vildi ávexti þegar kökur og kex væri í boði en raunin var önnur – ávextirnir voru með því fyrsta sem kláraðist í hvert skipti! Við mæðgur föndruðum með ávextina til að heilla augun um leið og bragðlaukana og það virkaði.

Stelpurnar taka virkan þátt í gerð ávaxtalistaverkanna og hafa ekkert minna gaman af en ég, þær koma með hugmyndir og ég fer á netið og leita mér að innblæstri.

Hérna koma nokkrar útfærslur okkar mæðgna að ávaxtalistaverki…

 

avextir

Kanína

img_2415

img_2424

Blómvöndur

img_3542

Jólatré

img_3321

Jólasveinn – hérna settum við grænmeti með, sem er auðvitað alls ekki verra

 

Við fjölskyldan eigum að sjá um eftirréttina á gamlársdag í matarboði tengdafjölskyldunnar minnar og við ætlum að bjóða upp á tvenns konar rétti – súkkulaðimús fyrir þá eldri og ávaxtalistaverk fyrir yngri kynslóðina. Við erum núna á fullu að leita að hugmyndum, því okkur langar að gera eitthvað sem við höfum ekki gert áður.

Mæli með –

 

HDan

JÓLIN

INSTAGRAMJÓLPERSÓNULEGT

Gleðilega hátíð elsku þið xx

Mikið vona ég að þið séuð búin að hafa það ótrúlega ljúft og gott með ykkar nánustu, borða yfir ykkur, njóta augnabliksins og kósa ykkur. Það er allavega nákvæmlega það sem ég er búin að gera og vel af því!

 

img_3985

Love is all around

img_3935

Tinna lék engil Drottins í Jólaguðspjallinu í skólanum

img_3981

Sælla er að gefa en þiggja..

img_4052

Tinna fagnaði 8 ára afmæli á Þorláksmessu

img_4023

Jólablómin

img_4093

Árlega Þorláksmessuröltið um miðbæinn

img_4105

Aðfangadagsmorgun skartaði sínu fegursta

img_4151

Náttfatajólin okkar fjölskyldunnar voru mega kósý.. ég skartaði þessum fallega náttfatasamfesting sem ég sagði ykkur frá HÉR

img_4164

Úti að leika á Jóladag

Instagram stories – ég er virkari þar en á Snapchat!

img_4192

Jólafjölla.. fólk mismikið að nenna þessari myndatöku!!

img_4213

Kaffi, trufflur og bókin sem var á mínum óskalista fyrir jólin.. jólasveinninn þekkir sína

 Þessar myndir eru allar af Instagram, ykkur er velkomið að fylgja mér þar @hrefnadan

 

HDan

UPPÁHALDS JÓLANAMMIÐ

JÓLSÆTINDIUPPSKRIFTIR

Ég gerði Karamellukornflexnammi með lakkrísbitum fyrir jólin í fyrra og ákvað þá að þetta yrði hluti af gotteríinu á jólunum okkar og gert fyrir hver jól. Sú ákvörðun var góð, mega góð.. því þessir nammibitar eru bara eitthvað annað.

photo-13-12-2016-19-45-07

Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt (eins og sú sem birti uppskriftina talar um) á ansi vel við og það er einmitt raunin hér, ég sit allavega hérna við tölvuna og er þegar búin með fjóra bita (sex!) og gæti vel klárað boxið en læt það auðvitað ekki eftir mér. Uppskrift þessi kemur frá henni Berglindi sem heldur úti blogginu GulurRauðurGrænn&Salt. Blogg sem ég hef mikið dálæti á og hef fundið margar góðar uppskriftir á þegar ég er að malla eitthvað í eldhúsinu.

photo-13-12-2016-19-42-54

Ég skellti í þetta í vikunni og leyfði fólki að fylgjast með ferlinu á snapchat (hrefnadan), viðbrögðin létu ekki á sér standa og uppskriftin fékk ótrúlega mörg screenshot. Þetta nammi er líka eitthvað sem allir geta gert, ferlið er mjög einfalt og þægilegt og alls ekki tímafrekt.

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Krem

400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

Meira HÉR…ég mæli með því að prófa!

HDan

LEÐURJAKKI IS THE NEW ÚLPA!

DRESSNYTJAMARKAÐURTÍSKA

Það er vel við hæfi í þessum hlýja desembermánuði að nota léttar yfirhafnir, hitastigið býður allavega ekki upp á mjög hlýjar úlpur. Ég fagna þessum tölum á hitamælinum en verð þó að viðurkenna að ég væri alveg til í smá frost og snjó í kringum 20. des… ef þú lest þetta kæri verðurguð þá langar mig í hvít jól! Þá get ég líka farið að nota þessa meira.

Yfirhafnasjúka ég nýt þess í botn að nota allar léttu yfirhafnirnar áður en fer að kólna aftur, úrvalið af þeim er töluvert meira í mínum skápum.

photo-07-12-2016-12-54-46

Þessi jakki er í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri!

En talandi um yfirhafnir – mig langaði að sýna ykkur myndir af kápu sem ég keypti mér í nytjamarkaðnum Búkollu um síðustu helgi, ég var með Trendnet snappið (trendnetis) síðastliðin sunnudag og þá sýndi ég ykkur sem fylgið okkur þar kápuna og sagði ykkur örlítið frá þessuM frábæru kaupum. En málið er að fyrir þessa mega fallegu kápu borgaði ég litlar 250 kr. Sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona yfirhöfn!

photo-04-12-2016-15-05-54

photo-04-12-2016-12-52-28

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til Búkollu þá er þetta nytjamarkaður sem er staðsettur hérna á Akranesi og þar er allskonar til sölu – föt, skór, fylgihlutir, undirföt, húsgögn, húsbúnaður, bækur og já svo mætti lengi telja. Þar sem þetta er nytjamarkaður þá eru hlutirnir notaðir, en mismikið þó.. ég keypti til dæmis einu sinni mjög nýlega 66° norður úlpu á 250 kr. Mörg af mínum allra bestu kaupum hef ég gert í Búkollu og það fyrir nokkra hundrað kalla.

Ég mæli með ferð á Akranes – kíkja við í Búkollu og á Antíkmarkaðinn á Heiðarbraut sem ég gaf ykkur innsýn í á snappinu… þar er hægt að gera mega góð kaup!

 

HDan