Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

FLEECE BLÆTI

Ég er kominn með algjört blæti fyrir flís, og það eru aldeilis margar að fæðast inná markaðinum. Ég finn að ég sækist svona automatískt í flísina. Ég er svona óþolandi týpa sem finnst eitthvað svo sniðugt, svo ég kaupi endalaust magn af því. Mér nægir aldrei bara eitthvað eitt. Þannig er lífið svolítið með flísina.

Hér eru nokkrar góðar –

Soulland x 66°Norður

Wood Wood

Weekday

Weekday

N°21

Soulland x 66°North

WoodWood x Champion

Wood Wood x Champion

5 ÁRA HELGAR-GETAWAY

PERSONALTRAVEL

Ég og maðurinn minn höfum verið saman í fimm ár og í tilefni þess ákváðum við að henda okkur til Malmö í smá get-away sem er bara brjálaðslega mikilvægt ef þið spyrjið mig. Að komast í burtu frá umhverfinu sem hverdagurinn ræður ríkjum og hlamma sér á eitthvað hótel. Mér finnst alltaf jafn fáranlega steikt að það sé hægt að fara í tuttugu mínútna lest og endað í Svíþjóð. Við nýttum okkur þetta allavega þessa helgina og ég kom gjörsamlega endurnærður heim.

Í Malmö er Titanic safn, og við eigum það báðir sameiginlegt að vera miklir áhugamenn og ég dáleiðist af öllu sem hefur sögu að geyma. Þetta safn var undantekning og mér fannst það eiginlega magnað. Maður fékk heyrnatól og einhvern lítinn kubb til að rölta í gegnum safnið með, og sögurnar og munirnir og allt sem þarna var til sýnis var gjörsamlega ‘ mindblowing ‘.

Klassísk mynd yfir brúnna –

Sæti daninn minn

Inná safninu mátti – ALLS EKKI – taka myndir, svo allar myndir er ég svo mikið að stelast og pínu hræddur að einhver mundi toga í hárið á mér.

En þetta er semsagt first class gangurinn, og málið er að þú ert með tónlistina í eyrunum líka og rödd og ég er að segja ykkur það, ég fékk gæsahúð í lifrina, þetta var hálf geggjað.

Eins og skipið lítur út í dag á hafsbotninum –

Æ sorry þetta eru hálf-glataðar myndir, en það voru svona vaktakrakkar útum allt að stoppa fólk að taka myndir. Sorry með’etta!

THE ONE AND ONLY dragtin sem Kate Winslet var í – það voru gerðar tvær af öllu sem þau voru í. En þessi dragt sem við sjáum þarna var sú sem hún hellti kaffi yfir, og þeir kaffiblettir voru þarna neðst niðri, samt eitthvað búið að skrúbba. Fannst það frekar fyndið.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

 

HERBERGIÐ MITT Í OSLÓ –

Ég verð eiginlega að sýna ykkur. Ég ákvað að vera einum degi lengur en hinir Ízlendingarnir en ég á vini í Osló sem mig langaði alveg ótrúlega að hitta og vera með. Ég er í algjöru love/hate sambandi við Airbnb, ég þoli það ekki því það er að gleyma miðbæinn minn í Reykjavík, en ég dýrka það annarsstaðar í heiminum þar sem ég get notað það. Æ þið vitið, pínu fucked. Haha.

EN! Ég fann þetta brjálaðslega fína herbergi í miðbæ Osló, en ég er með fáranlega blæti fyrir baðkörum, baðherbergjum og sturtum og inní þessu æðislega herbergi sem ég leigði, var hvorki meira né minna en stórt og vígarlegt BAÐKAR sem leit náttúrulega bara út eins og minispa. Ég gjörsamlega blóðmjólkaði þetta baðkar. Ég á ekki baðkar og heldur ekki mamma og pabbi heima á Seyðisfirði, SOOOO ..

Dóttir hostsins míns tók á móti mér og hún var til að vera alveg hreinskilin eiginlega bara drullu þurr, en hún muldraði einhverjar sögu um þennan vegg, en þetta eru víst mjög gamlir steinar og eitthvað historískir, meira man ég ekki. EN SJÁIÐ BAÐIÐ HELP ME THOR.

Þetta var algjöööör draumur, ég mundi leigja þetta herbergi bara til að fara aftur í baðið. Á einhver geggjað baðkar í Reykjavík sem ég get leigt? Let me know

Ég týmdi varla að sofa, hví sofa þegar ég gat verið í baði?

Mjög flott allt saman – góða helgi y’all!

Snap: helgiomars
Insta: helgiomarsson

NOKKRAR UPPÁHALDS FRÁ LAUGARSPA –

ÉG MÆLI MEÐI LIKESNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég hef markvist notað vörurnar frá LaugarSpa síðustu mánuði. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þá var ég fenginn til að vera andlit fyrir vörurnar sem var mér mikill heiður, og að hafa fengið með fólkinu á bakvið þessar vörur búið að vera algjör draumur. En eins og ég hef áður skrifað, þá er ég ekki týpan sem prufa vörur einu sinni og svo mæli með og smelli á bloggið, og í þessu tilviki tók ég þessu mjög alvarlega, enda er andlitið mitt á auglýsingum fyrir vörurnar.

Ég hef aðeins notað þessar vörur síðustu mánuði og hafa vörurnar aldeilis passað vel uppá mig og mína. Ég get með hreinskilni sagt að þessar vörur eru ekkert nema geggjaðar og henta mér alveg ótrúlega vel. Það er búinn að vera algjör lúxus að hafa þær við höndina og geta dekrað við sig í rauninni oft á viku. Ég ákvað að fara yfir nokkrar með ykkur.

  • Þessar tvær eru glænýjar hjá línunni og ég er lemongrass perri dauðans, ef lemongrass mundi vaxa hér í Danmörku mundi ég eflaust velta mér uppúr því eins og hundur. Þessi sprey nota ég eins mikið á heimilið mitt og á sjálfan mig. Allt lyktar vel í kringum mig eftir að ég fékk þessi sprey. Amber lyktin er ótrúlega góð, en það er eitthvað að Lemongrass lyktin er eitthvað svona lightly spicy.

  • Rakakremin hafa hentar mér alveg ótrúlega vel. Ég er með óþolandi húð og öll krem sem ég nota verða að balancera húðina eins mikið og mögulegt. Eftir að ég kom heim frá Bali fór húðin í smá fokk og fékk þurrkubletti og ég notaði rakakremið markvisst daglega og húðin var ekki lengi að jafna sig. Kremið er líka létt og gefur fáranlega góðan raka á sama tíma, lyktin er unaður og ég gef þessu fimm feitar stjörnur.
  • Líkamsolían – þarna má sjá á myndinni líkamsolíuna og ég mundi segja að olíurnar almennt frá LaugarSpa eru algjörar stjörnur. Þá er ég að tala t.d. líkamsskrúbbinn og showerolíukremið. En á mínu heimili er nudd mjög algengt og ég hef notað þessa olíu sem lúxus nuddolíu. Lemongrass ilmurinn virkilega lætur mann líða eins og maður sé í eeennuddstofu.

  • Sturtuolían er einnig splúnkunýtt í línunni. Hún er semsagt blanda af kremi og olíu. Ég yfirleitt nota ekkert rosalega mikið í sturtunni, smá showergel og ég er góður, en eftir að ég fékk þessa olíu þá get ég hlýlega mælt með henni. Hún er svona algjör lúxus og maður verður fljótt frekar húkt á henni. Mæli virkilega með þessari.
  • Saltskrúbbinn er algjört uppáhald og ég veit ekki einu sinni hversu marga dúnka ég hef farið í gegnum. Kæróinn sem er einmitt mjög einfaldur hvað allt svona varðar, hann fær ekki nóg af honum. Eftir notkun er geggjuð áferð á húðinni. Ég sé ekki fram á að ég eigi eftir að skipta honum út, ef ég ætti að velja uppáhald úr línunni væri hann á feitu plássi í top 3.
  • Gel Cleanserinn sem sést þarna líka, en hann er drullu góður. Ég þarf að æfa mig meira í að nota svona andlitshreinsi sem ég mun hér með byrja á en mamma notar hann endalaust og hún er MJÖG picky á svona. Hún vill helst bara eina vörulínu frá Grikklandi, en hún féll fyrir þessum andlitshreinsi, þá vitum við að hann er góður. If ma mama said so.

Ég geri að sjálfssögðu gott við ykkur, en um jólin ætla ég að gefa mjööööög veglegan gjafapakka frá LaugarSpa fyrir vel heppna, svo þrykkið ykkur í snemmt jólaskap því ég byrjaði fyrir löngu og ÉÉÉÉG ER STOLTUR AF ÞVÍ!!

Það verða upplýsingar hér á blogginu en enn meira á Snapchat – helgiomars

EEEEIIIINNIG getiði keypt allar vörurnar á 20% afslætti ef þið notið afsláttarkóðann helgiomars 

Ef það eru einhverjar spurningar þá getiði sent mér í gegnum snapchattið.

x

Þessi færsla er ekki kostuð

H&M X ERDEM PARTÝIÐ Í ALLRI SINNI DÝRÐ ..

MEN'S STYLEPERSONALSTYLEWORK

JÆJA –

Íslensku hópurinn samanstóð af mér, Elísubetu Gunnars okkar, Álfrúnu frá Glamour, Sögu Sig ljósmyndara og Thelmu Guðmundsen sem er bloggari.

Við gistum á hóteli beint niðrí bæ og bíll kom og sótti okkur korter fyrir mætingu og var okkur svo keyrt á áfangastað, sem var einum of fallegur. En teitið var haldið í sænska sendiráðinu í Osló og húsið var ekkert djók fallegt.

Áður en við förum yfir þetta allt saman langar mig að undirstrika þetta: Takk Anna Margrét fyrir allt saman! Hún er íslenska drollan innan H&M veldisins og dekraði og reddaði ekkert lítið fyrir okkur ízlenska hópinn. Takk fyrir mig, þú ert stórkostleg.

Eins og sannir Íslendingar mættum við tímanlega og á tíma. Gæti ekki verið meiri kaldhæðni, við mættum þó á réttum tíma. Ízlendingar step it up.

EG & Anna Margrét okkar

Náði þessari skyrtu eftir að ég snéri kokkinn niður sem greip í hana líka.

Nýi besti vinur minn Daníel ..

Joanna H&M drolla

EG og sæta stelpan frá SKAM sem deitaði Isak áður en Isak byrjaði með Evan

og Storm, sem er insta súperstar.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars