Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

CELINE DION TÓNLEIKAR – OUTFIT

DANMÖRKOUTFITPERSONAL

Krakkar, ókei. Ég veit ekki hvort að þið áttið ykkur á þessu. Ég vaknaði í gærmorgun og hugsaði án gríns með mér, fffffjandinn hafi það! Celine Dion í bænum og ég er ekki með miða. Mér fannst þetta alveg svona, án gríns ömurlegt. Svo ég ákvað að auglýsa eftir miðum á Snapchat, en traffíkin þar hefur aldrei verið meiri svo ég krossaði fingrum að þarna væri einhver engill með miða í hendi sem gat svo orðið minn. Það tók ekki nema kannski korter og ég var kominn með miða! Celine fyrir mér svona hvernig fólk elskar Beyonce, ég fýla alveg Beyonce. En ég var svona little gay kid að syngja My Heart Will Go on –

Annars voru tónleikarnir geggjaðir, og hún er náttúrulega bara eitthvað annað. Ég fór með Kollu vinkonu og kærasta hennar Andra, en ég og Kolla fórum að sjá Beyonce árið 2013 eða 14 líka, svo það var eiginlega brjálaðslega gaman að fara á Queeeeen Celiiiine líka. Ég documentaði þessa tónleika nokkuð vel á Snapchat (helgiomars) og ég hef án djóks – aldrei – fengið eins mikið repons og komment síðan ég byrjaði að snappa. Ég hélt að fólk mundi alltaf spóla yfir svona tónleika, en greinilega ekki í þetta skipti. Ég tók tæplega hálftíma metroferð heim frá tónleikunum og mig verkjaði í puttana að svara öllum. Allir elska Celine, ég er að segja ykkur það. Eflaust líka hinir hörðustu kögglar.

OUTFIT: 
Skyrta: Acne Studios
Stuttbuxur: H&M
Skór: Acne Studios

Dúllu ást á Celine –

Celine fær alveg hjúts plús fyrir klæðnaðinn hennar. Hún var í einum kjól (sjá mynd), annars var hún bara casual with a hint of súperglam. Meira og minna bara í jeans og t-shirt, allt steinað með allskonar steinum auðvitað og algjört lúxus. En samt svo minimalísk þannig séð. Sjúklega skemmtilegt.

Þríeykið – æ sorry Andri með lokuð augun en ég tók bara þessa mynd!

Svo endaði skvís í miðjum salnum. En hún krafðist þess að hún sýndi líka þeim sem sitja aftarlega athygli og fengi að finna fyrir þeirra nærveru líka. Það var frekar krúttlegt.

Takk fyrir mig Celine Dion! IIIIII, LOOOOOVE, YOOOOU, PLEASE SAY YOU LOOOOVE MEEE TOOOOO

Þið misstuð af miklu á snappinu svo addið eeennúna; helgiomars

ÍSLAND MAÍ 17

ÍSLANDPERSONAL

Betra er seint en aldrei, það er svo fyndið þegar maður missir úr of marga daga úr blogggleðinni og byrjar svo aftur, og hugsar maður, afhverju missti ég svona mikið út? Þetta er svo gaman. Svo núna er ég að reyna vinna þetta upp, þarf að girða mig í brók og þið vitið. Get more active!

Ég kom til Íslands í maí, fyrir tæpum mánuði, en ég kom til að kveðja æskuvin minn í hinsta sinn. Ég ákvað að taka nægan tíma fyrir sjálfan mig og að sjálfssögðu í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Það er svo best í heimi að vera í kringum systurdæturnar og hundana og fjölluna, það er án djóks ekkert betra. Tala ekki um þegar maður býr í öðru landi.

Dagný systir er án gríns besti æfingarfélagi í heimi, það er algjör synd að við búum ekki nær hvert öðru. Annars væri eitthvað svona more over Katrin Tanja and Bjorgvin Karl Gudmundson cuz we here, situation.

.. en án djóks, fátt skemmtilegra en æfingar með sys.

Ég skil term foreldra þegar þau tala um að börnin þeirra séu alltaf litlu börnin þeirra, þið vitið? Tíba mín er hvorki meira né minna en 10 ára. Pínu feitur ostur að kyngja, en hún er litla drottningin mín.

Ég lenti í svaka veðri, við erum að tala um 20° plús. Núna sit ég, í júní mánuði, á Íslandi og það er ein gráða. Nenniði ..

OG ÉG VAR Í ÞESSU OUTFITTI OG MÉR VAR MJÖG HEITT. Mother earth what’s good?

Litla englakrúttdúllan mín

Ég, Áslaug og Brynja gengum í Pieta göngunni þar sem við löbbuðum inní ljósið fyrir englana okkar uppá himninum sem féllu fyrir eigin hendi.

.. og þessi gaaaat ekki verið betri göngufélagi. Stefni á að hlaupa maraþon með henni því þetta var bara quick n’ easy með henni.

Fékk að hitta þessa korter í brottför til Kiev þar sem hún SSSSSLLLLAAAAAYED the stage!!

Sigrún sæta var bara brjálaðslega sæt og fyndin í fallegu íbúðinni hennar Hörpu vínkonu –

Nýi jakkinn frá Sautján –

Umkringdur hæfileikaríkufólki, heeere’s Natalie make up gúru! Og SORRY með smæsið, þetta var ekki smæs, heldur endurkast af sólinni á hvítan vegg ÉÉÉg lofa.

Þetta verkefni verður spennandi að segja frá þegar ég má! Shake the dice and steal the rice OOKrr.

<3

JÓTLAND

DANMÖRKPERSONAL

Ef það er eitthvað sem heldur mér og kæró gangandi í lífinu í Danmörku, það er að brjóta upp hverdaginn og hafa eitthvað til að hlakka til. Lítið frí, stór ferðalög, skiptir engu máli. Breytir öllu, við erum báðir í tvíburamerkinu svo þið getið rétt ímyndað ykkur. Ég sakna ótrúlega að búa á Íslandi, og ég fæ alltaf svona “æ þetta er geggjað” þegar ég sé fólk labba Esjuna í tíma og ótíma. Ég hef ekki einu sinni gert það, en ég get ímyndað mér að það sé geggjað. Ég er Íslendingur og sveitastrákur, svo borgarlífið hentar mér ágætlega, ef ég kemst í náttúru reglulega.

Allavega, við fórum til Jótlands á dögunum að heimsækja tengdó og njóta –

Streetfood í Aarhus – þar finnur maður heimsins bestu ostakökur og til hægri Cremé Bruleé Donut. Ostakana var geggjuð en dónuttinn ekki alveg nógu góður –

Danskar tartalettur, kæróinn er alveg vittlaus í þetta og er afar stoltur af þessari dönsku kúsínu. Ég var ekki eins hrifinn, enda vanur íslenskum GÚRMEY heitum réttum, yas.

Mexíkóskar tacos & víetnamskt kjúklingasalat, bæði einum fokk of omg gott.

Komnir á hótel í úthverfi Silkiborgar ..

Sem var drullu næs ..

Svaka skúlptúr

Þetta var pínu krúttlegt, þetta var bara útí rassi, en þetta var svona svæði með túlípönum sem maður svo týndi sjálfur og lagði svo bara inná svona AUR app. Þarna er engin manneskja að fylgjast með, heldur bara stólað á að fólk sé heiðarlegt og vilji skapa gott karma –

Og ég gerði svona handa ömmu hans kæró ..

Hundurinn hans kæró sem heitir Max, og er svo einum of sætur og frábær og ég er gjörsamlega vittlaus í hann.

26 ÁRA GLEÐIN –

ÍSLANDPERSONAL

Ég var nýorðinn tuttugu og eins árs þegar ég byrjaði á Trendnet. Í dag, er ég tuttugu og sex ára. Leyfum þessu aðeins að sinka inn. Ókei. Ég er semsagt nær þrítugu en tvítugu. Ég er samt góður, ég lofa. Ég fríkaði út þegar ég var 25, fannst ég vera fá hrukkur og allskonar meira skemmtilegt. En ég held ég ætli hér með bara að fagna hverju ári núna á komandi árum. Það eru ekki allir svona heppnir að fá að eldast heilbrigðir og með gott fólk í kringum sig.

Talandi um gott fólk í kringum mig, þá lenti afmælisdagurinn á laugardegi, og fallegasta og besta fólk í lífinu kom og fagnaði með mér. Þar var í boðinu ekkert nema gæðadrykkir og gæðafólk og ég er svo ótrúlega þakklátur.

Ég veit ekki hvort þið hafið smakkað þetta en þetta er án djóks brilliant, og þetta bókstaflega hvarf út kvöldið. Held að sumir hafi borðað flöskuna líka.

Ofur good stuff.

Palli, hann var director, pródúser, special effects og PA í þessari gleði –

Blanc bjórinn, hvarf líka, ekkert eftir.

Þessi bjór er að fara sigurför um Danmörku allavega, svo mér fannst geggjað að hafa svona í gleðinni. Lífrænn, léttur og drullugóður –

Ísmaðurinn reddaði mér ís, takk Ísmaður, þú rokkar!

Bestu mamma & pabbi x

Þessi stórkostlega shit –

Gleðin að hitta þessa var næstum því yfirgnæfandi!

Ef ég bara gæti deilt því með ykkur hvað Jóhanna vinkona kom með handa mér – það er svakalegt!

Þessi er mér ótrúlega mikilvægur – besti Palli minn!

Erna okkar sem við söknuð öll hér á Trendnet – er ekki kominn til að gera undirskriftalista og fá hana aftur?

<3

Samansafn af fallegasta fólki á Íslandi –

Dagbjört vinkona var svo frábær að taka allskonar polaroids og í lok kvöldsins gaf mér svo. Ég er enn hálf feiminn hvað þetta var fallega gert af henni.

<3

Hófí mín –

Þetta voru myndirnar í bili! Meira seinna x

Ég er alveg einstaklega þakklátur, takk fyrir mig!

Takk Erna Hrund fyrir hjálpina <3
Takk Palli!
Takk Donna!
Takk Dísa World Class fyrir allt!
Takk allir sem komuð <3 
Takk takk takk takk! 

COMWELL HÓTEL AARHUS X HAY

DANMÖRK

Í fyrra gisti ég á hóteli í Aarhus sem heitir Comwell. Ég gerði mér engar vonir, heldur bara pantaði herbergi og ætlaði að fara sofa og vakna. Æ þið vitið, svona buisness trip hótel. Ég gjörsamlega féll fyrir þvi og ég elska fátt meira en hótel og vera á hótelum. Það fyrir mér er eitt af mikilvægustu faktorum þegar ég er að bóka frí þá eru það hótelin. Ég gjörsamlega – elska hótel.

Allavega, það kom svo skemmtilega á óvart þegar við fórum þangað í fyrra, að allt hótelið var hannað innahús af HAY, merki sem margir þekkja, enda fáranlega flott hönnun. Þetta hótel varð fljótt eitt af þessum hótelum sem greip mig alveg ótrúlega og ég vissi að ég ætlaði að bóka það aftur. Þar er líkamsrækt, buisness lounge og ýmislegt annað. Ég og Kasper fórum semsagt í smá langa helgarferð og Eurovision var á laugardeginum, svo við ákváðum að gera gott við okkur og bóka stærsta herbergið á hótelinu og því sjáum við ekki eftir. Við fengum panorama view yfir miðbæ Aarhus með geggjuðu útsýni. Við keyptum okkur sushi, nammi og horfðum á Eurovision. Einum of góð upplifun.

Þessar myndir voru reyndar teknar þegar við vorum að fara tékka út, en hey! Ég veit ekki hvað það er við þetta hótel, það er bara eitthvað fáranlega gott. Ég er búinn að bóka glæný herbergi í næstu ferð til Aarhus núna í júlí. Ég hlakka strax til!

Það væri drullu kúl, en það er ekkert spons hér.