Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

SINGAPORE PART 2

PERSONALTRAVEL

Velkomin í annan part af Singapore gleðinni sem átti sér stað fyrir aðeins örfáum dögum. Ég er djóklaust svo hamingjusamur að vera í fríi, og ég alltíeinu fékk einhverja svona dellu í hausinn eins og hefur gerst svo oft áður. “Hér ætti ég að setjast að” – “Hér vil ég læra yoga, verða yogakennari og allt þar á milli” – “Ég ætti að hætta í vinnunni” – “Ég ætla að verða vegan” – og svo framvegis og svo framvegis. En þetta er þannig séð ekki kaldhæðni uppi, ég vil þetta allt. Ég hef bara litla sem enga trú á því að ég geti það. Þið afsakið samt, ég er núna á Bali og er að skrifa þessa færslu saman. En við skulum halda áfram með Singapore í gegnum myndirnar, let’s go:

Mættir niðrí mekka Singapore, held ég. Louis Vuitton mjög settlegt og hógvært að vanda. Búðin var við Marina Bay sem er algjört, já, þið sjáið eftir smá.

Þarna á ég tildæmis eftir að fara, það er missionið þegar við erum búnir með Bali.

Þarna er Marina Bay Sands hótelið, en já, þetta lítur kannski út eins og lítið og sætt legó með bát ofan á. En, já, ykkur skjátlast smá, því þetta er gígantískt, sko, gígantískt. Uppi er sundlaug og bar. Ég hélt að gestir mættu aldeilis ekki fara upp, bara þeir sem voru á hótelinu. Kemur í ljós að ég var meira en velkominn þangað upp. Ég og Kasper ætluðum að kaupa okkur hótelherbergi þarna en hættum við útaf extreme pricing. Núna hefði ég alveg viljað tekið þátt í ruglinu og pantað eitt herbergi. Ég er allavega byrjaður að spara núna!

eins og ég sagði, heeejúts.

Þetta hótel á líka ljósagarð beint við hliðin sem heitir Marina Bay Gardens – og var rugl flott.

Þarna vorum við dúllur og fórum á listasafn –

Næst kemur svo Bali blogg – stay tuned!

 

SINGAPORE PART 1

PERSONALSTYLETRAVEL

ÓÓÓÓKEI ÓKEI ÓKEI!

Mér líður eins og ég sé búinn að vera í burtu í laaaaangan tíma – en ég settist uppí flugvélina á föstudagskvöldið og lenti í Doha laugardagsmorgun OOOG lenti svo í Singapore um kvöldið. Flugið til Doha tók sex tíma og flugið frá Doha til Singa tók átta spikfeita tíma. Ég þakka whoever’s up there, að flugið var ekki uppbókað þessa átta tíma, því ég fann þrjú laus sæti og prinsinn sem ég er, hlammaði ég mér þvert yfir sætin og svaf eins og rostungur. Þar á milli horfði ég á Big Little Lies, tókst að horfa á alla seríuna og y’all, mæli svo með þessum þáttum. Rugl góðir og ruglað góðir leikarar.

Allavega hótelið okkar í Singapore var algjört æði og við vorum í alveg ótrúlega næs hverfi. Morgunmaturinn var orgasmaður og allt top og tip. Ég var búinn að vera í lúmsku kvíðakasti yfir því að það mátti ekkert þar í borg, en týggjó – bannað, hrækja – bannað, sýna of mikið hold – bannað. Allskonar svona. Ég fann þó ekkert fyrir því þannig, ég hélt að allt yrði frekar svona uptight og robotlegt. Þið vitið, að búa í stórborg þar sem ekkert mátti og blalal. Þessi borg var skínandi hrein, allir ótrúlega kurteisir og tillitssamir. Kom mjööög skemmtilega á óvart. Ég hefði getað sleikt götuna held ég, hún var svo skínandi hrein. Við eigum eftir að vera í einn dag í viðbót í Singapore áður en við fljúgum heim til Köben, og ég er harðákveðinn í því að nýta tímann vel því mér finnst ég eiga fullt eftir að sjá.

Yfir í myndirnar;

Ég er pínu sorgmæddur yfir því að þetta er EINA myndin sem við tókum af hótelherberginu okkar, því það var schtunner. Kasper á einhverjar í símanum sínum, annars, æ já. Þessi mynd af mér mygluðum að bursta tennurnar á brókinni (sorry meðða samt) annan morguninn verður að duga í bili.

Lítur út eins og hver önnur pós mynd, WRONG, í raun var ég í vægu áfalli yfir rakanum í loftinu. Ég þurfti ekki að neyta vatns því ég svo gott sem drakk með því að anda að mér loftinu. God damn it Singapore.

Þessi fallega gata var svona 70 metrum frá hótelinu okkar og hún var SVO flott! Þarna var meira segja eitt húsið til sölu, hversu geggjað væri að búa í svona húsi? Og afhverju getum við ekki átt svona falleg hús heima á Íslandi? Getum við hætt að búa til steypu og glerkassa og kalla það hús?

 

Eins og má sjá, tókum við ófáar myndir þarna, en hey, við áttum götuna útaf fyrir okkur og þetta var allt svo fallegt.

Mjög írónískt að ég settist í sólina þegar það er skuggi fyrir framan mig. Lógík vinir, lógík. Hitinn var eeerrrruglaður og ég SKAÐbrann þessar 40 mínútur sem ég var úti.

Ég er auðvitað ekki búinn að sjá alla Singapore, en mér leið á tímabili eins og ég væri í Los Angeles, eða einhverri amerískri stórborg, hótelið mitt var á East Coast road, allir tala ensku, húsin eru ALLSKONAR. Ég elska Singapore stílinn, mynstrin/munsturin (??), litirnir, allt. Svo blasti alveg helling af svona;

Winseria Lane anyone??????

En mér fannst svo sjúklega gaman að sjá þetta allt saman, og spá og spegúlera og reyna anda að mér (gat þó varla andað þennan raka heita dag, drama I know it’s who I am) kúltúrnum og allt sem nýtt er í nýjum borgum. Afþví sem komið er, mæli hiklaust með Singapore!

Outfittin:

Ég
Bolur: Acne Studios
Buxur: H&M
Skór: Gucci

Hann: 
Bolur: Acne Studios
Buxur: Nike
Sokkar: Nike
Skór: Converse

NÆSTA BLOGG KEMUR VERY SOOOON STAY TUNED ..

En ef þið viljið fá beint í æð, instagram: helgiomarsson & snapchat: helgiomars – addið núna oookrr?

LAST MINUTE SHOPPING FYRIR BALI

MEN'S STYLENEW INSTYLE

Ég er að fara fljúga til Singapore í kvöld og ég byrjaði að pakka í gærkvöldi og ég veit ekki afhverju, en mér finnst ég alltaf þurfa að fara með eitthvað nýtt með mér í frí. Þreyttir hlýrabolir og slitnir sandalar aaaaiiint my thing. En ég gróf upp Birkenstock sandalana mína í gær, þeir hafa farið með mér þrisvar til Tælands og eru orðnir lúúúúmskt þreyttir. Svo ég fór í mission í morgun og reddaði hinu og þessu, meðal annars splúnkunýja le sandaler (finnst sandalar svo ljótt orð? Er það bara ég?) – en ég ætlaði að kaupa nýja hvíta Birkenstock, ÞAAAANGAÐ til að ég hoppaði yfir götuna í vinnunni, en ég vinn beint á móti Gucci og þarna biðu þeir eftir mér;

Nú verð ég fínn á Bali x

Ég geri mitt besta að blogga í fríinu – en þið getið fylgst með á Instagram og Snapchat

Insta: @helgiomarsson
Snap: helgiomars

UNGFRÚ ÍSLAND, UPPLIFUNIN & KVÖLDIÐ

GLEÐIÍSLAND

Eins og í fyrra, þá sat ég í dómnefnd í Ungfrú Ísland með ótrúlega flottu fólki, Dísu & Bjössa í World Class, Sillu eiganda Reykjavík Make-Up School og Sigrúnu Bender flugstjóra og fyrrum Ungfrú Ísland.

Fólk hefur oft sett spurningamerki á mig afhverju þetta er eitthvað sem ég vil taka þátt í, og satt að segja, þá er þetta ekkert ólíkt því sem ég geri daglega uppí vinnu hjá Elite, sem fólk fattar ekki, því þar er unnið í tízku, sem okkur öllum finnst súper kúl. Í fyrra var ég ekki alveg vissum hvað ég væri að fara út í, og var upplifunin mjög óvænt ánægja. Ungfrú Ísland, eins og keppnin er í dag undir stjórn Dísu og co, er ekki keppni um hver er sætust, eða mjóust, eða annað, þær þurfa að vera svona og hinssegin. Ég er feministi í húð og hár, og ég var hræddur um að ég mundi þurfa tjá mig eða setja spurningamerki á eitt eða annað. Þetta dómaraferli, var ekkert nema jákvætt og ég undirstrika það.

Mitt fyrsta hlutverk sem dómari var að taka þátt í dómara viðtölum, þar sem ég horfði á stelpunar tala um hvað þetta hafi hjálpað til á líkama og sál, aukið sjálfstraust og frábær upplifun, sumar meira segja gátu ekki haldið aftur tárum vegna vissu þakklæti til skipuleggjenda keppnarinnar. Það þótti mér mjög skemmtilegt og sá þarna að þetta er ekki sama og þetta var í den, reglur, kröfur og annað.

Svo þegar kom að því að velja stelpurnar, fann ég að þetta var miklu meira eins og casting í bíómynd. Ég heyrði ekki að ein var sætari en önnur eða blalalala. Þetta var miklu meira; Hver passar í hlutverkið sem Ungfrú Ísland. Fólk ætti eflaust að vera mest reiðast við mig, þar sem ég valdi stelpuna til að vinna módelstelpuna, þar þurfti ég að horfa á hæðir og líkamsbyggingu, því þannig er módel bransinn.

Mér þykir allavega vænt um upplifun mína í fyrra sem og í ár. En ég eignaðist góðar vinkonur í starfi mínu sem dómari og ég get ekki sagt, að þetta hafi kallað fram á neitt nema jákvætt fyrir bæði mig og stelpurnar. Svo áður en þið setjist í spikfeitt dómarasæti og oj og vá glatað og blalala. Þá get ég staðfest það hér og nú, að þessi keppni er ekki slæm, það er enginn að pressa á neinn, keppnin breytist með tímanum, alveg eins og við upplifum okkur vitrari að svo mörgu leyti.

Ég mundi mæla með þessari keppni fyrir stelpur, já sem harðtrúaður feministi.

Nokkrar myndir frá kvöldinu sjálfu;

Brosmildur að vanda, með fullt af frábæru fólki.

Dísa súper beib

Hversu flottar mæðgur? Án djók samt.

Powerduo, Logi & Dóra Júlía

Donna mín

Jennifer okkar –

Og meðdómarar mínir, Silla & Sigrún Bender.

Voða sterkur, svoleiðis kastaði Birgittu uppá sviðið í myndatöku, Crossfittið krakkar. Djek

Hópurinn x

GLEÐI Á GEIRA SMART

GLEÐIÍSLANDMATUR

Ég lenti, ég man varla hvernig þetta fór fram, ég lenti á Keflavík, týndi piparnóakroppinu mínu, Tinna vinkona sótti mig og við sóttum fallegu stelpuna hennar, og keyrðu mig heim til Urðar systir og áður en ég vissi af þurfti ég að gera mig ready fyrir svaka teiti. En við bloggararnir á Trendnet, sem eru grínslaust svo ógeðslega pluckin’ skemmtilegt lið, þið fattið ekki, já vorum semsagt að hittast áður en haldið var lengra. Við hittumst á Geira Smart, þar sem okkur var boðið í heljarinnar veislu sem mér finnst absolút vert að segja frá.

Staðurinn er á Hverfisgötu og er ekkert smá stór og flottur. Þar hittumst við semsagt í alveg mikla mikla gleði og grenjuðum oft og oft úr hlátri. Þetta er svo skemmtilegt lið krakkar, án djóks. Þykir svo vænt um þau.

En við fengum öll saman kjúklingalærissalat sem ég hefði alveg eins getað tekið innum nefið, svo gott var það. Þessi staður var alveg fullkominn fyrir hópa og hér með þakka kærlega fyrir mig! Trendnet crew & Geiri Smart!

 

Einum of skemmtilegur hópur. Lítur allt út fyrir að Karen hafi andað salatið ofan í sig, þessi elska.

Tvær einum of sætar –

<3

Ég og Jennifer að öllum líkindum að ræða hvort átti að vera hvar og hver betri hliðin er osfrv

Þetta salat er feit tía –