Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

FUDGE URBAN HÁRVÖRURNAR

HAIR

Ég var að mynda uppí MOOD fyrir hreint ekki svo löngu og ég mætti fyrsta daginn með rakt og tuskulegt eftir sturtu og ætlaði bara að fá að stela einhverjum hárvörum af förðunarfræðingunum sem þar voru að verki. NEEEMA hvað, að þegar ég kom var borðið þar sem geymdar eru ýmsar vörur fyrir nemendurna, pakkfullt með vörum frá Fudge Urban, svo ég greip það og ég stælaði hárið mitt svo GEÐVEIKT FLOTT og fékk bara svona .. “damn” svo ég spurðist um hvaðan þessar vörur voru. Ég kannaði málið og vitið vinir, ég fékk fullt af vörum til að prufa.

Ég ákvað þó að nota þær í smá tíma áður að ég mundi skrifa almennilega um þær, og get ég nú formlega og hreinskilnislega sagt hvað ég er fáranlega ánægður með þær. Ég hef yfirleitt verið nokkuð einfaldur þegar kemur að hárvörum, og nota yfirleitt bara það sem færst niðrí Nettó hjá mér, og oft fel brúskinn bara undir derhúfu. Það er fáranlega gaman að eiga næs hárvörur og nota þær og vera fokking kjút.

Hér er smá af góssinu sem ég fékk að prufa;

f01

Sjávarsalt spreyið hef ég nánast notað daglega, og finnst það fáranlega gott. Hef bæði bara skellt því í hárið og líka notað það sem beis fyrir vax og hársprey, gerir geðveikan fítus þannig.

f02

Hárspreyin klikka akke neitt. Lykta stórkostlega, Coconut er að eins meira notað.

f03

Hef ekki enn prófað þetta! Er þó mjög spenntur fyrir því, mig vantar eitthvað tilefni til að vera flippaður með power hóld gel!

f05

Þetta eru semsagt bullandi sigurvegararnir mínir, hef bæði verið að worka dú með púðrinu og svo seasalt.

f06

Þetta eru semsagt vöxin tvö, til vinstri er semsagt Rocker Wax og er svona allsherjar vax með góðu haldi og svo er hitt svona meira edgý bókstaflegur vax fýlingur sem ég fýla sjálfur. Reyndar er Texture Junk fullkomnleg lýsing, en vaxið heitir það líka!

f07

 Og þetta tvennt kom sérlega á óvart og eru í aðal uppáhaldi.

Stælum brúskinn:

f08

Þetta er raunverulegt ástand þegar ekkert í hárinu, eins og sneiðar af hangandi skinku, og lít í rauninni alltaf frekar heimskulega út að mínu mati, haha.

f09

Salt spreyið –

f10

Rocker Wax og Vanilu hárspreyið ..

f11

og BOOM! Haggast varla, sem hentar mér einstaklega vel.

Fylgist með blogginu, því ég ætla í samvinnu við Fudge Urban að gefa brjálaðslega veglega gjafapakka frá þessu merki, en meira um það eftir helgi! Ég ætla heim til Íslands í smá frí með kæró fyrst.

Peace og kærleikur

FALLEG ÍSLENSK HEIMILI – Í KVÖLD!

ÍSLANDMY WORKPERSONAL

Já kæru vinir, Dagný systir hringdi í mig í dag og talaði um að hún þyrfti nú að fara yfir til mömmu og pabba og horfa á Stöð2 og alltíeinu bara “JJJÁ, SHIT” ..

En þátturinn minn, Falleg Íslensk Heimili verður frumsýndur í kvöld kl 20:40 í kvöld og eru 10 þættir alls, og þeir verða sýndir alla sunnudaga.

Mér finnst MJÖG skrýtið að vera ekki heima og geta ekki horft á þetta sjálfur, en ég talaði við nokkur bransa fólk í teiti á Íslandi um daginn, og þau sem hafa semsagt séð þættina og allir voru gríðarlega ánægð með þetta, svo ég VONA, kæru lesendur að þið munuð vera ánægð með þennan þátt. Ég er mjög stoltur af honum og vinnunni sem fór í hann, og fólkið sem kemur í þáttinn mun ég elska að eilífu. Jesús.

NJÓTIÐ VEL –

Falleg Íslensk Heimili – Stöð2 – 20:40 á sunnudögum

fih01

 

 

Processed with VSCO with a9 preset

fih03

fih04

fih05

Þegar við skutum á Seyðisfirði og ég fékk 10 tíma (með nætursvefni) til að knúsa og kyssa fjölskylduna.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

fih10  fih11

Þessar konur eru náttúrulega stórkostlegar, gæti ekki beðið um betri vínkonur og vinkonur til að vera með í svona verkefni.

HEIMSÓKN: INKLAW CLOTHING – INKLAW Á RFF’17

MEN'S STYLESTYLE

Ég var mjög spenntur að ég hafði tíma til að heimsækja strákana á bakvið fatamerkið Inklaw sem við Íslendingar öll þekkjum. Það var svo fáranlega að heimsækja þá í húsnæðið þeirra á Austurstræti, en það sem þessir snillingar hafa afrekað á stuttum tíma er gjörsamlega ótrúlegt. Ég er alveg einstaklega glaður fyrir að hafa fengið að vinna með þeim fljótlega eftir að þeir störtuðu merkinu og það er hálf heiladautt hvað merkið hefur vaxið mikið á stuttum tíma. Merkið er mikið uppáhald Justin Bieber, en hann hefur klæðst Inklaw á sviði á tónleikaferðalögum sínum ásamt á götunni.

Annars tóku þeir sér tíma og sýndu mér hugmyndir, flíkur og annað content fyrir showið þeirra þann 25 mars á RFF. Ég er mjöööög spenntur fyrir því show-i, og verður það eitt af sínu kyns hér á landi held ég. Hvet ykkur að sjálfssögðu til að kaupa miða á stærsta tízkuviðburð ársins, mjög mikilvægt að styðja við íslenska hönnun og það sem er í gangi.

Það sem mér fannst mest spennandi að heyra frá strákunum var að línan sem þeir munu sýna á RFF er í rauninni útkoma allra þeirra reynslu sem þeir hafa sankað að sér síðan þeir byrjuðu 2013. Og ég fékk smá sneakpeak á nýju línuna og hún verður svakaleg og ber heitið Statements.
Overall, þá gæti ég ekki borið meira virðingu fyrir þeim, þeir hafa unnið svo fáranlega mikið og hart að sér að það er alveg magnað.

Ég fékk að sýna eina flík sem verður í línunni, og hún er hér;

inklaw08

        Og hér má sjá fleiri myndir frá heimsókninni;

inklaw01

inklaw02

inklaw03

inklaw04

Róbert, einn af Inklaw masterminds

inklaw05

Flíkur frá fyrri línum –

inklaw06

inklaw07

Guðjón – annar af mastermindunum –

inklaw11

Christopher Cannon súperbeib

inklaw12

inklaw09 inklaw10

Fylgist með þessum snillingum x

INKLAW
INKLAW INSTAGRAM

SVALA TIL KIEV – #TEAMSVALA & TEAM SVALA TEITI Á MORGUN

Það mundi kannski koma einhverjum á óvart, en ég er miiiikil keppnismanneskja. Þegar lögin í Söngvakeppninni sáu fyrst dagsins ljós, þá VISSI ég bara strax að lagið hennar Svölu, Paper var something else. Nú þegar nær dregur lokakvölds finn ég að ég þarf að þurrka blóðið af munninum á mér og keppnisskapið VEL farið að segja til sín.

Ég persónulega þoli ekki þegar við komumst ekki áfram í Grand Final í Eurovision, og það hefur gerst síðustu tvö ár, og í fyrra vann eitthvað gól sem ég man ekki einu sinni hvað heitir.

Í Söngvakeppninni í ár er fullt af flottum lögum, ég er ekki að draga útúr því eða kasta shade-i á nein lög. En mér finnst í ár, við vera með prófessional í öllum öreindum, semsagt le Svala og eigum við að NÝTA það tækifæri og senda það út í stóru keppnina, ásamt því að lagið er heimskulega grípandi og er það búið að vera á repeat hjá mér síðan það kom út, og repeat á íslensku síðan hún söng það síðasta laugardag. Ég veit að ég er ekki einn um það.

Við sendum Pollapönk fyrir litlu börn landsins, og ég þurfti alveg að kyngja því. En NÚÚÚÚNA, sendum við fyrir okkur.

Fagmennska, powerlag, SVALA OKKAR Björgvins. Ég mun missa stjórn á skapinu mínu ef hún fer ekki áfram í stóru keppnina, því ég veit í hverjum einasta vöðvavef í hjartanu á mér hvað lagið á eftir að vera landinu okkar til mikills sóma, eruði ekki sammála?

Ég er #TeamSvala – ef þið eruð með mér í liði, látið í ykkur heyra.

Á MORGUN þann 9 mars – Er #TeamSvala partý á Sushi Social kl 21:00 – hvet ykkur innilega til að mæta. Svala mætir og syngur lagið ásamt fullt af tilboðum handa ykkur til að njóta.

Sjáið meira HÉR

Bölva það í sand og ösku að ég sé ekki heima til að hvetja okkar konu til sigurs, en ég treysti því að restin af #TeamSvölu gerir það fyrir mína hönd líka.

svala-paper-1-720x340

 

MENNINGARBÆRINN SEYÐISFJÖRÐUR – LIST Í LJÓSI

SEYÐISFJÖRÐUR

Það er fátt sem ég elska meira en Seyðisfjörð. Hef svosem sagt það margoft áður á þessu ágæta bloggi, orkan er ólýsanleg og náttúran sömuleiðis. Er svo heppinn að hafa fengið að alist þar upp. EN ætla þó ekki að halda áfram með þessa sálma, því Seyðisfjörður á LungA sem flestir kannast við. Núna hefur fæðst ný hátíð, hún fæddist reyndar í fyrra, en hún heitir List í ljósi, og þar koma listamenn, erlendir sem innlendir og skapa hinar ýmsu, ótrúlegu og fallegu innsetningar, myndvarpanir, skúlptúra, gjörninga og allt þar á milli í firðinum. Myndir frá því í fyrra voru svo geggjaðar, og ég vona innilega að ég komist á næstu árum.

Inní þessari hátíð er líka kvikmyndahátið, kremið á kökunni y’all.

En allavega, ég eiginlega krefst þess að ef fólk er í grendinni, eða lengra í burtu, að skella sér á þessa hátíð og soga að sér orkunni og listinni. Það kostar ekki neitt og allir vinna og hún er núna um helgina.

Getið séð meira hér .. 

listiljosi_1

listiljosi_2

listiljosi_3

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

listiljosi_poster

OLYMPUS DIGITAL CAMERA