fbpx

NÝJU TINDARNIR –

66°NorðurMEN'S STYLESAMSTARFSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Þetta er alltaf skemmtilegur tími ársins, við getum farið að baða okkur í jökkunum okkar sem hafa þurft að ganga einhversstaðar í geymslurými yfir sumartímann. Ég hlakka alltaf til að sjá hvað kemur nýtt frá 66Norður – sem háklassa 66 perri. Ég fékk í apríl síðastliðinn að sjá hvað væri að koma og hlakkaði ég eflaust mest til að sjá hvaða litir í Tind væru komnar. Eins og alltaf er fyrsti kemur fyrsti fær, ég sé að margar stærðir á úlpunum eru uppseldar – en það hljóta koma fleiri sendingar! Þannig er það allavega yfirleitt.

Þessi litur heitir Dark Glacier Water –

Black –

Khaki – persónulega langar mig GEEEEEEEÐVEIKT í þennan lit, beint á óskalistann!

@helgiomarsson

HELGASPJALLIÐ 4X Í MÁNUÐI

HELGASPJALLIÐ

JÆÆÆÆÆJA! Það fer að styttast í bloggfærslu sem kannski einhverjir eru að bíða eftir – ég er allavega að bíða eftir að skrifa hana. Það hafa vægast sagt verið miklar breytingar í lífi mínu, sem er bæði spennandi og stressandi. Meira um það seinna – partur af þeim breytingum er TIIIL DÆMIS að Helgaspjallið er í haust og vetur að vera fjórum sinnum í mánuði og kemur inn allar helgar. Ég er rosa spenntur að byrja það ferli. Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni í heimi. Trendnet-arnir mínir þurfa einmitt öll að fara koma! Alveg möst að þau séu partur af verkefninu x

Sjáumst á vetur – Helgaspjallið á Apple Podcast appinu & Spotify <3

LOST & ENDURKEYPT –

66°NorðurSTYLE

Þegar ég kom til Seyðisfjarðar þá mundi ég alltíeinu að ég keypti flíspeysu frá 66°Norður og Soulland samstarfinu fyrir örugglega bara, frekar mörgum mánuðum. Ég keypti mér þessa sömu peysu upprunalega þegar ég og EG vorum á leiðinni til Noregs saman í fyrsta skipti. Svo fór ég á djaaeeemmeð niðrí kjötbænum á Vesturbrú í Kaupmannahöfn og þá var þessari tilteknu flíspeysu stolið úr fatahenginu með tilheyrandi drama. Það gladdi mig þá mega þegar ég sá hana til sölu á fésbók og ákvað að eignast hana aftur, enda er hún eitthvað annað fín.

Það var oft sem ég sá mann í svona peysu í Kaupmannahöfn og ef ég væri aðeins klikkaðari en ég er, þá hefði ég allan daginn tæklað viðkomandi og rífa hann úr peysunni.

AAAAGALEGA ánægður með þetta!!

@helgiomarsson

50.000 KRÓNA MUNUR – PRADA X ADIDAS

MEN'S STYLESTYLE

Tískan er allskonar, allskonar getur verið silly og allskonar getur verið stórkostlegt. Í þessum tilfelli sem við ætlum að ræða í dag er – silly. Að mínu mati ..

Nýlega tilkynnti Adidas og Prada að það yrði samstarf þeirra á milli, mjög spennandi. Sérstaklega hversu fallegar línur og hönnunin hjá Miuccia Prada blessuninni er stórkostleg. Það er óhætt að segja að ég sé mögulega mest heillaður af Prada sem svona high fashion merki. Jæja, næsta skref, samstarfið er greinilega í kringum Adidas Superstar skónna. Ég velti mikið fyrir mér hvernig útfærslan yrði og útkoman var vægast sagt skúffandi ..

Afhverju?

Adidas Superstar fékk Prada límmiða á sig –

Förum yfir þetta:

 Hér eru Adidas Superstar – verðið á þeim er sirka 85$ dollarar eða í kringum 12.000 kr íslenskar

  Detail-arnir

Við könnumst flest við skónna, og munum hvernig þeir eldast ;-)

Leður og allt þetta –

Hér má sjá Prada skónna:

Öðruvísi gæði á leðrinu, eins og má sjá á strípunum – smáatriðin! En eru þau 50.000 króna virði?

Hér eru Prada Adidas skórnir – kosta rúmlega 60.000 krónur –

Gæðin góð – svo sannarlega – en come on –

Hvað segi þið, er þetta þess virði?

Heyrumst!

@helgiomarsson

HÁRIÐ RAKAÐ AF – AFHVERJU?

PERSONAL

Ég var á leiðinni í klippingu, fattiði, laga enda, laga gula litinn, allt þetta. Þegar ég alltíeinu það var eins og það var rödd í hausnum á mér sem sagði “af með hárið” – dramatískt, klárlega. En samt heilagur sannleikur, þá var ekki aftur snúið. Í flest þau skipti sem hárið hefur fengið að fjúka það er þegar eitthvað stórt er að gerast hjá mér, og þá helst innra með mér. Ég gerði þetta síðast 31 desember, rétt fyrir kvöldmat, en árið var búið að vera ótrúlega erfitt. Svo til að sleppa smá takinu eða ganga inní nýtt ár með aðeins nýtt hár var eitthvað frekar þýðingarmikið fyrir mig.

Í þetta skiptið er ég að ganga í gegnum hellings breytingar en breytingar af hinu góða. Og að taka hárið af ótrúlegt en satt hjálpar mér að koma mér í gegnum komandi breytingar – let’s go!

@helgiomarsson

ANDLEGT NÁMSKEIÐ HJÁ RVK RITUAL – MÍN UPPLIFUN

ÉG MÆLI MEÐYNDISLEGT

Ég og systir mín fórum í námskeið hjá Rvk Ritual sem, jah, dramatískt nok breytti svolítið lífi mínu. Námsskeiðið er 4 vikna netnámskeið og gúrúarnir mínir tveir Eva Dögg og Dagný Berglind standa á bakvið það. Eva hefur tvisvar verið í Helgaspjallinu og sló þar gegn í þáttunum sínum. Hún er hafsjór af visku og hefur kennt mér svo ótrúlega margt og námsskeiðinu er þetta eins og lítill skóli af samanhjúpað af Evu og Dagnýju og útkoman er mögnuð.

Á námskeiðinu er kennt ýmislegt tengt heilsu, andlegri og líkamlegri og að setja sjálfan sig í forgang. Við lærðum meðal annars um jógaheimspeki, hljómar flókið, eða það hljómaði flókið fyrir mig en það var alveg ótrúlega fróðlegt. Hugleiðslutækni, öndurnaræfingar, markmiðasetning, næring fyrir líkama og sál. Það voru allskonar verkefni líka, eins og dagleg hugleiðsla, sem ég hef verið að fikta með, en fannst gjörsamlega geggjað að vera með verkefni og ég fann hvað mig hlakkaði til að setjast niður og hugleiða. Ég var reyndar mjög heppinn að hafa magnað umhverfi þegar ég var á námsskeiðinu, en ég hugleiddi meira og minna uppí fjöllunum á Seyðisfirði. Engu að síður, þá fannst mér það vera eiginlega að opna dyr fyrir hausinn á mér, því ég hef verið að hugleiða reglulega síðan.

A powerful 4 week online class to elevate and transform us into our best selves.”

Það er líka farið útí stjörnumerki og stjörnukort hvers og eins, ég var reyndar kominn með mitt svo mér leið eins og nemandanum sem þið vitið, var búinn með verkefnið á undan öllum. Kannski í annað skipti sem það hefur gerst hjá mér, en sæt tilfinning, ætla ekki að ljúga hoho. En æ ég sakna eiginlega bara að vera í þessu nú þegar ég skrifa um þetta, og ég skrifa þetta því ég mæli svo einlægt með þessu námsskeiði, er svo þakklátur Evu og Dagnýju. Við fáum svona spjallgrúppu á námsskeiðinu þar sem við töluðum saman um það sem við vorum að læra og ræddum um allskonar andlegt og heilandi.

    
Hugleiðslustaðirnir góðu – 

 

HÉR getiði séð allt um The Ritual Class eins og þetta heitir – innilega mæli með.

@helgiomarsson

HÚÐLÆKNASTÖÐIN –

SAMSTARFUMFJÖLLUNÚTLIT
Þessi færsla er í samstarfi við Húðlæknastöðina

Ef það er eitthvað sem ég spái mikið í þá er það húðin á mér. Ég var mjög bólugrafinn þegar ég var yngri og hef farið á tvo húðkúra á þessari stuttu ævi minni (hehe young skiljiði) – og svo hef svo sannarlega farið til húðlæknis áður og í hvert skipti fannst mér alltaf mjög jákvæð upplifun fyrir mig því þá vissi ég að strákurinn var að fá aðstoð við eitthvað sem ég gjöööörsamlega var að bugast úr óöryggi með. 

Ég var kynntur fyrir Húðlæknastöðinni í fyrra (mér til mikillar ánægju) og þar fékk ég að kynnast henni Jennu Huld sem er húðlæknir. Ég spurði hana að sjálfssögðu rúmlega fimmtíu þúsund spurninga og hún svaraði þeim öllum og meira en það. Ég byrjaði á að fara í tattoo lazer hjá þeim, en þau eru með Rolls Royce (þó ég viti varla hvað Rolls Royce er) tattoo lazeranna. Ég hef aðeins farið eitt skipti en það tók alveg ótrúlega vel af flúrinu – 

Þar einnig fékk ég smá meðferð vegna þess að húðin mín undir augunum er einstaklega þunn, svo hún aðstoðaði mig með það og er bara svo mikill fagmaður að ég eiginlega bara smá bilast. 

Jenna stendur mjög mikið fyrir framtíðinni í húð og sérstaklega sprengjubylgjunni sem er í gangi í húð meðferðum. Eina sem skiptir mig máli er að eldast vel og gera það besta fyrir húðina og að sjálfssögðu bara vera eins náttúrulegur og ég get. Þetta hefur hún aðstoðað mig alveg ótrúlega mikið með. 

Fyrir þá sem hafa áhuga um meðferðir og húðmeðferðir þar sem húðlæknar ráða ríkjum. Þá get ég með engu móti mælt meira með Húðlæknastofunni – sérstaklega Jennu! Jeminn eini – 

Má einnig til með að mæla með Húðlæknastofunni á Instagram, en þar tildæmis er hægt að finna eldri stories með alveg ótrúlega miklum fróðleik.

Best in the biz!

BLUE LIGHT BLOCKING GLERAUGU –

ACCESSORIESNEW IN

Í langan tíma hef ég ætlað að fá mér blue light blocking gleraugu. Ég er búinn að vinna uppá módel skrifstofu á veturnar með skjáinn þremur sentimetrum frá andlitinu á mér, ég er með símann upp við andlitið á mér meira og minna allan sólarhringinn (förum nánar útí það seinna .. not cool) og vinn við myndvinnslu og allt tilheyrandi lengi líka. Svo augun á mér eru alltaf með þessa bláu geisla í sér. Jú svo auðvitað Netflix á kvöldinn og ég gæti haldið áfram. Þetta yfirtekur þannig séð hverdaginn eins og hann leggur sig. Þegar mér var bara orðið illt í augunum þá vissi ég að ég þurfti að gera eitthvað í málunum.

Ég skoðaði allskonar gleraugu útum allt, og þá sérstaklega þau sem eru ready og svona standard –

Ég persónulega var ekki alveg að fýla það svo ég endaði óvart í búð hérna í Kaupmannahöfn með vinum mínum sem heitir Ace and Tate – og fann þar gleraugu sem var alveg 100% á að voru match. Þetta var svolítið eins og þegar Harry Potter fékk galdrastafinn sinn, þið vitið. Svo ég valdi bara umgjörðina og svo bláa ljós blocker gler í :-)

Glerið blockerar 99% af bláum ljósum í augun og ég get vonandi farið að sofa eðlilega, og vera smá eðlilegur varðandi endalaust gláp og skjái – mjög ánægður með þessi kaup!

@helgiomarsson

GEYSIR –

Samstarf við Hótel Geysir

Geysir á við svo ótrúlega margt fallegt á Íslandi. Geysir, the one and only sem reyndar virkar ekki lengur. Geysir búðirnar fallegu á Íslandi, ég fór þangað nýlega og mér finnst þær smá underrated til að vera hreinskilinn. Finnst þær auðveldlega flottustu búðir landsins OG – nýjasta viðbótin, Hótel Geysir.

Við Kasper gistum þar og nú er ég extra EEEXTRA mikill hótel perri. Ég er picky, ég er smámunasamur, ég er unnnandi og jákvæðnispungur. Fjölskyldan mín er hótel eigendur, svo það er ekkert skemmtilegra að spá í hótelum. Hótel Geysir tókst að tikka í öll boxin, smáatriðin, hönnunin og vibe-ið. Naut mín svo innilega á Hótel Geysi –

@helgiomarsson á Instagram

PANORAMA GLASS LODGE

ÍSLANDSAMSTARFSTAYTRAVEL
Þessi færsla er í samstarfi við Panorama Glass Lodge

Þegar Kasper ákvað að koma til Íslands, þá vissi ég að ég vildi gera eitthvað einstakt fyrir hann því hann gjörsamlega elskar landið okkar. Það geri ég svo sannarlega líka og þess vegna var þessi upplifun eiginlega mögnuð og einstök. Panorama Glass Lodge er ótrúlega skemmtileg hönnun þar sem maður meira og minna sefur í náttúrunni á fallegum stað – sjón er sögu ríkari.

Þessi pottur var svo mikið ÆÐI!

Sætur gaur –

Fengum svo stórmagnað sólsetur –

Ég HELD – megið leiðrétta mig ef ég er að rugla, að þetta sé Hekla í bakrunninum –

Íslandið okkar!

@helgiomarsson á Instagram