Helgi Ómars

RUN FROM FEAR TO FUN – NIKE & JOE

INSPERATIONALSPORTYNDISLEGT

Ég repostaði nýlega story frá henni Ásu Ninnu þar sem hún talaði um það hvernig hlaup hefur hjálpað henni að ná fókus og vellíðan. Hún skrifaði sjúklega skemmtilega en þó alvarlega um hvernig ADHD hefur áhrif á hversdagsleikann hennar sem okkar maður, ég, tengdi við að öllu leyti. Ég og Ása eigum það sameiginlegt að vera ekki á lyfjum og þurfum þess vegna að nýta aðrar aðferðir til að hjálpa okkur að ná fókus og forðast fylgikvillina sem eiga til að láta sjá sig, eins og tildæmis hreint mataræði og hreyfing.

Ása semsagt deildi með okkur hvernig hlaup hjálpaði til og ég tengdi algjörlega við það. Þegar ég var að hlaupa sem mest þá leið mér alveg fáranlega vel og fann fyrir brjáluðum mun á hversdagsleikanum mínum. Svo í kjölfar þessarar story sem vakti mikla athygli þá ákvað Mrs Ninn að starta smá gleði og samheild í kringum þetta í samvinnu með Nike og Joe & the Juice sem þið getið fundið ..

HÉR: Run from fear to fun – 

“Joe & the Juice og Nike á Íslandi standa saman að átakinu 
RUN FROM FEAR TO FUN.

Inntakið í átakinu RUN FROM FEAR TO FUN er að vekja athygli á því hvernig er hægt að ná góðum árangri líkamlega og andlega með raunhæfri markmiðasetnigu í hreyfingu. 

Hópurinn ætlar að hittast 2x í viku og allavega einn dag í viku hlaupum við með hlaupaþjálfara í Laugardalnum. 
Hinn dagurinn er svolítið opinn. Stundum hlaup og stundum eitthvað óvænt –
Eitt er víst að við ætlum að hafa gaman!

Samhliða þessu þá fáum við til okkar mjög spennandi fyrirlesara og verða fyrirlestrarnir haldnir á JOE í Laugum.

Hópurinn verður opinn ÖLLUM og það kostar ekkert að vera með. En við verðlaunum þá sem koma oft og standast markmiðin sín. Þeir sem mæta á fyrstu 4 æfingarnar fá glæsilegan hlaupabol frá NIKE.”

Ég hrósa Ásu geðveikt fyrir þetta frumkvæði og hlakka mega til að vera með –

Sjáumst við á miðvikudaginn næstkomandi kl 17:00?? :)

SUNNUDAGS BINGÓ Á SÆTA –

ÍSLANDMATUR

Þetta er eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert í langan tíma, Bingó á Sæta Svíninu. Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast enda í algjörum sunnudagsgír og max chillaður. Ég fór með Tinnu vinkonu sem var líka í sunnudagsgírnum, en við ákváðum þó að skella okkur. Shit hvað ég skemmti mér konunglega. Ég dansaði eins og vittleysingur, hló eins og api og söng eins og eitthvað sem er gríðarlega falskt, en ég gerði það og er mega ánægður með það. Hlakka strax til að fara aftur!

Tinna besta squeeze

Svo ef við ræðum matinn aðeins, þá var hann gjörsamlega grand.

Ég er svangur að blogga um þetta, mæli ekki með því. Mundi drepa fyrir að borða þetta var gott.

Okkar maður villtur í vatninu –

Þetta legend, einum of skemmtileg.

Vann ég? Nei ..

Hressasta liðið á staðnum, nýbúin að dansa uppá sófunum –

CPH SÓLIN – OUTFIT

66°NorðurOUTFITPERSONALSTYLE

Ég er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í Danmörku og eruði þið að dddddddddjóggga. Það var svo klikkað veður að ég eiginlega skil bara ekki neitt. Ég hef aldrei, síðan ég flutti til Kaupmannahafnar upplifað eins lúxus veður dag eftir dag. Þetta veður hefur verið svona síðan í byrjun maí og meira segja gróðurinn og grasið er að þorna upp. Þetta var enginn smá lúxus og ég fann bara hvað allt var létt yfir fólki. Það var yndislegt að komast heim til kæró og fá að sprella um í stuttbuxum og léttum skyrtum og vera mjög heitt. Ég er allavega kominn tanaðari heim, sem er jú besti plúsinn við þetta allt saman.

Sólgleraugu: Gucci
Skyrta: H&M
Stuttbuxur: Samsøe Samsøe
Sokkar: 66Norður
Skór: Converse

Insta: helgiomarsson

EXCLUSIVE EDITORIAL FYRIR THEFASHIONISTO EFTIR MIG

MEN'S STYLEMODELSMY WORKPHOTOGRAPHY

Þetta var reyndar í febrúar þegar ég og súper vinkona mín Jóhanna Sverris ákváðum að sameina krafta okkar og negla í exclusive myndaþátt fyrir TheFashionisto sem hefur lengi verið leading síða í herratísku og einnig lengi verið uppáhalds síðan mín. Ég byrjaði að lesa hana þegar áhugi minn á tísku kviknaði fyrst og hef lesið hana síðan.

Fyrirsætan Mihn varð fyrir valinu en ég gjörsamlega dýrka hann, hann er hálf danskur og hálf suður kóreskur og ég fann hann fyrir alveg nokkur mörgum árum þegar hann var í Nike deildinni í Sportmaster. Hann tveimur vikum eftir þann örlagaríka dag bókaði international Nike herferð og gerði það svo aftur ári eftir. Og jú, Nike er semsagt uppáhalds merkið hans. Svo þetta voru örlögin að vinna sína vinnu þennan dag –

Hér eru nokkrar myndir:

Getið séð allt og með creditum HÉR á TheFashionisto.com – 

THAILAND MINNINGAR –

PERSONALTRAVEL

Á mínu heimili er stanslaust verið að ræða hvert við ætlum næst, hvenær, hvernig, hvar, og já, hvert! Ég dagdreymi endalaust varðandi frí. Ég er gjörsamlega orðinn háður því að ferðast, og við erum alltaf að setja íbúðarkaup til hliðar því okkur langar að ferðast aaaaðeins meira. Ég var eitthvað að skoða í símanum mínum þegar ég rakst á myndir frá Tælandi og ég fæ – ekki – nóg.

Útsýnið frá hótelinu í Bangkok – mér finnst svo fyndið að ég hef verið þarna fjórum sinnum á tveimur árum –

Uppáhalds eyjan mín í lífinu, Koh Lipe. Þessi hundur var alltaf sofandi þarna, og ég setti alltaf mat fyrir framan hann á kvöldin, en hann rumskaði aldrei. Þreyttur drengur.

Glass noodle salaaaaad – best í heimi!

Útsýnið úr Bungalowinum okkar –

Besta aftersun í heiminum, gefur mega piparmyntu kikk og kælir mann gjörsamlega niður. Elska það –

Sandurinn gjörsamlega eins og púður –

Munkarnir á morgnana, það var mjööög fallegt að fylgjast með á morgnana, en ströndin fyrir utan okkar resort hét Sunrise Beach, svo morgnarnir voru eiginlega stórkostlegir.

Fimleikastjarnan jújú –

Kominn aftur til Bangkok á hótelið sem við féllum kolféllum fyrir – og komum til með að fara þangað aftur og aftur ..

 

Maturinn við sundlaugina var top stöff –

Hér má sjá bestu vöfflu lífsins, ég ætla no joke að gista þarna extra lengi næst aðeins útaf þessari vöfflu.

Þennan morgunmat fengum við klukkan 05:00 um nóttina áður en við fórum í flug, það var í boði að panta morgunmat ef maður náði honum ekki. Geggjuð þjónusta og solid hótel –

Nýja Delhi að ofan! Magnað að sjá –

Styttist í næsta ferðalag gæææææs!!!!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

27 ÁRA –

DANMÖRKPERSONAL

Í fyrradag varð ég 27 ára og það er asnalegt að segja það en mér kveið smá fyrir að verða 27 ára. Finnst það eitthvað svo stór og boring tala í staðinn fyrir 26. Ég komst mjög þæginlega í gegnum þennan dag og það að sjálfssögðu bara forréttindi að fá að eldast, og eldast heilbrigður. Ég er að fara í gegnum tímabil sem mér finnst mér ég vera læra alveg ógeðslega mikið um sjálfan mig þessa dagana og vanalega hef ég alltaf sett ómeðvitaða pressu um að afmælisdagarnir mínir eiga að vera solid góðir og allskonar blalala. En í ár, þá langaði mig svo innilega bara að eiga rólegan dag og njóta. Borða góðan mat, hitta gott fólk, njóta veðursins og punktur. Mér fannst það mjög frelsandi tilfinning og ég býst við að þessi hugsunarháttur sé kannski bara partur af því að eldast! Hahaha –

Ég átti allavega fullkominn afmælisdag – hann hefði varla geta orðið betri.

Kæró klikkar aldrei – hann spurði mig hvað mig langaði í morgunmat og ég var alveg harður á því að mig langaði í Weetos. Það hefur aldrei verið til Weetos í Köben, en það er nýkomið SOOOO.

Brunch með kæró á Wulff & Konstali – mjöööööööög næs staður!

Þessi vaffla uppi í horninu, sssheeeeeeetttt – svo góð!

Elsku Ragga vinkona bauð okkur heim þar sem við borðuðum endalaust á meðan við urðum tönuð. Hún er alveg einstök vinkona.

Eftir allt saman borðuðum við á Ban Gaw, sem er besti Tælenski maturinn í Kaupmannahöfn.

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

SKARTGRIPIR FRÁ SIGN –

MEN'S STYLESAMSTARFSTYLE

Nýverið byrjaði ég aðeins að vinna með hinu alíslenska skartgripamerki Sign, en ég hafði sérstaklega þekkt merkið þar mig hafði lengi langað í þennan hring frá þeim, sem ég svo gríðarlega ánægður geng með daglega núna þar sem þau voru svo mögnuð að gefa mér hann að gjöf. Ég og kærastinn minn vorum búnir að skoða hann lengi, og mér þótti mega gaman að hitta fólkið á bakvið merkið og vinna með þeim í dag. Þegar ég fór að skoða gripina í búðinni féll ég eiginlega alveg fyrir þeim, og tala ekki um fólkið á bakvið merkið. Snillingar með meiru.

Ég er einnig að læra meira og meira hvað mér finnst ótrúlega gaman að ganga með skartgripi, mér finnst það virkilega setja punktinn yfir i-ið –

Hringurinn –

 snap: helgiomars
insta: helgiomarsson

HOODIE -AMI

I LIKEMEN'S STYLENOCCOOUTFITPERSONAL

Ég skilaði nýlega þessari peysu aftur til kæró, en ég krafðist þess að fá að taka hana með mér til Íslands. Hann nær einhvernveginn alltaf að kaupa einhverjar flíkur sem að ég vil. Ég held að þetta gæti verið eitthvað í hausnum, æ fattiði, ég kaupi eitthvað og get verið í því eins og mér hentar. Hann kaupir eitthvað, ég má smá vera í því en ekki nóg svo ég vil það ennþá meira og finnst flíkin flottari, betri, mýkri og geggjaðari í alla staði.

Ég allavega er trylltur í þessa peysu, hún er frá AMI og var keypt á Caliroots –

Jú gaman að segja frá því að ég held á Nocco dós sem heitir Carnival, hún er á leiðinni til landsins, og ég áááán djóks, held að þetta sé uppáhalds bragðið mitt. Ég veit reyndar ekki hvaða bragð er á þessu en það er blanda af öllum suðrænum ávöxtum held ég. Hann er klikkaður!

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

NOKKRAR GEGGJAÐAR Á HÁLFVIRÐI Á FARFETCH

I LIKEI WANTMEN'S STYLESTYLE

Farfetch er ein af þeim síðum sem ég skoða alltaf á internet rúntinum, það koma alltaf reglulega nýjar flíkur og merkin góð OOOG afslættirnir alltaf frekar feitir í enda á hverju seasoni. Það blasti við mér 50% afsláttur á forsíðunni í morgun, svo mig datt í hug að þrykkja inn nokkrum góðum vörum á hálfvirði sem væri gaman að eignast –

Allar þessar flíkur eru á 50% –

Mason Margiela sneakers – einnig í svörtu & svörtuoghvítum – HÉR

Versace Satín Bomber jakkiHÉR

Calvin Klein nærbuxur á spoottttprísHÉR

Yeezy Calabasas HoodieHÉR

Y-3 SneakersHÉR

Y-3 Sneakers – HÉR

Saint Laurent belti – það eru ekki bara Gucci beltissylgjur sem eru flottar guuuuuysHÉR

Prada tvöfaldur Tote BagHÉR

Astrid Andersen jakkiHÉR

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

NÝR ILMUR –

I LIKEILMURSNYRTIVÖRUR

Bæði ég og maðurinn minn erum pínu ilm-perrar og við erum alltaf eitthvað að sniffa á flugvöllum, Magasín, olíum og hvað ekki. Við vorum allavega í Magasín Du Nord, jú að sniffa hin ýmsu ilmvötn þegar við duttum inní Aesop standinn og kæró er svona týpa að honum finnst eitthvað athyglisvert þá fer hann bara HEAD FIRST ALL INN, og við vorum þarna að sniffa allar lyktirnar sem þarna voru í boði og hann fýlaði eina og ég fýlaði aðra, afþví við ákváðum að splitta kostnaðinum var aðeins ein í boði sem við ætluðum að kaupa og að sjálfssögðu var ég bara frekur og ákveðinn og við völdum þann sem mér fannst bestur, en hann heitir Hywl og hann er gjöööðveikur.

Hann er unisex og honum er lýst eins og japanskur skógur, reyktur ilmur og mildur kryddilmur.

Þetta eru svo prufurnar sem við fengum fyrst, til að venjast, þið sjáið til.

Þessir ilmir eru til í Madison Ilmhús, en eins og ég skrifa þá keypti ég minn í Magasin Du Nord.