Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

MAMMA –

PERSONALPHOTOGRAPHY

Mamma kom í heimsókn til mín síðustu helgi, og ég og mamma eigum svolítið sérstakt samband. Við erum bæði handvissum að við þekktumst í fyrralífi. Það er hálf klikkað hvað við erum góðir vinir, og hvernig við getum eytt endalausum tíma að tala saman um allt milli himins og jarðar. Það var alveg geggjað að fá hana hingað, ég er meira segja í mínu svona “eftirniðurtúr” ef svo má kalla, því ef það er einhver sem fær þig til að svona “let your guards down” (nennir einhver að segja mér hvernig ég get sagt þetta á Íslensku?) – og ég hef áður talað um að það er einn Helgi í Danmörku og annar á Íslandi. Svo það var ekkert smá gott að vera bara berskjaldaður mömmustrákur í hringiðunni hérna í Köben. Við missionuðumst endalaust og tókum íbúðina í gegn og borðuðum helling af góðum mat og hvað ekki. OG – ég fékk að taka myndir af henni.

Mamma hefur aldrei verið fyrir myndavélar, en mér þykir hún heimsins fallegasta kona svo ég tók hana í smá shoot. Ég gerði hana glowey og fína með vörum frá Skyn Iceland frá Nola.is –

 

NEW IN: UNISEX ILMUR – MUSKETHANOL

I LIKENEW INSNYRTIVÖRUR

Mig langaði í nýtt ilmvatn, rakspýra, veit ekki, þekki svosem ekki muninn. EN! Ég ákvað að nýta goodie dagana í Magasin sem segir okkur að það er 25% af öllu í búðinni, og ég var búinn að ákveða að ég mundi kaupa mér nýja Versace, seeem ég svo beilaði á því það tók á móti mér þessi ágæta sölukona, and man did she sell. Ég var farinn að sjá flóðhesta ég var búinn að sniffa svo mikið af kakóbaunum og ilmvötunum til skiptis. Þangað til að hún sýnir mér ilmvatn sem ég hef aldrei séð áður, ég svosem veit ekkert um þetta merki og hef ekki gert neitt research þannig séð, en þegar ég fann þessa lykt vissi ég að þetta var eitthvað skítagott.

Þetta heitir Muskethanol (I know, hljómar eins og lyf fyrir einhverjum sjúkdóm, æði) – Æther. Ég giska kannski að þetta sé danskt, því aðeins Íslendingar og Danir nota ‘Æ’ – og kannski Norðmenn. Þetta merki er þó Unisex og sölupían sagði mér að ilmvatnið leggist á hvern og einn og mótar sig eftir hverjum og einum, svona setningar ná mér alltaf og ég fjárfesti í þessu ilmvatni og ég sé alls ekki eftir því. Ég á enn mína uppáhalds ilmi sem þið getið séð HÉR – en ég elska svona spari ilmi, svo ég nota þennan og Valentino til skiptis. Þau skipti sem ég hef verið með Muskethanol hef ég verið vel sniffaður svo, góð kaup!

.. afþví ein mynd var ekki nóg

EN! Ég er nokkuð vissum að þessi ilmur fáist ekki á Íslandi – en ég hvet hér með Madison Ilmhús að kanna málið, því mér finnst það vera svo geggjuð búð og þessi ilmvötn eru úber.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

 

JÓLAGJÖF TIL YKKAR NR 1 – NOCCO

GJAFALEIKURGLEÐI

Færslan er í samstarfi við Nocco

ÓÓÓÓKEI!

Hvað væri betra en að eiga fullt af Nocco, Barebells prótein stöngum og prótein shake-um og Froosh á lager yfir jólahátíðarnar?? Well look no further! Fyrsta jólagjöf í þessari jólagleði er alveg spikfeitur vinningur af fullt af vörum frá Nocco, Barebells og Froosh. Ég sjálfur er mikill aðdáandi Nocco og hef sturtað þessu í mig síðan þetta kom á markaðinn held ég. Allar þessar vörur eru miklar gæðavörur og eru ekki fullar af rugli, heldur gott innihald af vítamínum. Fyrir ykkur sem hafið smakkað þá eru Barebells próteinstykki án efa, bestu á markaðinum, og þetta segi ég ekki af því ég hef unnið með þeim. Ég smakkaði þetta fyrir löngu hérna í Kaupmannahöfn og keypti mér fullt af kössum á tilboði í Fitness World. Þetta er án gríns, einum of gott.

Það sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:

Followa mig á instagram – helgiomarsson og snapchat – helgiomars 

Og noccoiceland á instagram og Nocco á Facebook

Látið mig svo vita í kommentum þegar þið eruð búin og afhverju ykkur langar í allt þetta.

Á Snapchat förum við svo saman yfirvörurnar og þar getiði einnig tekið þátt ef þið viljið gera það svoleiðis. 

Um er að ræða um mjööög veglegan vinning svo takið endilega þátt! Látum jólagleðina formlega byrja x

     

Nocco kaffið er glænýtt og er partur af vinningnum!

Sigurvegarinn verður svo tilkynntur á Snapchat sunnudaginn næstkomandi x 

helgiomars – Snapchat

JÓLAGJAFIR HANDA YKKUR Í HVERRI VIKU TIL JÓLA

GLEÐI

Kæru vinir, ég er gjörsamlega búinn að bíða eftir jólagleðinni síðan ég kom heim frá Bali. Ég elska fátt annað en jólin. Ég er algjör klisja, ég elska lögin, ég elska að gefa, ég elska að leggja allt mitt í gjafir og gleðja. Það er sem er orðinn stór partur af jólunum er tilhlökkunin að komast heim til Seyðisfjarðar fyrir jól og það skiptir mig ekkert meira máli en að vera heima á Seyðisfirði yfir jólin.

Það sem ég hef ákveðið að gera þetta árið er að gefa ykkur gjafir á hverjum sunnudegi til jóla. Þetta verði mjög einfaldir leikir til að henda ykkur í pottinn og það er nóg af gjöfum. Meðal annars, fullt af Nocco, Froosh og Barbells sem verður gefið næsta sunnudag. GlamGlow, Clinique, 66°Norður, og ýmislegt annað sem væri geggjað að nýta sér yfir hátíðarnar.

Þetta fer fram bæði hér á Trendnet og Snapchat – helgiomars

Svo fylgist með og ég vona að þið vinnið! x

NEW IN: BYLASSEN

I LIKEINTERIORNEW IN

Það eru eflaust margir sem kannast við það vandamál að vanta skápapláss. Ég kannast allavega mjög mikið við það. Of mikið af fötum, of mikið af einu og öðru, æ þið vitið. Ég er með tvö pláss í stofunni minni sem mig langaði að fylla, með einhversskonar næs hillu eða skáp eða eitthvað til að geta aðeins sett hluti og skipulagt og haft frekar fínt. Ég er algjör ByLassen fan og á alveg frekar mikið frá þessu merki (nema kertastjakana, hvað er það?) og hef lengi horft á skáp frá þeim, sem ég loksins lét verða að veruleika og keypti. Ég er alveg ógeðslega ánægður með hann, hann er þó aðeins nýsettur upp svo ég á eftir að setja hilluna inní honum á sinn stað og í rauninni kastaði einhverju inní hann, svo ég er ekki enn búinn að skipuleggja hann. En hann er kominn á plássið sitt –

Ég er mega ánægður með hann og ég er strax kominn með aðeins meira frá ByLassen á óskalistann og held að það verði fjárfest næstu mánaðarmót þar sem ég er meira og minna búinn að versla alla jólagjafir. Yaaas.