Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

H&M GLEÐIN –

ÍSLANDPERSONALSTYLE

Það fór líklegast framhjá öllum að H&M er opnað í Smáralindinni. Samt ekki, en H&M hélt heljarinnar partý daginn fyrir opnunina, þar sem gleðin, var stjórnlaus. Hjá mér allavega. Ég var svo vandræðalega spenntur að komast heim og vera með Trendnet liðinu og svo smella nokkra feita á fullt af fólki sem maður þekkir úr ýmsum áttum sem mættu í þetta teiti. Tíminn allavega gjörsamlega flaug frá mér, ég missti af fullt af fólki en ég átti þó samtöl við nóg af þeim. En fjandinn anskot hvað var gaman. Ég var ein stór tikkandi hamingjusprengja þetta kvöld, veit að þetta er allt frekar dramatískt og mikið, en þetta var svona. Svo ef einhver sá mig hlaupandi þvert yfir búðina, eða heyrði í grameðluhlátrinum mínum, hvað svo sem það var, sorry not sorry.

Takk fyrir mig H&M & Döðlur, djöfull kunniði að halda gleði.

Í teitinu klæddist ég skyrtu frá Norse Projects, leðurjakka frá Acne Studios & buxurnar eru H&M, og skórnir frá Acne Studios, en enginn sér þá so, já.

María Guffa og Melkorkan okkar x

Harpa Kára lét sig ekki vanta

Smá in store shoot með elsku Sögu Sig x

Tveir Trendnet-dólgar, sem hittu Anne Sofie sem er listrænn stjórnandi H&M og fengu smá H&M túr.

.. oog grúppan sem hittust saman með skvísunni í smá spjall og klukkutíma chill eða svo.

Ég sé að það er nnnnnóg að gera hjá H&M, svo vonandi njótið þið vel kæru ízlendingar.

ZURICH TÚRINN Í MYNDUM –

PERSONALTRAVEL

Zurich hefur verið ótrúlega næs. Án gríns, það er alltaf einstök tifinning að fara heim eftir eitthvað gott frí. Léttir, og eitthvað allskonar mix í manni, svona, aah. Núna sit ég í flugvélinni og er sjúklega sáttur. Ótrúlega þakklátur fyrir að eiga gott fólk að og í rauninni bara vera glaður og nokkuð carefree. Allt carefree sem við upplifum í samfélaginu okkar er næstum því spari. Sem er hellað, en pínu rétt.

En Zurich vinir, eitt sem ég get sagt ykkur er að Zurich, er ótrúlega falleg borg, en motherplucker sjit tampon og anskotinn hvað þetta er dýr borg. Það skipti í rauninni engu máli hvað ég var að kaupa, ég fékk alltaf svona “wow, really?” – en hey, þessir peningar koma og fara. Mér fannst mjög athyglisvert að sjá alla (orthodox) gyðingana, ég veit ég hljóma eins og ég sé illa menntaður sjötugur maður þegar ég skrifa þetta. En konurnar ganga með hárkollur og þeir fylgja hinum ótrúlegustu reglum. Plús þeir eru víst moldríkir. Ég lærði ekki mikið um þá, og veit í rauninni ekki mikið. Ég veit þó meira en ég vissi í gær!

Annars elska ég að fylgjast með gömlum stílum í stórborgum, og Zurich var einstaklega falleg. Borgin var einhversskonar allskonar blanda af, þýskum, frönskum, ítölskum og meira segja pólskum áhrifum. Fannst ekkert smá gaman að rölta um borgina, og hún er einstaklega lúxus og falleg. Mæli hiklaust með Zurich! – Þó bara helgarferð. Þið vitið. Útaf peningunum ykkar. Kaffi er útborgun á íbúð. Ér’a segjaða.

Flugið mitt var klukkan rúmlega sjö um morguninn og jú, allt var bara í blóma þennan morgun, þangað til að ég settist inní vélina, því ég að öllum líkindum hraut, slefaði, kipptist til, kannski sló ég indversku konuna við hliðin á mér, hvað veit ég. Ég grjótsofnaði fyrir flugtak, og vaknaði korter í lendingu.

Svona byrjuðu allir dagarnir í Zurich, matcha te með möndlumjólk. Fer beint málið á næstu dögum, því þetta er GOOD.

Þetta var svona fjórum skrefum fyrir utan íbúðina, þetta er vatn er hægt að drekka! Ég fékk ekki meira info, þarna eru víst fiskar og allskonar húllumhæ. Gaman að segja frá því að þennan dag voru góðar 31° gráða úti og vatnið 26 gráður. Immit.

Gulli súper beib.

Úti í ostakaupum, mér fannst eitthvað ótrúlega Svisslegt við það –

Góð regla, ef þú ferð í heimsókn til einhverss, þrykktu í einn gúrmey brunch. It’s the least you can do. Og já, það var ekki til beikon, bara wurst.

Féll alveg fyrir þessu húsi, djöfull gæti ég búið þarna.

Þessi Gucci totebag, one day, one day y’all.

Axel, extreme ofur krútt. Ég er gjörsamlega trylltur í þennan dreng. Ekkert nema yndislegur, þetta er já, sonur Gulla vinar míns sem ég heimsótti.

Fótboltaleiks-detailar.

Og konan hans Gulla, Natalia. Mesti töffari sem ég hef hitt. Þetta var fyrsti leikurinn hans Axels hjá pabba sínum, frekar krúttlegt.

Ég er alveg ótrúlega heppinn og þakklátur að fá að vera frændi, útum allar áttir. Nú þegar svo margir af nánum vinum mínum eru að fjölga sér. Finnst ég helling að eiga demanta útum allt til að þykja vænt um.

Takk fyrir mig elsku Gulli & Natalia!

WHEN IN ZURICH ..

PERSONALTRAVEL

Í gær, á einstaklega fínum sunnudegi hér í Zurich þá fórum við í brunch á svo ótrúlega flottum stað að ég eiginlega verð að deila því með ykkur. Þetta var svo geggjuð stemning, þetta var eins og ef Róm og Frakkland hefði verið rúllað saman í einn bolta og búið til eitt einstaklega flott kaffihús. Inni var þetta eitthvað svo gamalt Ítalía og inni var þetta súper franskt. Æ fattiði ekki tilfinninguna þegar maður er á einhverjum sjúklega sálarmiklum og kósý stað og maður fær bara svona “án djóks, nnnnæs” tilfinningu.

Þetta var svoleiðis í gær. Staðurinn heitir Kafi Dihei og eins og ég segi, ef einhver á leið til Zurich, mæli ég algjörlega og hiklaust með!

     

Soya Cappuccino danke strasse!

Papa bear og litli Axel

Þess má geta, að ég hef aldrei fengið eins mikið hrós í lífi mínu varðandi skó. Bara á þessu litla kaffihúsi voru þrír mismunandi aðilar sem spurðu mig hvaðan þeir voru. Acne Studios, lookitup!

Sorry, ég er í fríi og það var sunnudagur, þessar pönnukökur voru léttari en loft og ég hefði getað nuddað þeim í andlitið á mér og gólað þær voru svo góðar.

NEW IN: GUCCI

I LIKEMEN'S STYLENEW INSTYLE

Ég er staddur í Zurich eins og er, og mér þykir borgin hingað til geggjuð! Ég fatta samt ekki tungumálið ennþá, er þetta þýska? Er þetta swissneska? Franska? What’s the jizz?

Allavega, ég og Gulli vorum á röltinu og skoða eitt og annað, við enduðum í Gucci. Eftir að Alessandro Michele tók við sem yfirhönnuður er ég bókstaflega trylltur í merkið. Hafði aldrei neinn sérstakan á huga á því áður. Að labba um í búðinni er bara upplifun útaf fyrir sig, og það er sjaldan sem mig langar eins mikið að skíta peningum og í kringum flíkurnar þaðan.

Ég allavega rakst á veski, og það er bara stundum sem maður “þarf” að fá eitthvað – vitiði hvað ég á við? Í þessu tilviki sá ég það og bara heyrðu já. Need it. Sem er miklu skemmtilegra að ætla fara út að versla, og rembast við að finna eitthvað sem maður á samt pottþétt aldrei eftir að nota.

Veskið mitt sem ég er búinn að eiga í örugglega átta eða níu ár er orðið pínu lúið. Mér þykir voða vænt um það, keypti það í All Saints á sínum tíma og elska það alveg ótrúlega heitt. En, tími til kominn á nýtt y’all.

   

Boom!

Hversu fínt?

VERSLUNARMANNAHELGI ’17

66°NorðurGLEÐIÍSLANDOUTFIT

Vinir, ég var heima, og fékk svona “arg” kast, fussaði og sveiaði í hausnum á mér. Afhverju? Jú, hér erum við rúmlega í ágúst, og ég var hvorki brúnn, útúr djammaður eða búinn að gera neinn skapaðan hlut sem hægt var að setja spurningamerki bakvið. Þið vitið, eitthvað sem kryddar uppá tilveruna, gott eða slæmt. Svo ég fékk svona, fokkit. Settist fyrir framan tölvuna, hringdi í Ingileif vinkonu, hringdi í Palla líka, þrykkti í einn flugmiða með dags fyrirvara og áður en ég vissi af var ég mættur á Keflavíkurflugvöll að kaupa Tuborg classic handa Palla. Sorry, lífið varð bara svo brjálaðslega gott á akkúrat þessu augnabliki. Við Palli undirbjuggum okkur í þetta ævintýri á mettíma niðrí Skeifu, keyptum okkur hlýjan klæðnað, dýnu, tjald, svart Doritos, barbells, nocco, æ þið vitið, og héldum vestur, já VESTUR. Ég hef aldrei verið vestur. Þetta var allt mjög spennó!

Þarna blasti við okkur þetta voða fína fjall.

Og hey í plasti!

Allavega, þetta var myndin sem ég ætlaði að skrifa undir. Routið góða á Ísafjörð, eða réttara sagt, Flateyri. Jú, Flateyri. Þar beið okkur hópur af stórkostlegasta fólki landsins með opna arma og fullt af gleði. Það er reyndar frekar fyndið að þetta sikk sakk í lokinn tekur álíka jafn langan tíma og að keyra alla leiðina að sikk-sakkinu. Hentaði vel fyrir svona þolinmóðan mann eins og mig :) Kaldhæðni? Aldeilis.

Filterslaus fjörður, ekki bara einhver fjörður ..

.. heldur Seyðisfjörður! Jú gott fólk, Seyðisfjörður vestra. Seyðfirðingur á Seyðisfirði, þetta var allt frekar steikt fyrir mig og Palla líka.

Sólsetur kl 22:15 .. frekar magnað

Eftir að hafa dottið beint í gleði með KK þetta sama kvöld á Vagninum á Flateyri, var engum tíma eytt í eitthvað roð. En spikfeit sandkastalakeppni fór fram á Flateyri kl 13:00 þennan ágæta laugardag og við tókum að sjálfssögðu þátt. Ég, Palli, María, Ingileif, Þorgeir Atli, Habbý, Vigga og Einar!

Og til varð þessi dreki! Fjórða sætið var okkar. (Það var samt einhver samsæriskenning í gangi, svo .. já)

Það var stutt í næstu gleði – en eftir keppnina hittumst allir í sundlauginni á Flateyri. Einum of næs.

Ingileif mín, konan hennar María, barnið þeirra Þorgeir, mæður þeirra. Þetta fólk er heimsins mesta snilld. Það var án djóks hvorki leiðinleg né dauð stund í eina sekúndu alla þessa helgi. Ég mun, kæra fólk, lifa á þessari löngu helgi í marga mánuði. Ég er ekki að grínast.

Ég verð samt að segja. Ég vissi varla hvað Flateyri, hvað þá HVAR Flateyri er. En þessi staður er enginn smá hotspot, þarna var allt MORANDI í fólki sem mig grunaði aldrei að ég mundi hitta á Flateyri. Ég er ekki mikið fyrir að name-droppa, en ef ég væri týpan, þá yrðuði mjög impressed held ég. Bærinn er svo fallegur, tala nú ekki um umhverfið. Án djóks, Flateyri (og Seyðisfjörður eystri að sjálfssögðu) er the PLACE – TO – BE!

Þessi helgi var heimilisleg og fjölskyldutilfinning frá A-Ö, betra gat það ekki verið. Fiskisúpa þar sem fiskurinn var torgaður uppúr sjónum beint fyrir aftan staðinn.

Og súper hygge í sófanum hjá ömmu Maríu.

Versló sunnudagurinn var að sjálfssögðu rúsínan í pulsu endanum, punkturinn yfir i-ið, rjóminn á toppinn og .. já, kremið á kökuna, allt þetta. His highness Páll Óskar splæsti í GEEEGGJAÐASTA PALLABALL SEM ÉG HEF FARIÐ Á. Hvert einasta lag sem hann spilaði gjörsamlega gargaði ég með og dansaði eins og bavíani. Nei anskotinn hvað það var ógeðslega gaman. Ég er enn að jafna mig. Þar fann ég líka Úlf vin minn, er nokkuð vissum að hann sé á sömu blaðsíðu hvað þetta ball varðar. TAKK FYRIR MIG PÁLL ÓSKAR EF ÞÚ ERT AÐ LESA ÞETTA.

.. oooog eftir einn og hálfan tíma af svefni, héldum við heim til Reykjavíkur. Við vorum reyndar komin pínu seint af stað. Við vorum í Reykjavík kl 01:30, og vaknaður til að fara uppá flugvöll aftur kl 03:30 – getiði ímyndað ykkur ástandið þann morgun?

Ferðin heim var þó mögnuð og einstaklega falleg.

og já, þetta er einhver steinn gerður af náttúrunnar hendi.

Ísland, best í heimi. Ég er að segja ykkur það, fjandinn hafi það.

HÉR getiði séð flíkurnar sem ég klæddist:

Grái regnjakkinn frá 66°Norður

Bylur ullarpeysan í nýjum lit – hvít frá 66°Norður