fbpx

INNLIT – MORGUNBLAÐIÐ

FJÖLMIÐLARHEIMAHEIMILI

Ljósmyndari frá Morgunblaðinu kom fyrir nokkru síðan og tók myndir hérna heima. Myndirnar birtust svo í sunnudags mogganum um helgina ásamt stuttu spjalli við mig um heimilið og fleira því tengt.

Hlutir fá nýtt líf í nýju rými

Akranesmærin Hrefna Daníelsdóttir hefur sterkar skoðanir á útliti heimilisins og finnst mikilvægt að breyta reglulega til. Hrefna bauð blaðamanni Morgunblaðsins inn fyrir dyrnar á fallegt heimili sitt og fjölskyldunnar á Skaganum. 

Hrefna Daníelsdóttir heldur úti lífsstílsbloggi á trendnet.is og starfar sem ritari á fasteignasölunni Hákoti á Akranesi. Hún er mikill fagurkeri og hefur sérlega fallegan og stílhreinan smekk. Sjálf lýsir hún stíl sínum sem frekar svart/hvítum en um leið blómlegum og hlýlegum. ,,Ég heillast mjög mikið af skandinavískum heimilum og heimilið okkar ber þess merki,” segir Hrefna.

,,Ég er haldin breytingaræði inni á heimilinu og færi reglulega hluti á nýja staði. En breytingunum fylgir það ekki að þurfa stöðugt að kaupa nýja, heldur færi ég þá hluti sem eru til fyrir á milli rýma, því það er ótrúlegt með þessa hluti að þeir öðlast oft nýtt líf í nýju rými. Ég er líka mjög dugleg að færa plönturnar til, bæði til að færa þær á milli birtustiga og líka til að fá græna litinn í rýmin.”

Litlu hlutirnir skipta mestu máli

Hrefna segir það gera ótrúlega mikið að færa smáhluti á milli rýma. ,,Ég mæli með því við fólk ef það vantar að breyta til og er orðið leitt á uppröðuninni inni á heimili sínu, að færa til hluti og þá ekkert endilega stóru hlutina, það eru nefnilega litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.Það eru þeir sem skreyta rýmin og lífga upp á þau. Ein græn planta gerir líka kraftaverk, það finnst mér allavega.”

Hrefna segist fá innblástur úr sínu nærumhverfi, inni á heimilum sem hún heimsækir og úr tímaritum. ,,Instagram er líka frábær samfélagsmiðill til að sækja sér innblástur þegar kemur að heimilinu. Þið finnið mig þar @hrefnadan. ” Aðspurð hvort hún eigi sér einhvern uppáhaldsmun á heimilinu svarar Hrefna neitandi. ,, Ég tengist hlutum ekki tilfinningalegum böndum en ég elska að kúra með fjölskyldunni minni í sófanum okkar. Það er fátt betra en kósíkvöld í stóra, mjúka kósí sófanum okkar. Hins vegar er ég ekkert sérstaklega ánægð með sjónvarpið inni í stofu, væri alveg til í að hafa sjónvarpsherbergi það sem sá gripur yrði geymdur, en það bíður betri tíma,” segir Hrefna að lokum og hlær.

Fleiri myndir eru í sjálfu blaðinu, sem ég mæli með því að þið kíkið á.. reyndar ekki hægt að kaupa það lengur en þið finnið það HÉR.

HDan

BLUE IS THE NEW BLACK

DRESSTÍSKA

Dress dagsins var ansi blátt að þessu sinni, blár jakki og bláar (p)leður buxur á móti hvítri peysu og hvítum strigaskóm!

Peysan hefur tilfinningalegt gildi þar sem hún er frá ömmu minni og nöfnu Hrefnu Dan, hún er mega fín með fallegum detailum..

jakki –  / Ozonebuxur Oroblu / skór – Nike Air Force 1 / sólgleraugu – Asos

 

HDan

JÁRNAMOTTA UPP Á VEGG

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIR

Inni í eldhúsinu okkar hérna á Heiðarbrautinni hangir járnamotta á veggnum sem hefur hlotið mikla athygli bæði á Instagram og Snapchat hjá mér. Ég hef svarað ótal mörgum fyrirspurnum um hana og skildi engan undra. Hún skreytir rýmið og er ótrúlega sniðug lausn til að geyma á allskonar hluti. Á okkar hanga til dæmis ljósmyndir með skemmtilegum minningum, boðskort, fallegar kveðjur og margt fleira. Mottan er fyrir vikið einn af persónulegri hlutunum inn á heimilinu okkar.

En sagan á bak við mottuna er sú að þegar við bjuggum á Smáraflötinni langaði mig í eitthvað flott á einn vegg inni í herbergi hjá Viktoríu, minnistöflu eða einhvers konar hirslu til að geyma og hengja á hluti. Ég hafði einhvern tímann séð mynd af svona járnamottu inni á Pinterest og bar það undir Palla hvort hann gæti reddað mér svona. Minn maður var ekki lengi að því! Hann vinnur á trésmíðaverkstæði og átti því auðvelt með að nálgast slíka mottu, hann klippti hana svo til eftir málum frá mér og málaði hana svarta.

Ég hef bent áhugasömum á að tala við Byko, Bauhaus og Húsasmiðjuna því þar fást járnamottur og þau ættu að geta klippt þær til en þið þyrftuð sjálf að mála þær. Mæli með því að þið athugið með það eða ef þið þekkið til einhvers sem vinnur með járnamottur..blikkið þá viðkomandi og brosið blítt!!

Svona leit hún út þegar hún var inni í herbergi hjá Viktoríu

Hérna erum við nýflutt inn og mottan komin upp á vegginn í eldhúsinu en lítið komið á hana..

Svona lítur járnamottan út í dag

Ég nota klemmur til að hengja á mottuna og þær hef ég keypt í Tiger, Snúrunni og Søstrene Grene.

 

HDan

LOKI

LOKIPERSÓNULEGT

Þeir sem fylgja mér á samfélagsmiðlum hafa tekið eftir því að hundur fór allt í einu að verða eitt af aðal myndefnunum mínum.. þeir sem hafa séð myndirnar skilja það vel, því hundurinn er jú mega sætur!

Hundurinn heitir Loki og flutti inn á Heiðarbrautina núna í byrjun maí, hann er papillon eða fiðrildahundur og verður 9 ára gamall í desember. Hann er mega krútt, en pínu óþekkur og taugaveiklaður greyið. Það má ekki hver sem er nálgast hann og hann geltir oft full mikið fyrir okkar smekk, en við erum ansi fljót að fyrirgefa honum þegar hann horfir á okkur með þessu fallega andliti sínu.

Stelpurnar okkar dýrka hann og það er ein aðalástæðan fyrir því að við tókum hann að okkur, fyrir þær. Þær elska að dúlla með honum, klappa honum, syngja fyrir hann og fara með hann út að labba og leika. Það er nefnilega alveg magnað hvað gæludýr gera mikið fyrir börn, þau mynda svo fallega vináttu. Tinna fór til dæmis í burtu í einn dag um daginn og sá eini sem hún sagðist hafa saknað var Loki.. awww það var svo sætt og beint frá hjartanu þegar hún sagði þetta.

Þið getið fylgst betur með Loka á Instagram hjá mér, hann er mjög sýnilegur í Instagram stories – @hrefnadan

 

HDan

RÚM INNI Í SKÁP!

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIR

Þegar við keyptum húsið hérna á Heiðarbrautinni þá vorum við jú að stækka við okkur, allir fengu sitt herbergi og fermetrarnir voru aðeins fleiri! Hérna í húsinu eru fjögur svefnherbergi og stelpurnar fengu því allar sitt eigið herbergi. Eitt herbergið er þó töluvert minna en hin, en Sara tók strax ákvörðun um að vera þar. Hún vildi ekki vera í herbergi með glugga út á götu og hún var ekki hrifin af því að vera undir súð sem er raunin með hin þrjú herbergin.

Sara eignaðist því minnsta herbergið sem er ykkur að segja frekar lítið og þá sérstaklega í ljósi þess að þar inni er risastór innbyggður skápur og ef hefðum rifið hann út eins og við ætluðum okkur í upphafi, þá hefðu framkvæmdirnar orðið öllu meiri. Ég er því búin að vera í endalausum pælingum hvernig væri best að nýta fermetrana sem allra best og um leið gera kósý herbergi fyrir hana. Ég var búin að gera tvær ólíkar útfærslur á rýminu en var aldrei nægilega sátt, fannst vanta eitthvað “touch” í þetta og svo einn morgun í vikunni þegar ég sat með kaffibollanum mínum og hugsunum þá bara BAMM -rúmið fer inn í skápinn!! Ég var varla búin að hugsa þetta til enda þegar ég var búin að snúa öllu við inni í herberginu…

FYRIR – ekki misskilja mig, það var mjög fínt áður en þessir fáu fermertrar voru bara ekki nægilega vel nýttir.

EFTIR 

Hvernig lýst ykkur á breytinguna, það er jú margt verra en að sofa inni í skáp!

 

HDan

PINK SHOES FOR SUMMER

ANTÍKMARKAÐURASOSNEW IN

Ég er búin að fjárfesta í tveimur skópörum fyrir sumarið og svo skemmtilega vill til að þau eru bæði bleik! Ég hef alltaf verið hrifin af bleika litnum með og á alltaf allavega eina bleika flík í fataskápnum mínum.

Skórnir sem um ræðir eru tvö ansi ólík pör, fluffy inniskór og ökkla stígvél en báðir frábær viðbót í skósafnið… ég veit að Palli er sammála mér (..eða ekki).

Ég settti þessa mynd í Instagram stories (@hrefnadan) og setti þá í innkaupakörfuna mína inni á Asos skömmu seinna..

So fluffy!

Skópörin eru bæði frá Asos

Ökkla stígvélin finnið þið HÉR

Fluffy inniskórnir eru því miður uppseldir en þið finnið svipaða HÉR

bolur – Monki / gallabuxur – Levi´s (meira HÉR) / sólgleraugu – Asos

En að öðru.. hálsmenið sem ég ber á myndinni og margar forvitnuðust um eftir að ég birti myndina um helgina fékk ég á antíkmarkaðnum sem ég sagði ykkur frá HÉR. Þið sem fylgið mér á Instagram fenguð smá innsýn á markaðinn á laugardaginn og áhuginn lét ekki á sér standa, fyrirspurnum um opnunartíma, vöruúrval, verð og annað rigndi inn.

Það er gaman að segja frá því að þegar ég leit aftur við á sunnudeginum hitti ég yndið hana Linnea sem ákvað að drífa sig hingað upp á skaga eftir að hafa horft á storyið hjá mér.. næst kemur hún fyrst í kaffi til mín og svo röltum við saman á markaðinn, spurning hvort fleiri úr hópnum komi með!

Eigendur markaðarins voru að fá nýja sendingu frá Danmörku og eiga ennþá eftir að tæma helling af kössum, svo það koma nýjar vörur inn vikulega.. sem þýðir að ég verð vikulegur gestur.

HDan

 

 

THE PERFECT JEANS

ASOSNEW IN

Ég er búin að leita svo lengi að hinum fullkomnu gallabuxum en hef ekki fundið þær… fyrr en nú!

Asos rúntur eitt kvöld gaf af sér þessar mega fínu Levi´s buxur með hinu fullkomna sniði og ég verð eiginilega að viðurkenna að þær eru strax orðnar ofnotaðar. Ég er sek um að nota þær næstum daglega, bíð alltaf spennt eftir þeim úr þvottavélinni til að geta farið aftur í þær.

Þið finnið þessar uppáhalds gallabuxur HÉR.

 

HDan

BRÖNS

BRÖNSINSTAGRAMPERSÓNULEGT

Við fjölskyldan erum með eina ótrúlega skemmtilega hefð á uppáhalds vikudeginum okkar sunnudegi – bröns. Við hjálpumst öll að við að útbúa brönsinn og skiptum með okkur verkefnum. Þetta er ótrúlega gaman og ég mæli svo eindregið með því að allir fái að taka þátt í ferlinu, bara það að fá að skera niður ávextina gerir þetta allt miklu skemmtilegra upplifun fyrir börnin. Það sem mér finnst skemmilegast við þetta er samveran, þarna erum við saman fjölskyldan og spjöllum um allskonar og ekkert og höfum gaman saman. Það er svo ótrúlega dýrmætt í amstri dagsins að eiga gæðastundir með fólkinu sínu!

Ég er mjög dugleg að deila brönsgleðinni með fylgjendum mínum á Instagram (@hrefnadan) og margir hverjir hafa boðað komu sína einhvern sunnudaginn… auðvitað allir velkomnir og þá er alls ekki verra ef viðkomandi grípur með sér eitthvað gott meðlæti á matarborðið!!

Nokkrar myndir frá okkar sunnudags bröns..

Mæli með bröns!

 

HDan

 

GULUR + GRÁR = FULLKOMIÐ KOMBÓ

HEIMAHEIMILI

Eins og ég hef áður talað um þá máluðum við alla veggi í stofu og borðstofu gráa. Grái liturinn heitir Nóvember og er frá Slippfélaginu. Þessi litur var einn af þremur sem við vorum að velja á milli og hann heillaði um leið, hinir féllu eiginlega bara strax í skugann af honum. Hann er svo skemmtilegur að því leyti hve mikið hann breytist eftir birtustigi.. hann er mjög síbreytilegur og fyrir það er hann mjög vinsælt myndefni hjá undirritaðri.

Liturinn gerir ótrúlega mikið fyrir rýmin en til að brjóta aðeins upp þessa grá/svart/hvítu litapalettu á heimilinu ákvað ég að vinna með gula litinn á móti. Ég fékk gulan Eames stól í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og á rölti um Sostrene Grene í framkvæmdunum rak ég augun í gulan vegglampa og þessir tveir hlutir spila stærsta hlutverkið, á móti púða, kertum, afskornum blómum og öðrum smáhlutum. Ekki misskilja mig samt, auðvitað koma fleiri litir við sögu og þá aðallega græni liturinn sem er í hverju horni hjá plöntukonunni.

En ég leyfi myndunum að tala sínu máli…

Núna um páskana var reyndar óvenju mikið gult og það var alls ekki verra!

Ykkur er hjartanlega velkomið að fylgja mér á Instagram @hrefnadan

 

HDan

RED SHOES

ASOSDRESSNEW IN

Rauðir skór eru ansi heitir inni þessa stundina og fyrir nokkru síðan pantaði ég mér rauða sokkaskó á Asos. Þeir eru með frekar háum hæl og alls ekki þægilegustu skór sem ég á, en þeir eru mega fínir og lúkka mjög vel!

Ég klæddist þeim í gærmorgun í vinnunni við gallabuxur, svartan kjól og svartan rúllukragabol og þeir gerðu helling fyrir heildarútkomuna, brutu upp annars frekar plain dress. En þið lásuð samt rétt, ég klæddist þeim bara fyrir hádegi, því þegar ég kom heim í hádegismat fór ég beinustu leið úr þeim og fór í flatbotna skóm í vinnuna eftir hádegi.. beauty is pain en það eru samt takmörk, eða ég persónulega set mér takmörk þegar kemur að þægindum/óþægindum.

 

jakki – Nytjamarkaður Selfossi / kjóll – Ozone / gallabuxur – Asos / skór – Asos / veski – H&M

 

Þið finnið þessa sömu skó HÉR

 

HDan