Hilrag

Balance bond

HEALTHLIFESTYLEPERSONAL

ég keypti mér svona í gær í Heilsuhúsinu. Búin að langa að prófa þetta í smá tíma, er samt búin að vera með þetta í einn dag svo það er erfitt að segja hvort ég finn einhvern mun. Er einhver sem á svona eða hefur einhverjar reynslusögur? :)

Hvað er balance bond?

Armböndin sjálf eru framleidd úr sílíkon efni. Í framleiðsluferlinu er rafrænum jónum bætt út í, sem sitja síðan eftir í sílíkoninu.

Jónir eru efnisagnir sem ýmist eru jálvæðar eða neikvæðar og eru allsstaðar í náttúrunni. Þar eru jónirnar í jafnvægi, þar er jafnmikið af neikvæðum og jákvæðum jónum. Aftur á móti eru þær yfirleitt í ójafnvægi í híbýlum manna. Þar er yfirleitt meira af jákvæðum jónum. Kaldhæðnin er sú að neikvæðar jónir hafa yfirleitt betri áhrif á mannslíkamanum en þær jákvæðu.

Meginhlutverk neikvæðra jóna er að auka virkni blóðs í líkamanum og minnka þreytu. Þær jónir geta bætt efnaskipti fruma og aukið náttúrulegan lækningamátt gegn ofnæmi. Jónirnar eiga að auka varnir líkamans gegn sjúkdómum. Neikvæðu jónirnar í armbandinu veikja jákvæðu jónirnar í líkamanum, en þær draga úr virkni efna í mannslíkamanum. Þær neikvæðu styrkja aftur á móti varnarkerfi hans og verja hann þannig gegn áhrifum jákvæðra jóna. ( Upplýs. utilif.is – kostar 1990kr þar og í heilsuhúsinu)

x, hilrag.

ps. hulda halldóra og elísabet alma smekkkonur eru með fatamarkað í kolaportinu – ekki missa af því!