Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

SÍÐASTI ÁFANGASTAÐUR & SMÁ VESEN – RAILAY BEACH

PERSONALTRAVEL

Frá Koh Lipe fórum við til Railay, súper strönd í nágrenni við Krabi, sem er þekktur ferðamannastaður. Þar eru fáranlega stór, falleg og vígaleg fjöll og þetta er alveg ótrúlega fallegt. Við tókum bát frá Koh Lipe, þar sem öldurnar skutu bátnum uppí loft. Skrautleg bátsferð! En mér þótti það í rauninni gaman.

Þaðan tókum við minivan til Ao Nang þar sem við svo tókum bát á Railay Beach, en það er einungis hægt að komast á Railay með bát.

Staðurinn var fáranlega fallegur, örlítið túristaður fyrir minn smekk. Við vorum rosalega ánægðir með hótelið og umhverfið falleg. Ég var búinn að lesa á TripAdvisor að matareitrum væri ágætlega algengt í kringum þessar slóðir svo ég vissi að við þurftum að fara extra varlega.

t57

Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sætan veitingastað lúmskt nálægt hótelinu og ég pantaði mér það sem ég panta alltaf .. frábært. Solid staður, þessi staður verður safety zone ..

t58

Daginn eftir ætluðum við að fara á veitingastað sem var með geggjuð meðmæli á TripAdvisor – við mættum, pakkað, og klukkutími í næsta borð. Ókei, back to safety! Við fórum aftur á staðinn okkar, pöntuðum það sama, og fórum heim að sofa.

Fjandinn fokking anskotinn, ddddjjööööööööfullinn. Ég vakna 01:42 og staðfest, ég fékk matareitrun. Sömuleiðis kæró, sem lá sárþjáður að þrjóskast uppí rúmi. Ég er hugrakkur og reyndi að kasta eins mikið upp og ég gat og ná þessu ógeði úr líkamanum.

Við vorum rúmliggjandi allan næsta daginn, og ég náði að koma hálfum snickers bita ofan í mig.

Þessar myndir að ofanverðu er daginn, eftir rúmliggjandi daginn.

t61

Maginn bókstaflega skroppinn saman og ég varð saddur af hálfum banana. Yfirvofandi trust issues fylgdu þessari upplifun og það sem ég lifði af var: Choco Pops á morgnana, snakk eða banani í hádeginu, og hálf ham & cheese sandwhich á kvöldin. Ég þorði ekki að setja neitt ofan í mig sem gæti valdið þess að ég mundi fá aðra matareitrun.

t60

Við vorum þó ánægðir með sixpakkið sem við fengum sem fylgdi þessu veseni.

t62 t63 t64

t59

Ég var gjörsamlega dáleiddur af þessum fjöllum, svo flott. Minnti mig á Avatar fjöllin, so nice.

t69

t70

Bakþema í þessum myndum, sssooorrrý’bout it.

Ég var persónulega ánægður að komast heim að borða skyr, granola, og allt þar á milli. Við vorum þarna í 5 daga, flugum svo frá Krabi til Bangkok og þaðan beint til Dubai og heim.

Ég skal alveg viðurkenna það að svona vesen er ömurlegur skellur í svona næs ferð, en við nýttum þá bara tímann okkar að sleikja sólina (sem gekk mjög vel) og fengum fullt af tani í þessum ríkoverí-i –

Ef þið eruð að fara á svipaðar slóðir, kaupiði þessa mjólkurgerla töflu dót. Það er ekki gaman að lenda í svona.

Annars erum við himinnlifandi með þennan túr, og Koh Lipe gerði allt fyrir okkur. Ég mundi endurtaka matareitrunina ef ég fengi að upplifa Koh Lipe eins og ég gerði, ééééég er að segjaða.

KOH LIPE 2

PERSONALTRAVEL

Ég kom heim fyrir viku OG ÉG ER ENN BRÚNN.

Nei öllu gríni sleppt, ég hugsa stöðugt um þessa eyju. Ég veit að ég mun fara aftur, helst í sumar, eða haust. Ég held ég hafi aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu.

t34

Þessi dúlla tók vel á móti okkur þegar við gengum útaf hótelinu.

t35

Það sem kom svolítið á óvart er hvað margir búa á eyjunni, en hún er gjörsamlega pínu lítil. Það mundi kannski taka klukkutíma að labba í kringum eyjuna eða eitthvað, kannski tvo. En þarna eru hús, og fjölskyldur og lítill skóli held ég. Þau búa við mikla fátækt sem er líka erfitt að horfa uppá.

t37

Í þessum ágæta göngutúr vorum við á leiðinni til Sunset beach, og við héldum að við værum að fara í Lord of the Rings mission, svona fótgangandi, þá gerðum við okkur ekki grein fyrir stærð eyjarinnar. En þessi túr var tæpur hálftími. Frekar fyndið.

t38

Bam! Sunset beach ..

t49

t51

Við fórum bara aftur heim eftir að við vissum hvar þessa strönd væri að finna og fórum aftur þegar sólin fór að setjast ..

t46

Þetta þykir mér eflaust það erfiðasta við þetta allt saman. Hundarnir, ég reyndar keypti ógeðslega mikinn mat sem ég var með í töskunni til að gefa götu hundunum á næstum því hverju einasta kvöldi, svo ég gerði þó smá handa þessum litlu krúttum. Ef ég mætti ráða mundi ég taka þá alla með mér heim að knúsa þá.

t44

t47

t42

Þetta var svo mikill lúxus, að hoppa útúr hótelinu og kaupa sér ferska ávexti. Ég keypti mér endalaust af þessum brúna ávexti sem sést neðst til hægri. Maður beit í svona pínu harða pínu moldaða skel og inní var silkisléttur fáranlega góður ávöxtur, bragðast eins og ekkert annað, og bara, damn. Veit einhver hvað þetta heitir?

t56

Svalasti maður í Tælandi. Ég mætti honum fyrst niðrí bænum, og hann brosti til mín. Kannski af því ég starði á hann, óvart. En hann var frábær, og ég var búinn að vera á kajak yfir daginn þegar ég rakst á hann og spurði hvort ég mætti smella af mynd af honum, hann brosti bara aftur ..

t55

Einum of flottur.

t43

Ég er mesta kuldaskræfa í heiminum, og þarna á Koh Lipe var ekki í boði neitt heitt vatn SSSVO, ég þurfti að venjast köldum sturtum. SEM ÉG GERÐI. Sem ég hélt ég gæti aldrei, en í lokin fannst mér það geggjað. Svo gerði ég heiðarlega tilraun til að fara í kalda sturtu hérna heima, aint gonna happend.

t33

Síðasti dagurinn á eyjunni áður en við fórum á Railay Beach ..

KOH LIPE – MALDÍVUEYJAR TÆLANDS OG PARADÍS

TRAVEL

Vinkona mín og samstarfskonan mín, Helena, gat ekki mælt meira með að heimsækja Koh Lipe, er pínu lítil eyja syðst á Tælandi, eiginlega sniffandi eyrað á Malasíu. Svo mældi hún einnig með resorti sem heitir Castaway Resort. Ekki my first pick, miðað við Booking.com EN engu að síður, við skelltum okkur á það. Það kostaði sitt, sérstaklega í high season, en ef einhverjum ætti að treysta, þá er það Helena.

Við áttum stór-kostlega átta daga á Koh Lipe. Eyjan er pínu lítil og hlýleg og þæginleg og autentísk (allavega okkar svæði, það var walking street þarna sem var pínu touristy), sjórinn var kkkkrrrrristaltær, gegnsær næstum því, með nemó svamlandi í nemó húsunum aðeins nokkrum metrum frá ströndinni. Æ ég veit ekki hvað það var, einhver tilfinning bara. Smábæjarstrákurinn ég fann mig eflaust på plads á svona litlum sætum stað.

Resortið var einnig æði, fáranlega kósý, homie, hippie stemning, geggjaður matur, mjööög eco. Lítið um internet og rafmagn og ískalt vatn og heitt vatn. En það truflaði eiginlega ekki, því maður datt strax í einhvern gír. Reyndar var smá moskítóvesen, en hey, ég er í Tælandi.

t32

Útsýnið úr fyrra bungalowinum okkar var alls ekki slæmt. En við fluttum seinna í bungalowinn sem gaurinn í bláu stuttbuxunum er beint fyrir framan. Beach Front baby ..
Annars var ég að taka eftir rauða blettinum hjá hælnum mínum og já, þetta er pottþétt moskítóbit.

t20

Hafið var bara svo brjálaðslega næs, ef dökku blettirnir eru bara svona coral reefs, þar sem maður snorkaði bara yfir og heilsaði uppá Nemo og co ..

t27

Ömurlegur dagur ..

t25

Þessi prins

t30

Fæ alveg smá svona kipp í ferðalagshjartað. Þetta var svooo næs.

t23 Við vorum semsagt með tvö hengirúm á pallinum okkar og shit hvað þau voru ekki lítið notuð. Það er einnig svolítið skemmtileg saga á bakvið þessi hengirúm, meira um það seinna!

t29

t28

Mig minnir að þetta hafi verið beint eftir morgunmat kl 09:00, svona, ííí alvöru samt. Í Danmörku leggst ég vanalega aftur uppí rúm eftir morgunmat til að koma í mér hita fyrir daginn.

Fylgist með á instagram: @helgiomarsson

ÉG ER Í BANGKOK – MYNDIR

PERSONALTRAVEL

Sawadeekaaap!

Ég er mættur til Bangkok, mætti fyrir tveimur dögum, sirka. Ég er alveg gjörsamlega ringlaður í hausnum yfir tímamismun. Ég flaug frá Kaupmannahöfn kl 14:00 á laugardaginn síðastliðinn til Dubai, stoppaði þar í fjóra tíma og missti næstum því af fluginu (það voru tvö flug með Emirates til Bangkok með 20 mín millimun, og ég ruglaðist, kill me), og lendi svo snemma um morguninn á sunnudeginum. Svo ég var out’n’about í Bangkok á sunnudeginum og svo er dagurinn í dag. Með þessum skrifum er ég líka aðeins farinn að átta mig sjálfur.

Við erum meira og minna búinn að liggja í djúpsteikingu, versla allskonar, borða ógeðslega mikið af Thai food, fara í þrjú nudd og njóta okkur hérna uppá hóteli sem við erum einstaklega skotnir í. Það heitir Hotel Chatrium Riverside Bangkok og við erum í einum af svítunum þar með magnaðasta útsýni í heiminum. Það var einstaklega gaman að vakna kl 06:00 í morgun (ekki kaldhæðni) og labba um herbergið og bara “vóó” og “vooóóó” – leyfum myndunum bara aðeins að tala

    t01
Ég ætlaði svo að reyna sofa út en svo rumskaði ég við mér rétt tæplega sex og það var ekki séns að sofna aftur, þetta var svooo falleg sjón.

t02

Ekki glatað að sjá þetta um leið og maður vaknar ..

t06

t03

t07

t14 Útsýnið frá svölunum ..

t16

Morgunmaturinn svo borðaður við ánna .. mögulega trylltasta morgunverðarhlaðborð sem ég hef séð. Hlakka til að vakna á morgun og fara troða oní mig.

t17

t18

Sundlaugin fína – ég er þó ekki búinn að fara ofan í hana og kem ekki til með að gera það því hún var ÍS-köld. I aint do ísköld.

Á morgun er aftur rise kl 06:00 og uppá flugvöll þar sem við fljúgum til Hat Yai, og þaðan förum við til Koh Lipe, sem er algjör paradísar-eyja. Við verðum á stað sem heitir Castaway resort sem alveg fáranlega margir sem ég þekki hafa mælt með, þetta á víst ekki að klikka, svo ég er mejúklega spenntur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með x

Þið getið fylgst með meiru á bæði snapchat & instagram
instagram: @helgiomarsson
snap: helgiomars

PAKKAÐ FYRIR TÆLAND

PERSONALTRAVEL

Já, ég er að fara aftur til Tælands. Þrisvar sinnum á tólf mánuðum. Í þetta skipti er ég að fara með kæró og við erum að fara í frí. Ég fæ þannig séð ekki nóg af Tælandi. Við ræddum og skoðuðum mikið hvert við ætluðum að fara, og Mexico, Kúba, Filippseyjar og enn fleiri áfangastaði. En við enduðum aftur á Tælandi, og ég er hræddur um að það mun enda með að vera Tæland að eilífu. Ég án gríns elska þennan stað, matinn, fólkið, æ þið vitið. Ég elska Tæland. Ég er mjög spenntur að vera fara aftur, ég gæti þess vegna flutt þangað.

Við leggjum afstað á laugardaginn, og fljúgum með Emirates sem er hingað til uppáhalds flugfélagið (fyrir utan Icelandair að sjálfssögðu, one love Icelandair), þar er allt frítt og síðast þegar ég fór voru allar þær bíómyndir sem voru Í BÍÓ .. í Entertainment systeminu, og mér leiddist akkert.

Ólíkt síðustu tveimur skiptum sem ég hef farið, þá ætla ég að taka tölvuna með mér, og myndavélina að sjálfssögðu og reyna update-a ykkur jafnóðum. Það er eitthvað lítið gaman að blogga frá skítgrárri Kaupmannahöfn á þessum tíma ársins, en eflaust drullu skemmtilegt að blogga frá Le Thailandos.

Annars er ég byrjaður að undirbúa allt, þar sem ég pakkaði síðast sama dag og ég fór. Æði.

pft01

Sólgleraugu – aldrei nóg af sólgleraugum. Djöfull hlakka ég til að vera með sólgleraugu á andlitinu mínu aftur, shit.

pft02

Vegabréfið mitt, ég set það – aldrei – á sama stað eftir að ég er búinn að ferðast, sem er óþolandi. Ég var í góðan hálftíma að finna það í þetta skiptið. Svo fann ég tælenskan pening, 1890 tælensk baht til að vera nákvæmlegur, alveg hreint. Og þarna er líka varasalvi með sólarvörn.

pft03

Apríl vinkona gerði einhvern status um daginn um þessa bók “Ég man þig” eftir Yrsu, sem fékk engin smá viðbrögð, svo ég hringi beint í mömmu og hún sendi mér eitt koppí.
Ég verð alltaf að vera með notebook með mér í ferðalög, skiptir engu máli hvert ég er að fara.
Shoe Dog – Phil Knight, bók um manninn bakvið Nike merkið. Mjög spenntur að lesa hana.
Þegar ég og Palli fórum út í september splæsti ég í svona svaka djúsí púða, sem reyndist mér drullu vel. Tek’ann með.
Bestu heyrnatól sem ég hef átt – frá Beoplay
Sequence – þegar ég og kæró fórum í okkar fyrsta frí, janúar 2013, fjögur fokking ár síðan, þá tók hann Sequence með, og mér fannst það pínu skrýtið. Nú tökum við það hvert sem við förum, það er mjög fyndið. Ef það kemur rigningardagur eða eitthvað, þið vitið.

pft04

Sólarvarnir, allskonar tegundir. Olíur, krem, sterk, væg, allt þarna á milli.
Sótthreinsisprey á hendurnar, mikilvægt.
Bláa lóns mineral mósturæsíng krem.

pft05

Við áttum þetta sem betur fer frá því í sumar – algjör snilld. Aloe Vera, því það eru svona 98% prósent líkur á því að ég brenni. Ekki af því að ég brenn auðveldlega, það bara gerist alltaf einhvernveginn. Sofna í sólblaði eða einhvern fjandann.

pft06

Gadgettarnir
Polaroid kamera & filmur
GoPro
OG magaveski, þú ferð ekki til Tælands án þess. Mitt er algjör snilld, þetta er bara eins og lítil slanga, en það kemst fáranlega mikið ofan í þetta ágæta magaveski, ég er að segja ykkur það.

pft07

ooooog næst fötin! Fyrst nærbuxur ..

Ég er mjög gjarn að taka alltof mikið með mér til að hafa option og eitthvað.

3 stuttbuxum
1 sundstuttbuxur
5 hlýrabolir
3 bolir
1 sneaks & 1 sandals
Ein þunn peysa –

meira þþþaaaaarf maður ekki .. það er – allt – til þarna svo, s’allgood.