Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

BODY SKRÚBBUR FRÁ VERANDI

SNYRTIVÖRUR

Þegar ég kom heim um jólin þá beið mín pakki. Í þessum pakka var body-skrúbbur frá Verandi.

Ég er mjög mikill skrúbb maður, og skrúbba allt sem ég get skrúbbað. Samt ekki, en skrúbbur á andlitið og body er algjört must finnst mér. Fannst þetta mjög skemmtileg sending og er búinn að nota hann þrisvar áður og það er upplevelse útaf fyrir sig. Það sem fær þennan skrúbb til að skera sig útúr frá öðrum er að þetta er pjúúúra vegan og kemur beint úr náttúrunni. En innihaldið er ekki flóknara en ristaðar kaffibaunir, sjávarsalt, sjávarþari, möndluolía og náttúrulega olíur.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Takk fyrir mig Verandi! Fallegt af ykkur að senda mér svona fína vöru.

Fæst hér

helgi@trendnet.is

BALENCIAGA HEIÐRAR MEISTARA BERNIE SANDERS

Ég er mikill aðdáandi Bernie Sanders, svo mér fannst einstaklega skemmtilegt að sjá að merkið fína, Balenciaga, heiðraði hann með því að nota mjög áberandi innblástur frá logo herferð Bernie á flíkum haust línunnar merkisins.

bernie

Hér er logo-ið fræga

Hér má sjá flíkurnar sem frumsýndar voru um daginn á Balenciaga showinu:

bernie1

bernie4

bernie3

bernie2

Ég viðurkenni alveg fúslega að ég er drullu stressaður yfir því að T(p)rump er orðinn forseti. Ég fylgdist alveg nokkuð vel með þessu og var svo hissa á því hvað Ameríka geymir alveg ógeðslega mikið af nautheimsku fólki. Finnst það eiginlega óþæginlegt. Að mörgu leyti þykir mér heimurinn okkar vera á svo órólegum stað að það hefur lúmsk áhrif. Hér í Kaupmannahöfn er búinn að koma steypuklumpum fyrir á aðalgötum borgarinnar, þá sérstaklega á Strikinu og þar í kring, en þetta er til að koma í veg fyrir að rændur vörubíll keyri ekki með krafti niður fólk. Æ ég veit ekki – mikið vona ég að heimurinn okkar taki góða u-beyju bráðum beint í átt að friði, ró og bullandi kærleik. Sé ekki framá að það gerist, en mikið ótrúlega mikið vona ég það.

Peace!

TEDDYBEAR JAKKAR

MEN'S STYLESTYLE

Ég missti af svo fáranlega fínum jakka úr H&M Studio. Fannst hann fyrst lúmskt skrýtinn en svo fór mér að finnast hann svo brjálaðslega geggjaður. Kannski átti staðreyndin að ég gat ekki fengið hann einhvern þátt. Hann leit svona út:

studiohmfall222
Fínn, ikke?

Ef ég man það rétt hét hann eitthvað teddy, svo ég kýs að kalla þetta teddybear jakki. Síðan þá hef ég orðið einstaklega hrifinn af þessu efni. Fuzzy fake furr, teddy, það er hægt að kalla þetta allskonar. Annars hef ég verið að scouta eftir svona svona jökkum. Mér finnst þetta sjúklega flott.

teddy

1. 66°Norður
2. Forét Cph
3. Weekday

Ég semsagt keypti mér jakkann/peysuna frá Forét Cph og er mjög ánægður með hana.

ÞESSIR FÍNU SNIÐUGU POO DROPAR

I LIKE

Já vinir, þið lásuð poo dropar. Þið áttið ykkur eflaust alveg á því hvað ég meina með poo, og já það er það sem þið haldið. Ég er að blogga um einhverju tengdu poo.

EN!! Vitiði, hún Guðný vinkona mín gaf mér þessa dropa í jólagjöf og ég er nokkuð vissum að þetta átti bara að vera grín gjöf, að vissu leyti, öllu, er ekki viss. Ég svosem hló bara og fannst þetta mjög fyndið og skemmtilegt. Pældi voða lítið í því hvort þessir dropar yrðu einhverntíman notaðir.

kukadropar

kukadropar2Sjáiði hvað þetta er nú fín flaska, fínir poo dropar.

LITTLE DID I KNOW ..

Þetta er bara MJÖÖÖÖG sniðugt, og á svo sannarlega heima á heimilum. Að mínu mati. Aesop er jú einstaklega fínt merki og boom! Örfáir dropar eftir athæfi OG BAM! Eins og ilmhús.

TALANDI UM ILMHÚS, þessir dropar voru keyptir í Madison Ilmhúsi.

Meira hafði ég ekki að segja í bili, ég er mjög ánægður með þessa færslu. Njótið vel og ég mæli eindregið með þessu!

Heyrumst!

UPPÁ SÍÐKASTIÐ – DESEMBER, WOOD WOOD, ÍSLAND OG JÓLIN

HOMEPERSONALSEYÐISFJÖRÐUR

Jáá vinir! Ég get sagt ykkur það að þessi færsla er búin að vera í vinnslu í svona tvær vikur. Það er einhver brjálaðslega fyndin janúar orka yfir mér. Ég er ekki að djóka, ég finn sjúklega mikið fyrir einhverri nýrri orku í mér, hún er fyndin og góð og þið vitið. Er ég sá eini sem er að upplifa þetta? Ég hafði samband við stjörnuspekinginn minn og það er víst nóg að gerast í kortunum mínum SOOOOO, ég ætla bara að flow with it. En þarf að bæta mig aðeins þarna.

Jólin voru að sjálfssögðu stórkostleg, að vera með fjölskyldunni og vinum .. og hundunum, bara best í heimi. Eitt var reyndar aðeins öðruvísi í ár, en ég svaf aldrei lengur en til tíu, ég æfði eins og bavíani, en það er reyndar því Dagný systir er bezti æfinga félagi í heimi, svo við gátum ekki sleppt því.

Förum í gegnum þetta í myndum, það meikar mest sens í færslum sem og þessum!

01

Julefrokostinn í endaði í brjálaðri karaoke gleði á Motel Chateau. Fjandinn hvað var gaman.

02

Held þið fattið ekki hvað var gott að fá Elísubet til Köben, það var svo mikið spjallað og hlegið og gaman og gleði.

03

.. og við heimsóttum WOOD WOOD show-roomið

04

Þar var allskonar fallegt sem kemur í búðir næsta sumar!

05

Elísabet var sæt í öllum fötunum sem hún snerti.

06

Við hjá Elite fluttum í glænýtt og miklu stærra hússnæði og það er staðsett beint á Strikinu góða, það er gggeggjað!

Processed with VSCO with a8 preset

Hér er tradition-ið okkar Siennu, jóla-Tívolí og æbleskiver. Svo einum of kósý.

Jólagleði hjá Siennu –

Mættur heim á Seyðisfjörð til barnanna minna, ég held þið fattið ekki hvað ég eyddi miklum tíma að bara knúsa og kyssa þessa hunda.

Mættur í Crossfit Austur þar sem magnaðir hlutir gerast.

10

Þetta var samt ekki magnað, jú samt alveg fyndið. Þessi litla sæta lyfta varð ekki að súkksess.

11

Seyðisfjarðar-paradísin var að gefa, alla daga.

12

Þorláksmessudeit með mama – einum of kósý.

14

Þetta var svo ruglað, þetta var tekið á Iphone kæru vinir, en þarna voru túristar uppá fjalli, þar sem þessi mynd var tekin, að öskra og gráta og “OOOHMY GOOOOOD” – þessi norðurljós voru reyndar aaalgjört rugl. Við mamma voru eiginlega hálf orðlaus. Landið okkar, án djóks vinir.

Uppáhalds litli strákskrúttið mitt. Skemmtilegasta krútt í heiminum.

Aðfangadagurinn byrjaði svona, að klæða sig upp í jólasveinabúning og gleðja börn bæjarins með gjöfum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri þetta, og ég verð að segja, það var eiginlega dásamlegt. Fáranlega krúttlega gaman.

Friðarkerti og rós handa englinum okkar á aðfangadag.

Fagri bróðirinn – beztur í heimi.

Ég á reyndar ekki jakkaföt, en hvít skyrta og velvet jakki er fínt nok!

Stjörnurnar í fjölskyldunni Margrét og Sigrún voru skemmtilegastar í heiminum. Við fullorðna fólkið vorum ekki lengi opna pakkana, svo færðum við okkur til þeirra og þar var meeeeega gaman.

Jóladagur – enough said.

.. svo var það bara back to buisness fyrir mig og DEÓ!

Very næs.