Helgi Ómars

BORNHOLM –

66°NorðurDANMÖRKPERSONAL

Eins og ég bloggaði um fyrir stuttu þá fórum við Kasper á eyjuna Bornholm þar sem við fórum í smá mini frí – það var yndislegt og ég mæli alveg hiklaust með þessari eyju ef þið eruð í grendinni. Þetta er að sjálfssögðu ágætlega stór eyja en þarna er menning, saga, strendur og geggjaðir áfangastaðir!

Fyrsta kvöldið leit svona út til dæmis –

Vel tanaður maður –

Allir dagarnir voru svona, það er frekar lúxus –

Veitingastaður með sólsetri, það var líka feitur lúxus.

Þetta er semsagt kálvakjöt, sem mér fannst frekar óþæginlegt að borða. Þá sérstaklega útaf Phoebe og Friends. Friends aðdáendur vita hvað ég er að tala um.

Þessi 66 taska sem ég er með er svo mikil snilld, svo passlega stór fyrir allt sem ég vanaleg treð í vasana. Fæst HÉR –

Göturnar voru svo geggjaðar –

Insta: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

AÐ GLEÐJA MEÐ NOCCO –

NOCCOPERSONALSAMSTARFYNDISLEGT

Sem Nocco Ambassador þá fæ ég að vinna mjög skemmtilega vinnu. Fólkið á bakvið Nocco á Íslandi er alveg einstaklega frábært og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast. Ég hef alltaf verið mjög gjafmildur og gef í raun við hvert einasta tækifæri, hvað svosem það er. Ég er svo heppinn að fá góðar birgðir af þessum geggjaða drykk og ég reyni oft að skammta þannig að ég eigi líka nóg til að gefa vinum og vandamönnum. Ef ég fer á fundi eða verkefni hefur alltaf verið mjög sterkur leikur að koma færandi hendi með Nocco. Þetta er það sem ég gerði á Insta story hjá mér, ég ákvað að taka upp þegar ég setti saman smá Nocco glaðning og það hitti beint í mark og fljótlega fékk ég mörg skilaboð hvort ég væri ekki til að færa hinum og þessum glaðning. Sem ég tók rosalega vel í. Ég og Arnar markaðsstjóri ákváðum að gera heilan dag þar sem ég mundi fara út og gleðja fólk með Nocco Carnival sem er glænýr á markaðinum (og einn sá besti) og leyfði fólki að skrifa til mín og “sækja um” heimsendingu. Ég fékk alltof mikið af skilaboðum og er enn með smá samviskubit að ég komst ekki allt sem ég ætlaði mér. En þetta væri æðislegt og langar alveg hiklaust að gera þetta aftur.

Þetta byrjaði allt saman uppí Core þar sem við pökkuðum birgðum í Nocco bílinn sjálfan –

Boostbarinn í Borgartúni sótti um!

Bráðamóttakan var efst á mínum lista ásamt ljósmæðrum sem mig langaði að gleðja –

Allir starfsmennirnir voru svo yndislegir og skemmtileg öllsömul! Og voru einnig alveg ótrúlega þakklát fyrir þennan glaðning, mörg þeirra búin að vera vinna yfir nóttina. Respect til þeirra!

Andri sæti frá Capacent sótti um og fengu hann og starfsmenn glaðning, ég gleymdi hópmyndinni, en þið fáið mynd af Andra! Enjoy!

Starfsmenn Ormsson –

Einnig voru rauð ljós vel nýtt í þyrsta ökumenn, það voru ófá augnablik eins og þessi, mjöööög skemmtilegt!!

Löggurnar sóttu líka um, þær voru mmmmeeeeega næs og ánægðar með þetta –

Húrra Reykjavík starfsmenn –

Hársnyrtistofan Yellow mega sáttar!

Þetta var brot af þeim sem við fórum til –

Takk fyrir skemmtilegan dag Nocco!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

STRANDARPERLA Á DANSKRI EYJU –

DANMÖRKYNDISLEGT

Ég kom til Kaupmannahafnar á þriðjudagsmorgni eftir mjög feitan all nighter og átti þann dag í að koma mér aftur heim og reyna sofa örlítið og að sjálfssögðu knúsast í Kasper. Á miðvikudeginum skelltum við okkur á dönsku eyjuna Bornholm, sem er rétt fyrir utan Ystad í Svíþjóð og þaðan tókum við einmitt ferju yfir. Þetta var allt mjög huggulegt og ég var glaður að vera kominn aftur heim eftir þriggja mánaða dvöl á Íslandi –

Förum nánar útí Bornholm seinna, en mig langaði svo að deila með ykkur strönd sem við vorum á, sem var eiginlega alveg svona drop dead geggjuð. Sandurinn var eins og púður og hann er einmitt seldur til fyrirtækja til að nota í stundarglös. Hann er – það – fullkominn. Ég er engin biluð strandartýpa, en þessi fannst mér gjörsamlega æðisleg. Mjög svona grand og flott. Ég var ekkert að velta fyrir mér sjónum, enda var ég handvissum að hann væri mjög kaldur og ég nenni ekki svollleis.

Þessir tveir ánægðir að vera saman á ný eftir langa fjarveru –

Shit þetta var svo flott, svo voru háir sem lágir hólar með sama grasi og sama sandi. Geggjuð sínería.

Ég nýtti tímann minn vel á meðan Kasper sofnaði í sólbaði.

Ómissandi handklæðið frá Geysi – mjög ánægður með það.

Hafiði séð sætari gaur?

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HLAUPASUMAR MEÐ BEOPLAY –

ÉG MÆLI MEÐNEW IN

Þessi færsla er í samstarfi við BeoPlay á Íslandi

Ég er kominn í samstarf við BeoPlay á Íslandi og ég er alveg óhræddur að segja að ég er yfir mig ánægður með það, en ég hef verið aðdáandi BeoPlay eða Bang & Olufsen í MÖÖÖÖRG ár og fékk að gjöf frá BeoPlay í Danmörku heyrnatól fyrir sirka þremur árum, og síðan þá hef ég þróast í mikinn hljómperra ef svo má orða. Þau skipti sem ég hef verið með léleg heyrnatól síðan ég byrjaði að vera með BeoPlay þá þykir mér það eiginlega óþæginlegt. Það er mikil lífsgæði í góðum hljóðgæðum, þvílík lína, write that shit down.

En ég lofaði sjálfum mér að þetta yrði hlaupasumar hjá mér, en veðrið á Íslandi er búið að vera vægast sagt viðbjóður svo ég hef ekki verið eins duglegur og ég ætlaði mér. En nú þegar ég ætla færa mig aðeins aftur yfir til Kaupmannahafnar sem mun taka á móti mér sól og fullt af hita, þá er ég mjög peppaður að byrja full force.

  

Um er að ræða BeoPlay E8 – og þetta er vægast sagt snilld. Það er mjög klikkað að vera með þessa gaura í eyrunum sem haldast pikkfastir í eyrunum og hljómurinn er geggjaður. Þetta eru mjög tæknileg heyrnatól, en þú stjórnar öllu með að snerta og tappa á tólin. Það er ekkert smá gaman að eiga þau.

Þau koma í svona boxi og hlaðast þá alltaf jafn óðum. Hvorki boxið né heyrnatólin hafa orðið batteríslaus síðan ég eignaðist þau, svo endingin er ótrúlega góð.

Fást í verslunum Ormsson (koma bráðlega á heimasíðuna) –

Einn tveir og hlaupa!

SÓLIN ER Á SEYÐISFIRÐI –

ÍSLANDPERSONALSEYÐISFJÖRÐURYNDISLEGT

Ég votta alla mína samúð til þeirra sem hafa verið í Reykjavík þetta sumarið, þetta hefur verið mjög niðurdrepandi, ég ætla bara henda því á borðið. Urður systir hringdi í mig einn dagi nn og sagði “Ég. get. ekki. meir, keyrum til Seyðisfjarðar á morgun, það verður sól” og ef ég sletti smá, that we did!

Við keyrðum seinni part miðvikudags og vorum komin kl 03:00 um nóttina, og við vöknuðum daginn eftir í 22 gráðum og steikjandi sól. Ég bókstaflega lifnaði við kæru vinir. Það er magnað að sjá hvað allt lifnar við þegar veðrið er gott og þegar við innilega viljum gott veður eða þegar Á að vera gott veður. Eini sumardagurinn sem kom til Reykjavíkur var óneitanlega besti dagur sumarsins, allavega hjá mér. Og þessi dagur sem ég ætla að sýna ykkur smá brot frá.

Arnar sæti bró

Það voru að sjálfssögðu fullt af fleiri myndum – en þær fara í mynda albúmið okkar fjölskyldunnar, þetta voru þó nokkrar og ég held að það skín ágætlega í gegn hvað þetta var frábær dagur í paradísinni á Seyðisfirði.

Ást og friður!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

WEDDING OUTFIT –

ACCESSORIESOUTFITPERSONALSAMSTARFSTYLE

Það er brúðkaupspóstur alveg að koma frá stráknum – ég er í miðjum skilum svo það er nóg af myndvinnslu sem þarf að klára. Ég hlakka samt mikið til að sýna ykkur myndir frá brúðkaupi Elísubetar og Gunna, þetta var algjör upplifun og það var svo mikið af frábæru fólki þarna. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir að Trendnet hópurinn upprunalegi var þarna kominn saman. Shit hvað þetta var góður dagur –

Selected dressaði mig semsagt fyrir tilefnið og er alveg fáranlega ánægður með dressið. Flíkurnar eru allar á alveg ótrúlega góðu verði og líta vel grand út.

Ég ákvað að vera hvorki með bindi né slaufu – en ákvað að hafa nóg af skartgripum, og að sjálfssögðu frá SIGN ásamt að vera með apple úrið góða.

ÁFRAM ÍSLAND- SKJALDARMERKIÐ FRÁ SIGN

ACCESSORIESÍSLANDMEN'S STYLESAMSTARFSTYLE

Mér finnst ekki gjörsamlega klikkað að strákarnir okkar eru á HM og ég er alveg mega peppaður. Ég elska tilfinninguna um þjóðarstolt, ég kann ekki alveg að greina hugtakið en mér finnst það jákvætt, skemmtilegt og það gleður mig. Ég er að sjálfssögðu búinn að gíra mig upp í íslandslitunum ásamt því að vera með hring til að toppa þetta allt saman. Þessi hringur er frá SIGN og er eins íslenskur og hann gerist. Ég veit ekki afhverju en mér finnst geggjað að vera með hann og sérstaklega núna yfir HM.

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

PODCASTIÐ MITT – HELGASPJALLIÐ

HELGASPJALLIÐPERSONAL

Þá varð loksins að þessu – ég startaði mínu eigin podcasti. Eitthvað sem mig hefur langað í ótrúlega langan tíma og þetta varð svo gott sem að veruleika í apríl. Síðan þá hefur verið undirbúningur og upptökur og allskyns vinna í kringum það og síðustu helgi fór það loksins í loftið.

Helgaspjallið er í raun podcast útgáfa af Helgaspjallinu hér á blogginu. Ég elska að tala við fólk og ég elska að læra af fólki og hlusta hvað það hefur að segja. Mitt markmið með þessu podcasti var að veita og fá innblástur frá öðrum. Núna eru ansi margir þættir tilbúnir og mér þykir strax mjög væntum þessa þætti. Ég læri sjálfur mikið á því að hlusta á þá aftur og er alltaf að reyna bæta mig, en ég ákvað bara svolítið að sleppa takinu og vera ég sjálfur og leyfa viðmælendum að vera þeir sjálfir líka.

Þið getið hlustað á Podcastið á ÁttanFM á sunnudögum milli 18:00 og 20:00 og auðvitað á Itunes eða Podcast appinu í símanum ykkar.

Vonandi fýlið þið þetta kæru vinir og vonandi fáiði innblástur frá því frábæra fólki sem ég hef fengið í spjall og á eftir að fá í spjall!

x

AMAGER STRAND – OUTFIT

66°NorðurOUTFITPERSONAL

Ég er að detta í lúmskan gír þar sem ég er aaaaalveg að fara tuða yfir veðrinu hér á Íslandi, en ég ætla ekki að gera það því ég kæri mig ekki um að setja það útí kosmósið. Ég þó get sagt að hausinn á mér er alltaf mættur til Köben því veðrið var bókstaflega í ruglinu. Vá hvað þetta var næs.

Á afmælisdaginn hans Kaspers enduðum við á Amager Strand sem er alveg bilaðslega flott á kvöldin og alveg brjálaðslega hyggeligt að rölta þarna í sólsetrinu og njóóóóóddddda.

Eins og má sjá á þessari mynd hefur sólin verið mikið á lofti í Köben, drengurinn er 70% súkkulaði brúnn.

Langermabolur: Han Kjöbenhavn
Stuttbuxur: Samsøe Samsøe
Sokkar: 66Norður

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

 

UPPÁ SÍÐKASTIÐ –

PERSONAL

Uppá síðkastið hef ég lært ýmislegt, og hef gert ýmislegt!

Við litli bró fórum á Hótel Selfoss ..

Sem er uppáhalds hótelið mitt á Íslandi –

Þar fær maður geggggjaða humarsúpu –

.. og besta lamb landsins!

Jú og Créme Brulée ..

Ingileif vinkona gerði sér lítið fyrir ..

.. og vann verðlaunin Framúrskarandi Ungur Íslendingur 2018!!

Trendnet-arar skelltu sér í spinnig – þó engan venjulegan spinning heldur Eurovision spinning sem ég kenndi!

Þarna er um að ræða gríðarlega myndarlegan meisara, Arnar Eyfells! En við unnum að gríðarlega stóru verkefni saman!

Þarna má sjá, án gríns, einn sætasta litla rófubangsa sem ég hef nokkurntíman séð. Hann er það sætur að ég höndla stundum ekki að horfa á hann, því hann er – of – sætur. Þetta er sonur Kristjönu vinkonu og guðsonur minn (hef ég sjálfur ákveðið)

Hann er líka mjög ánægður með frænda sinn!

Þingvellir heimsóttir!

Seyðisfjörður einnig heimsóttur! Og beint í Lunch á Nordic Restaurant –

Alveg heimskulega gott – en þau eru með 2 fyrir 1 af öllum matseðlinum í hádeginu sem ég og Palli nýttum óspart.

.. og þessi prins!

Þangað til næst!

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars