Helgi Ómars

SAM SMITH Í KÖBEN –

DANMÖRKPERSONALTÓNLIST

Ég er kominn aftur til Köben í smá kæró ferð en ég og Kasper áttum miða á Sam Smith sem hann gaf mér í 5 ára sambandsafmælisgjöf og ég tók ekki í mál að fara ekki þó að ég sé búinn að færa mig meira og minna til Íslands. Ég gjörsamlega elska Sam Smith og á alveg sterkt tilfinningalega tengingu við tónlistina hans. Ég segi það aftur, ELSKA hann. Það var geggjað að komast aftur til kæró, en það jákvæða við fjarsamband að er svo gaman að hlakka til að hittast aftur.

Við ákváðum að fá okkur sushi fyrir tónleikana og veðrið hérna er búið að vera gjörsamlega klikkað síðan ég kom, svo við sáum úti og nutum okkar. Allt varðandi tónleikana gekk fáranlega vel, mættum, biðum í röð í smá stund og beint í alveg ótrúlega góðu sætin okkar.

 

Sticks and Sushi varð fyrir valinu, en við fórum á staðinn í Frederiksberg, hann er alveg ótrúlega flottur og Sticks and Sushi bara klikkar aldrei!

 

Það var ótrúlega magnað að eins mörg róleg lög Sam Smith á þá voru allir dansandi, allir syngjandi með og honum tókst gjörsamlega að fá alla með sér í Sam Smith partý. Ég gjörsamlega skemmti mér kooonunglega!

Þessi mynd er í rauninni tekin óvart, OG ÉG SKAL SEGJA YKKUR AFHVERJU. Allir voru með símana á lofti og ég ætlaði að taka svo geggjaða mynd á myndavélina, EN HÚN VILDI EKKI KVEIKJA Á SÉR. Bara front cameran. Þetta var geggjað! Hefði svo viljað ná þessu á mynd.

Hafiði séð sætari gaur?

Ekkert nema snillingur <3

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

KLIKKAÐAR FLÍKUR Í OUTLETTI 66°NORÐUR

66°NorðurI LIKEI WANTMEN'S STYLESTYLE

Ég hef verið með augu á Soulland x 66°Norður jakkanum sem kom út í fyrsta collectioni sem þau gerðu saman og í morgun heyrði ég að þessir jakkar voru að koma í outlettið niðrí Faxafeni og ég að sjálfssögðu, frekjan sem ég er, vildi fá að sjá allt sem væri að koma. En Á MORGUN, eða 18 apríl, eru þau að fara troðfylla búðina með fullt af mega flottum vörum. Yndislegu stelpurnar þarna niðurfrá sýndu mér á lagernum hvað væri að koma og mér datt í hug að deila því með ykkur kæru lesendur, því ef það er tími til að gera góð kaup, þá er það núna, því það er alltaf gott að gera góð kaup. Ég reyndi að fylgjast eins vel með verðunum, en þarna eru allskonar afslættir og alveg upp í 70% – og við elskum 70% afslátt.

Hér eru nokkrar af svona mínum uppáhalds vörum sem ég sá:

    

THE – one and only, jakki krakkar. Hann er svo klikkaður. Það voru ekki margir eftir, en þó nokkrir!

Og ljósi liturinn líka!

Svo til í alveg svörtu líka!

Hér má sjá hvað þetta eru geggjaðir afsláttir sem við erum að tala um ..

Þessir koma einnig!

Það var til EIN af þessari! Ég hélt að hún væri LÖNGU uppseld. Hún er allavega alveg horfin í Köben veit ég. 

JÖKLA, believe it or not kids. Hún er í outlettinu.

Kría, búin að vera á óskalistanum mínum síðan hún kom út. Svo einum of nett.

Einnig til í bláu og svörtu, mér finnst hún eiginlega svo heimskulega flott þegar ég sé þessa mynd. Vona innilega að hún verði ekki búin þegar ég kem tilbaka frá Köben.

Úrval af Hildi Yeoman vörum! Ekki mikið, en þó eitthvað!

Mjög mikið og flott úrval af bolum á klink.

Kári vindjakkinn kostar litlar 5000 krónur.

Þessi mætir líka á morgun, og miðað við hvernig þær töluðu þá mun þessi hverfa en þetta er víst vinsælasti jakkinn þeirra. Fact handa ykkur gæææs.

Mjög mikil peysu-gleði þarna líka

Já kæru vinir, á morgun 18 apríl verður 66°Norður outlettið stútfyllt af klikkuðum vörum niðrí Faxafeni 12.

Njótið vel!!

NOCCO TEITI ÁRSINS – FULLT AF MYNDUM

GLEÐIÍSLAND

SO-RRRRYYYY hvað ég er búinn að slappur hér!! Ég er bókstaflega búinn að vera keyrandi í bíl, vera á fundum og redda einu og öðru síðan ég kom til landsins! Núna er loksins komin smá ró og ég er mættur tættur og berfættur (fyndnastur ..).

Síðastliðinn fimmtudag bauð Nocco í heljarinnar partý uppí Víkurhvarfi þar sem þau geyma allar gersemir sínar, aka Nocco-ið og fóru þau gjörsamlega all-in. Jón Jónsson spilaði, JóiPé og Króli og fleiri. Ég var að sjálfssögðu á staðnum með kameruna á lofti ásamt fellow Team Nocco og fengum við að sinna ýmsum skemmtilegum hlutverkum í teitinu. Ég í algjörri sæluvímu en ég hef ekki getað mætt á viðburði á Íslandi nema ég hef gjörsamlega verið floginn heim til að mæta svo það var svo gaman, að geta mætt í svona í kringum svona frábært lið. Ég er alveg gríðarlega ánægður og stoltur að vinna með fólkinu á bakvið Nocco enda gjörsamlega snillingar í húð og hár og er strax spenntur eftir næsta partý.

Partýið var að sjálfssögðu fögnuður yfir því að Carabbean er LOKSINS kominn til Íslands, en hann er uppáhalds Noccoinn minn, no doubt. Reyndar plús Carnival sem ég sýndi á snappinu, en meira um hann seinna!

Hér eru svo myndir af gleðinni í teitinu:

Böðvar Tandri, Birgitta okkar og Pétur

.. strákurinn þurfti sjálfssögðu að troða sér, en ekki hvað

Team Trendnet & Team Nocco OG dream team, við Birgitta erum allskonar.

Sæta

Arnar Boji bróðir og Arnhildur snéru lukkuhjólinu eins og sannir fagmenn ..

Prince of Nocco, Arnar Freyr!

Fáir meiri snillingar og þessi maður ..

Ungfrú Ísland 2016 blessaði okkur með nærveru sinni ..

Hunks Nökkvi og Ploder

Queen Nocco og Bjarki Gunnlaugsson eða Arnar Gunnlaugsson!

Arnór Dan mögulega að langa kýla mig í andlitið en þetta var svona fertugasta flassmyndin sem ég tók af honum á svona 5 sekúndum, hann knúsaði mig samt bara, furðulega fast en þið vitið.

Einstaklega fallegar mæðgur

Aníta Hilmars sæta – (mæli með að googla Maria Palm á google, hún er svo lík henni!)

Björn Boði beib mætti seint en mætti þó!

3 mögulega myndarlegustu ljóshærðu menn landsins saman á mynd ..

Arnhildur sem tók myndina er náttúrulega bara ógeðslega fyndin eins og má sjá og Katrín Tanja legend mætti!

Tvær sterkar og sætar

Þetta dúó maður <3

Einum of sætar –

& í lokin, Team Nocco <3

Þið finnið mig á:
Insta: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

 

Takk fyrir mig Nocco! 

ANNAR Í PÁSKUM –

DANMÖRKOUTFITPERSONAL

Staðan hérna er hreint ágæt! Ég er að færa mig yfir til Íslands eftir aðeins þrjá daga og ég viðurkenni að ég er með allskonar tilfinningar í mér. Það hentar ekki vel að vera tvíburi í þessari stöðu þar sem ég er góð blanda af ótrúlega spenntur og gjörsamlega að fara á taugum. Það er alveg ótrúlega súrríalískt að vera hætta í vinnunni sem ég verð í, í rúmlega fimm ár. Erfiðast af öllu er jú að vera í burtu frá manninum mínum. Við munum að sjálfssögðu ferðast á milli en eins og staðan er núna er allt galopið. Ég hef engin svör um hversu lengi ég verð heima eða hvernig þetta verður. Það er bæði stressandi og spennandi.  Ég reyndi að nýta páskana eins vel og ég get í að vera lifa í núinu og njóta að vera íbúðinni minni, með nánustu vinum hérna og að sjálfssögðu vera með Kasper.

Annar í páskum var geggjað veður, svo við ákváðum bara að njóta þess að vera úti og já, njódda og liffa.

Kashmír húfa: H&M
Trefill: 66Norður
Peysa: Weekday
Jakki: Acne Studios
Buxur: Dr.Denim Jeansmaker 
Skór: Common Projects

ég er ekki mikill fan af hvítum sokkum við hvíta skó – þið fyrirgefið í þetta skipti

LAGA AUGNSVÆÐI MEÐ BIOEFFECT –

I LIKESNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég er orðinn algjör BioEffect fanatíkus. Mér finnst lífið mitt orðið örlítið betra eftir að ég byrjaði að nota þær. Húðin á mér hefur legit aldrei verið betri og áhyggjurnar mínar um að eldast á ljóshraða eru liðin tíð. Ég hef tæklað vörurnar þannig að ég nota eina og nota uppá dag og fylgist jú svo með sjálfum mér yngjast. Ég er hingað til búinn að fara í gegnum hið klassíska serum, og augnaserumið og ég er alveg lúmskt háður augnsvæðinu. Mitt er nefnilega ekkert eitthvað stórkostlegt, en þegar á veturna til dæmis á ég til með að fá frekar dökka og frekar þunga bauga og ég hef verið með komplexa yfir því frá því ég var ungir. Svo mér finnst aaaalgjör lúxus og geggjað að hugsa vel um augnsvæðið, tala nú ekki um með BioEffect. Damn.

Þessi augnmaski er ég að nota religíuslí þessa dagana og finnst hann geggjaður. Ég sé djúsi mun og elska hann.

Hann er gegnsær – en hann er þarna! Þess vegna er þetta alveg hrikaleg up-close mynd! Jújú.

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

KOMINN HEIM OG HVAÐ ER FRAMUNDAN

PERSONALTHOUGHTS

Þetta einstaklega djúsí teppi frá Geysir Heima er í algjöru uppáhaldi – 

Það er frekar fyndið þegar ég kem heim frá fríi þá á ég til að vera í smá búbblu, ekkert dramatískt, en það er bara svo mikill kontrast að vera í fríi og afslöppun og svo koma aftur heim þar sem nóg að gera. Ég kom alveg endurnærður heim og mér líður frábærlega og ég næ að gera endalaust uppí vinnu, en svo er það efst í mínum huga að fara bara beint heim og skríða í búbbluna og vera þar þangað til að ég á að fara aftur í vinnuna, svona hefur þetta alltaf verið og ég nýt þess ágætlega.  Ég hef einmitt reynt að halda tælenska tímanum eins mikið og ég get. Í gærkvöldi fór ég að sofa kl 23:30 í fyrsta skipti síðan ég kom heim, öll önnur kvöld hef ég verið að sofna milli 20:00 og 21:00 og vaknaður milli 05:00 og 06:00 á morgnana og mér finnst það án gríns geeeeeggggjað. Djöfull væri gaman að vera A-týpa!

Ég finn þó að búbblan er alveg að springa og ég þarf bráðum að fara undirbúa nokkuð stórar breytingar. Í fyrsta skipti í sex ár er ég faktískt að taka mjög stórt skref og taka stóra ákvörðun. Ég er að færa mig meira yfir til Íslands, ég hef ákveðið að taka að mér ákveðið ævintýri yfir sumarið, og vinna örlítið í mínum verkefnum líka. Þetta er í kringum hálfs árs dæmi sem ég hef ákveðið taka. Ég mun að sjálfssögðu fljúga á milli og heimsækja manninn minn, Elite fjölskylduna mína og íbúðin mín er jú ennþá hér. En ég hef verið hjá Elite í yfir fimm ár, og þó svo að ég gjörsamlega er yfir mig hugfanginn af módelunum mínum sem ég hef fundið og hjálpað að komast af stað í þessum bransa og ég tala nú ekki um fólkið sem ég vinn með sem ég gjörsamlega tel sem fjölskylduna mína. Þá veit ég að ég verð að breyta til og prófa eitthvað annað. Svo! Stórt skref – og ég að sjálfssögðu leyfi ykkur að fylgjast með öllu þessu. Þetta er spennandi, pínu scary en spennandi!

Knús og kærleikur héðan!

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

NEW IN – SUMARJAKKI

ACNE STUDIOSMEN'S STYLENEW INSTYLE

Jú, en enn einn jakkinn. Þessi jakki er frá Acne Studios og fékk ég hann reyndar á spottprís og ég er alveg hrikalega ánægður með hann. Þessi týpa heitir Selo og ég elska ólívugræna litinn. Ég á sama jakka í bláu sem ég keypti fyrir akkúrat ári held ég og ég er búinn að nota hann alveg ótrúlega mikið og er gríðarlega ánægður með hann. Ég er búinn að taka það í sátt að ég mun vera eilífur jakka perri og ég mun eflaust eiga fleiri jakka en sokka og þannig verður það bara.

Gríðarlega sáttur með þessi kaup og hlakka til sumarsins!

Afhverju þrjár myndir? Jú, því ég er tanaður ókei.

Svo er ég í buxum frá Dr.Denim Jeansmaker og týpan er Snap – mæli SVO með þeim!

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HÁR RÚTINAN –

HAIRÚTLIT

Ég á við ágætt love – hate samband við hárið á mér. Stundum spilar það 100% með mér, en stundum er ég eins og reittur hani. Ef ég set hárið niður, þá fer það upp, ég ýti því til hægri, og það fer vinstri. Fattiði?

Ég hoppaði nýlega á Maria Nila & Morrocco Oil vagninn eftir heimsókn hjá snillingunum á Regalo, og hef notað hárvörur frá þeim síðan í desember og hárið á mér hefur held ég aldrei verið betra. Ég veit ekki stundum hvort ég eigi að borða Maria Nila vörurnar eða nota þær í hárið á mér, lykta unaðslega. Ég hafði lesið um vegan hárvöxin þeirra áður og hafði alltaf áhuga á að prófa. Allar vörurnar eru cruelty free og vegan og gerðar almennilega sem er að sjálfssögðu brjálaður plús. Eins og ég segi, þá hafa þessar vörur algjörlega reynst mér heavy vel, ég elska einnig skilaboðin á bakvið t.d Maria Nila.

Vöxin frá Maria Nila eru fjögur, Gneiss, Schist, Shale og Gabbro og ég hef verið að flakka svolítið á milli. Þau eru öll mismunandi og með mismunandi styrk. Uppá síðkastið er ég að nota Shale. En eins og í Tælandi notaði ég Gneiss allan tímann. Mjög mismunandi.

Hér er smá rútína:

Þessi olía finnst mér algjör snilld, þetta er argan olía sem gerir hárið mjög flott sem beis.

Smá pumpuslurp í hendurnar

Nudda vel í allt hárið – alveg hreint

Shale sem ég hef verið að nota síðan ég kom heim frá Tælandi –

Hárið aftur með vaxinu –

Fixa þetta allt saman –

.. oooog ready!

Og smá hársprey og strákurinn er ready!

BOMBAY

MATURPERSONALTRAVEL

Síðasta kvöldið á Koh Lipe fórum við á stað sem heitir Bombay og var með meðmæli uppá 3 besti staður á eyjunni. Það passaði algjörlega. Ég var búinn að steingleyma því hvað indverskur matur er góður, ég er búinn að vera svo húkt á tælenskum mat að ég hef ekki einu sinni smakkað á indverskum í mörg ár held ég bara.

Ekki nóg með það að maturinn var geggjaður, þá kokkur í eldhúsinu sem leit út eins og ætti að þrykkja honum á Prada tískupall á núll einni. Því miður var þetta fjölskyldurekinn veitingastaður, hann var kannski 18 – 19 ára, enginn vissi hversu hár hann var og var öllu gríni sleppt með andlit eins og það hafi verið skúlptúrerað, og al indverskur. Ég þyrfti að sannfæra Piergiorgio Del Moro með mér til Koh Lipe næst til að sannfæra drenginn um að vera súper star.

Við vorum mjög glaðir þetta kvöld, þó að myndirnar sýna það ekki. Við vorum bara ótrúlega djúpsteiktir eftir daginn og vorum að bíða eftir matnum akkúrat þarna. Þið sýnið því skilning, við erum mjög brosmildir, ég lofa.

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

SPORTLEGT SUMAR HJÁ 66°NORÐUR X SOULLAND –

66°NorðurMEN'S STYLESTYLE

Loksins kom þetta út! Samstarf 66°Norður heldur áfram, og ég hef svo oft áður talað um hvað ég er fáranlega ánægður með þetta samstarf sem mikill aðdáandi beggja merkja. Það er ákveðin merki sem eru gjörsamlega bara ógeðslega gaman að sjá hvert og eitt season, og Soulland og 66°Norður eitt og sér hafa þau áhrif, svo samstarfið fyrir mér er bara geggjað. Þó að bæði merkin eru ekki með neinn brjálaðan fókus á sport fatnað (þó að 66°Norður er með ýmsar flíkur sem eru íþróttaflíkur!) þá er þetta samstarf alveg vel sporty, stuttbuxur, leggings, þunnir vindjakkar. Finnst þetta mjög skemmtilegt.

Það verður MJÖG skemmtilegt að sjá flíkurnar í búðunum. Það verður gaman að rífa upp budduna og eignast allavega eina flík úr þessari línu.

Bravo 66 & Soulland!!

Pant eignast allt þetta outfit!