fbpx

VILT ÞÚ LÆRA AÐ FARÐA ÞITT EIGIÐ ANDLIT?

FÖRÐUNREYKJAVIK MAKEUP SCHOOL

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Reykjavík Makeup School

Okkur langar að deila með ykkur förðunarnámskeiði hjá Reykjavík Makeup School sem hefur verið í stöðugri eftirspurn í nokkur ár. Námskeiðið er sérhannað tveggja vikna förðunarnámskeið þar sem þér er kennt að farða þitt eigið andlit. Fókusinn á þessu námskeiði er á þig og hvernig þú nærð betri tökum á grunnatriðum í förðun ásamt því að æfa þig í aðferðum sem kenna þér að fullkomna þína eigin förðunartækni.

Á námskeiðinu verður farið yfir húðumhirðu, grunnatriði í förðun og heitustu farðanirnar.
Þú lærir meðal annars Beauty förðun, Smokey, Halo og Soft Glam.
Námskeiðið er í anda Snyrtinámskeiðsins sem við hjá HI beauty hófum fyrir ári síðan í samstarfi við Reykjavík Makeup School. Hér færðu töluvert lengri tíma til að öðlast betri skilning á mismunandi förðunartækni á þínu andliti. Á tveimur vikum færð þú nægan tíma til að æfa þig undir leiðsögn fagmanna.

Veglegur förðunarpakki að andvirði 100.000kr. fylgir námskeiðinu. Hér að neðan má sjá brot af því sem þessi glæsilegi förðunarpakki inniheldur.

 

Námskeiðið er fullkomið fyrir alla sem vilja læra betur á sitt eigið andlit eða auka færni sína þegar kemur að förðun.
Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og er kennsla á mánudögum-miðvikudögum kl. 19:00 – 23:00.
Ekkert aldurstakmark er á námskeiðið.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá inná heimasíðu Reykjavík Makeup School.

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EINN AF OKKAR UPPÁHALDS: FARÐI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • HI beauty

      11. September 2020

      höldum annað þegar þú ert á landinu <3 !