Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

.. ÁRSINS 2016

PERSONAL

helgi2small

ÓÓKEI, ÉG BYRJAÐI AÐ SKRIFA SVONA FJÖGUR BLOGG UM ÁRIÐ OG ÞEIM VAR ÖLLUM HENT. Ég var næstum því búinn að drepa sjálfan mig um leiðindum. SVO! Ég pullaði þennan gæja. Ég skoðaði hana vinkonu mína Elísubetu Gunnars í leit af innblæstri. Ég fann ekki bara innblástur, heldur þennan fína sæta spurningalista sem ætla hreinlega að ræna. Ég biðst hér formlega höfund spurninganna á mbl.is og Elísubetu afsökunar.

Hápunkt­ur árs­ins?
Þeir eru þrír – Tælandsferðin í janúar með kæró, hún gerði stórkostlega hluti fyrir mig. Að vinna og kynnast crewinu sem vann að Falleg Íslensk heimili í sumar og Tælandsferðin með Palla. Hún var stórmögnuð.

Af­rek árs­ins?
Þau vöru mörg lítil, eflaust öll PR-in í Crossfittinu. Megi þau vera fleiri á nýju ári.

Skemmti­leg­ustu snapchat-ar­arn­ir á ár­inu að þínu mati?
Ég er ekki mikið að horfa á Snapchat. Eða er ekki nógu duglegur við það. Ef ég þyrfti að velja einhvern þá væri það Sólrún Diego og Binni Glee. Það er tvær manneskjur sem ég fæ bara svona, goootta’love’em. Annars horfi ég alltaf að Dagnýju systir, missi aldrei af því. Thaiboywhiteboy er að sjálfssögðu ómissandi líka.

Fyndn­asta atriði árs­ins?
Að eiga vinkonuna Tinnu Erlingsdóttir, því hún er heimsins fyndnasta manneskja.

Skrítn­asta upp­lif­un þín 2016?
Góð spurning! Ætli það hafi ekki verið að fá að horfa á fyrsta þáttinn af Falleg íslensk heimili. Það verður örugglega aldrei ekki skrýtið að horfa á sjálfan sig í sjónvarpi.

Upp­á­halds drykk­ur­inn þinn þetta árið?
Það er alveg klárlega íslenska vatnið. Og reyndar hyldeblomst. Damn það er svo gott.

Mest eldaði rétt­ur­inn í eld­hús­inu?
Ætli það sé ekki burrito. Það er mjög vinsæll réttur á mínu heimili. Allskonar útfærslur og skemmtilegar og flippaðar matargerðir notaðar. Ég reyndar geri þennan rétt mjög vel, gef mér það klapp á bakið.

Upp­á­halds­lagið þitt á ár­inu?
Það er einmitt þaaaað .. segjum:
Youniverse – Molly Sandén
Lay me down ft John Legend – Sam Smith
Berlin – RY X
og Treat you better & Mercy með Shawn Mendes

– já vinir, ég er þetta spennandi.

Upp­á­haldsnet­síðan þín?
Trendnet að sjálfssögðu.

Upp­á­halds­blogg­ar­inn?
Ég vil ekki gera uppá hér – en ég á þó uppáhalds. Dammdamm daaaaaaam.

Besta bók sem þú last á ár­inu?
Harry Potter and the Cursed Child.

Fal­leg­asta augna­blik árs­ins?
Þegar Palli besti vinur minn fann konu sem ól hann upp frá blautu barnsbeini á ættleiðingarheimili í Tælandi. Þau voru að hittast í fyrsta skipti í 22 ár. Tilfinningarnar tóku völdin hjá þessari yndislegu konu og það var alveg magnað augnablik. Annars þykir mér líka rosalega væntum þegar Sigrún, guðdóttir mín lá hjá mér, tæplega fimm mánaða og horfði á mig og brosti og sofnaði til skiptis.

Mest krefj­andi verk­efni árs­ins?
Sjálfsvinnan er krefjandi – og gefandi!

Þakk­læti árs­ins?
Listinn er ótrúlega langur. Þakklæti ársins eru hreinlega fólkið í kringum mig. Fjölskyldan. Vinirnir. Fólkið sem vinnur með mér hjá Elite. Fólkið hjá SKOT Productions, crewið í Falleg Íslensk Heimili, Eygló hjá MOOD og ég gæti haldið endalaust áfram. Ég er allavega þakklátur maður.

helgismall

Takk fyrir mig á gamla árinu kæru lesendur.

Knús og kærleikur –

helgi@trendnet.is

instagram: helgiomarsson
snap: helgiomars

 

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN .. PART 3

I LIKE

part3-1

1. Bolur frá Adidas – mjög solid –
2. Hátalari frá aMove – fæst á linan.s
3. Týr peysa frá 66°Norður –
4. Bakpoki bakpokanna frá Haglöfs – fann hann ekki á Íslandi, megið endilega láta mig vita ef hann fæst einhversstaðar – haglofs.com –
5. GoPro myndavél – fæst í Elko (á mínum óskalista)
6. PS4 – fæst í Elko (á mínum óskalista)
7. Rúllukragapeysa frá Húrra Reykjavík
8. Tindur dúnúlpa frá 66°Norður (á mínum óskalista)
9. Beoplay heyrnatól frá Ormsson
10. Hálsaskjól frá 66°Norður

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN 2016 .. PART 2

STYLE

Áfram gakk!! Korter í jól ..

part2-1

1. Blue Lagoon Shower Gel – Þetta er það sem ég nota í sturtu, og þetta er ofur næs, solid gjöf, gott verð, ízlenskt.
2. Design Letters – einföld, falleg & fín gjöf! Fæst í Hrím. – (Á mínum óskalista)
3. Skór frá Ecco – Mér finnst þessir persónulega einstaklega flottir, mjög stílhreinir og góðir. Fást í Ecco búðinni í Kringlunni. 
4. Tindar plakötin finnst mér geggjuð. Hægt að finna sitt uppáhalds fjall, einstaklega falleg hönnun. Fást í Hrím og hér. (Á mínum óskalista, Bjólfur eða Strandatindur já takkkk)
5. Morgunkápa frá Marimekko – svona gjöf flík ekki, án djóks. Ég var mjög skeptískur fyrst þegar ég fékk mína, en fffjandinn hún hefur verið notaður. Fæst ekki á Íslandi, en til hægt að finna öðruvísi eða á Marimekko.com
6. Iphone hulstur með batterí-i, brilliant, say no more. Fæst á epli.is – (Á mínum óskalista)
7. Þyrluferð frá Helicopter.is – án djóks sturluð jólagjöf. Og þau eru með jólatilboð.
8. Kubus frá ByLassen – því hann er fallegur. Fæst í Epal (Á mínum óskalista)
9. Element peysa frá Nike, í hversdagsleikanum eða sportinu, þá er hún mjög flott. Fæst á Air Smáralind.

KORTER Í JÓL .. OUTFIT

OUTFIT

Ég er með brjálaða þörf fyrir að fara út að labba í garð sem einum og hálfum kílómetra í burtu frá húsinu mínu. Ég er sveitastrákur frá Seyðisfirði, ég meira segja bjó á Djúpavogi frá fæðingu og til sex ára aldurs. Ég fýla mig að sjálfssögðu í borg eins og Köben, en ég þarf nauðsynlega á grænu að halda. Trjám, og læk, og allskonar náttúru elementum. Annars kæfist ég bara hægt og rólega.

Ég fór þangað á sunnudaginn með kæró, sem var eins og ávallt alveg fáranlega næs.

Tilfinningin um það sé bráðum að koma jól var ekki beint til staðar. Það var gott veður, allt einhvernveginn grænt, og sól .. 11 desember. Frekar fyndin tilfinning –

01 02 04 05 06 07

Hann:
Hofsjökull úlpa frá 66°Norður
Calvin Klein hettupeysa
Buxur: Zara
Skór: Adidas Superstar Summer edition

Ég: 
Arnarhóll jakki frá 66°Norður
Týr peysa frá 66°Norður
Buxur: Dr. Denim Jeansmaker
Skór: Dr. Martens

insta: helgiomarsson
snap: helgiomars

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN 2016 .. PART 1

I LIKE

Ég er búinn að vera setja saman lista af ýmsum hugmyndum fyrir karlmennina í lífinu ykkar. Eða jú stelpur, þetta eru eflaust líka góðar hugmyndir fyrir stelpur þarna úti líka.

Ég ákvað að byggja þennan lista upp frá því hvað ég mundi gjarnan vilja fá í jólagjöf EÐA eitthvað sem ég á, sem ég hef verið rosalega ánægður með og nota mikið. Svo þessi listi kemur beint frá hjartanu kæru vinir .. og vona innilega að einhver þarna úti fái góða hugmynd. Responsið í fyrra var fáranlega gott, svo ég ákvað að endurtaka leikinn.

Ég tek það einnig fram að ekkert af þessum hugmyndum er spons að neinu leyti. Þykir óþolandi að þurfa alltaf að endurtaka þetta, en bara til að það sé engar vafasemdir.

part1

1. Glænýr ilmur frá Versace – Dylan Blue, er búinn að vera sniffa hann á flugvöllum síðan hann kom á markað. Mjög góð lykt, mæli hiklaust með honum. Fæst í Hagkaup. – (Á mínum óskalista)
2. Snæfell anorakkurinn frá 66°Norður. Hann er svo flottur og praktískur. – (Á mínum óskalista)
3. Nudd og dekur fyrir herrana – fann tilboð hjá Laugar Spa. Solid jólagjöf. –
4. Snilld sem aukagjöf, eða mini-gjöf til að hafa með. Þetta súkkulaði kallar hreinlega fram á stunur. Komin eru ný brögð sem væri líka hægt að smakka. – (Á mínum óskalista alltaf, hvenær sem er)
5. List. Í hinum ýmsu formum.Finnst það oft gleymast. Hafa samband við listamann og gera eitthvað persónulegt, eða bara velja úr safni. Þykir það geggjuð gjöf. Þessar myndir eru eftir Veru Hilmars t.d
6. Bollar frá Royal Copenhagen. Þeir eru bara ógeðslega næs. Ég elska mína, þeir gerir ljóta hillu súper fína. Fæst í Kúnígúnd í Kringlunni
7. Andlit Norðursins eftir Ragnar Axelsson – þetta er auðvitað bara meistaraverk. Stórkostleg bók með mögnuðum ljósmyndum, ásamt því að vera flott mubbla útaf fyrir sig. – Fæst í næstu bókabúð. – (Á mínum óskalista)
8. Vík hanskarnir frá 66°Norður. Ég ákvað að hafa þá með því ég fer ekki út á veturna án þeirra. Alltaf góð gjöf. –
9. Carhartt jakki frá Húrra Reykjavík. – (Á mínum óskalista)
10. Box frá By Lassen. Ég er búinn að vera kaupa nokkra svona box inná heimilið mitt. Þeir eru stílhreinir og fáranlega fallegir. Fást í Epal.
11. Salt líkamsskrúbb frá Laugar Spa – því ég dýrka minn, ekki flóknara en það. Fæst í næstu World Class stöð. 

Það munu koma fleiri hugmyndir næstu tvo til þrjá daga, fylgist með x

instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars